Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 48
* V ♦ * 9-7-4 A-D-10-4 D-G-10-8-3 4 A 6-2 y G-8-6-2 + A-6 K-10-9-6-2 A V ♦ * A-D-G-5 7-3 K-7-5-2 A-D-7 K-lö-8-3 K-9-5 9-4 G-8-5-3 Allir á hættu, suður gefur. Suður Vestur 1 grand pass 2 spaðar pass pass pass Utspil tíguldrottning. Eftir nolckuð hraðar sagnir hafnaði suður í iþremur gröndum. Vestur spilaði lit tíguldrottningu og þar eð suður var hræddur við hjartalitinn drap Iiann strax á tígulkónginn heima. Síðan tók liann laufaás og drottningu en þegar vestur var ekki með i ann- að sinn, virtust góð ráð dýr. Laufin varð eð fria hvað sem það kostaði, til þess að ná þó fjórum síögum á það, en til þess að ná þremur slögum á spaða þurfti tvær innkomur og náttúrulega varð kóngurinn að liggja rétt. Eina leiðin til að framkvæma ið opinská og ærleg, sagði hann ákafur. — Ég þoli ekki lygar og vífilengjur. .. — Ég ekki heldur, sagði hún. — Og hverjar svo sem afleið- ingarnar hefðu orðið — og áhrif- in á samkornulagið okkar á milli, — vildi ég heldur segja þér sann- leikann sjálf, en að láta Clare ógna mér. Simon þoldi ekki meira. — Við verðum að reyna að gleyma þessu, sagði hann, nærri því hranalega. — Og láta það okkur að kenningu verða. Það er alltaf fyrirlitlegt að sletta sér fram í málefni annarra, jafn- vel þó það sé gert í bezta til- gangi. Ég held varla að ég gæti fyrirgefið þér ef þú gerðir sömu skyssuna aftur. Clare slangraði riðandi út úr húsi Simonar. Hún fann að henni var um megn að sanna sakleysi sitt. Allt, sem hún hafði sagt, hafði verið innantómt og Norður Austur 2 lauf pass 3 grönd pass þetta var að drepa lau."a.’rottn- inguna með kóngi norðurs. Síð- an er spaðasvíningin tekin og lnin heldur. Nú kemur lauf, sem austur drcpur á gosann og er laufið ])ar með frítt. Til allrar hamingju lá hjartað þannig að a-v ggtu ekki tekið nema þrjá slagi á það og þegar sagnhafi komst að gat hann tekið tígul- ásinn og laufaslagina og að lok- um spaðasvíninguna og þar með níunda slaginn. Spilamennska suðurs var með ágætum og hætti fyllilega upp það sem ef til vill var ábótavant i sögnum. á huldu, og það hefði verið snú- ið út úr því og svo notað sem vopn gegn henni. Og þó var mest kaldhæðnin í því, að „trú- lofun“ hennar og Ralphs hafði orðið úrslitasönnunin gegn henni, í stað þess að hún hafði vcnað, að þetta tiltæki mundi sanna, að henni væri full alvara að hlífa Faith — og enda Sim- oni líka. Afstýra því, að trúlof- un hans færi út um þúfur fyrir lygar Joan, og að mannorð hans yrði fiekkað. Hvers vegna hafði henni aldrei dottið í hug að íhuga, hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir hana sjálfa? Hvers vegna hafði hún ekki séð, að Joan var fær um stokka spil- in? Ralph stóð við bílinn. Hann virtist ergilegur og óþolinmóður. - Hvað á þetta eiginlega að þýða? spurði hann. Hún var orðin rólegri og sjálfs- bjargarhugurinn vaknaði aftur. - Hvers vegna laugstu á okk- ur? spurði hún hvasst. Hann leit skuggalega til henn- ar. — Ég hafði mínar ástæður til þess. Og allt í einu vissi hún hvern- ig í pottinn var búið. — Þú ert þátttakandi í sam- særinu með Joan, er það ekki? Hann leit á hana en varð fljót- ur til að líta undan. — Mig langar ekki til að heyra meira um þetta. Það eina, sem mig langar til, er að komast sem lengst í burt frá þessum stað. Ég er orðinn veikur og þreyttur á honum. Ilann opnaði hílinn. — Setztu inn, við þurfum að tala dálítið saman. Þú þarft að gefa mér ýmsar skýringar. — Ég veit það, sagði hún mædd. —- Eg gerði þér greiða, þegar þú baðst mig um, og þetta eru rFar þakkirnar sem maður fær. Hún starði á hann. - Það var ekki þetta, sem ég bað þig um. — Plvarnig í dauðanum gat ég vitað hvað þú vildir að ég segði? Ég hélt að þú vildir sannfæra þau um að við værum í raun og veru trúlofuð. — Þú reynir varla að telja mér trú um, að það hafi verið það eina, sem fyrir þér vakti? sagði hún. Hann breytti um tón. — Mér þykir þetta afar leitt, Clare. Allt í einu kviknaði ofurlítill vonarneisti í henni. — Heyrðu nú, Ralph... Þegar ég nú segi þér, að þú hafir misskilið mig og að mér hafi aldrei dottið í hug, að þú ættir að segja að við hefðum verið trúlofuð talsvert lengi — vildir þú þá ekki gera það fyrir mig að leiðrétta þenn- an misskilning. Það er nóg að þú segir Simoni, að það hafi aldrei verið neitt á milli okkar, og að við hefðum ekki trúlofast fyrr en í morgun.. . . Æ, ef þú vissir ... — Ég skil þetta ofur vel, sagði hann. — Maður getur séð í mílna fjarlægð að þú ert ástfangin af honum. Hún gerði enga tilraun til að andmæla því. Hann hægði á bílnum og sagði: — Hyers vegna í ósköpunum fórstu að hræra mér saman við þennan ástargraut, og hvers vegna bjóstu þessa trúlofun okk- ar til? Mér finnst þetta hreinn og beinn fábjánaháttur. Clare sagði honum alla sög- una, því að hún fann, að sann- leikurinn þurfti að koma fram. Hún hafði ekki meira að missa, og ekki var óhugsandi, að hann vildi hjálpa henni. •—• Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef nokkurntíma heyrt, sagði hann. — Ég hefði ekki trú- að einu einasta orði af því, ef einhver annar en þú hefðir sagt mér það ... En ég verð að segja, að ég held, að þú sért eitthvað brengluð! — Er maður bilaður ef mað- ur reynir að hlífa manneskju, sem ekki hefur nein vopn til að verjast með, manneskju sem svift er sjálfu lífinu að nokkru leyti? Ég þarf engan til að verja mig, hélt hún áfram í ákefð, og mig langar ekkert til að fólk haldi að ég sé göfugmenni. Það er einhverskonar hræsniskeimur að því orði. En finnst þér óhugs- andi að venjulegt, óbilað fólk hugsi og breyti eins og ég hef gert? — Já, algerlega óhugsandi, sagði hann drumbslega. Hnú leit á hann. — Ég er alls ekki viss um, að þú hefðir getað fengið af þér að steypa Faith í ógæfu til þess að bjarga þinni eigin gæfu — ef þú hefðir ein- hverntíma komizt í svona vanda. Nú varð stutt þögn. Svo kink- aði Ra1ph kolli. - - Það er líklega eitthvað til í þessu. Ég er ekki viss um, að ég hefði getað gert það. Hún varp öndinni. — Og eftir að ég hafði stigið fyrsta skrefið, neyddist ég til að stíga það næsta . . . Hún mundi eki aðeins hafa misst Simon heldur líka trúna á, áð hann væri heiðar- legur maður. — Ég held, að þú sért á réttri leið. — En þá verður þú að taka svari mínu gagnvart Simoni, flýtti hún sér að segja. — Þú getur sagt honum það, sem ég fæ aldrei tækifæri til að segja honum, — af því að hann trúir mér ekki. Joan hefur séð um það. Ralph virtist áhyggjufullur. — Því miður get ég ómögu- lega gert þetta. Mér var miklu hentugra að segja það sem ég sagði úti hjá Hamden í gær og inni hjá Simoni núna rétt áðan. Ég trúlofast ekki ungum stúlk- um í spaugi, til þess að láta eftir duttlungum þeirra ... Hvers vegna horfir þú svona á mig? — Ég veit ekki, sagði hún. .—• Þú heldur vonandi ekki, að ég sé úlfur eða mannæta? — Nei, sagði hún hikandi. — En hvers vegna viltu ekki segja Simoni sannleikann? — Ég hef mínar ástæður til þess, sagði hann rólega. — Eins og sakir standa hef ég nóg á minni könnu, þó ég láti ástar- málabrask þitt liggja á milli hluta ... Annars virðist þú hafa gleymt því, að ég gerði þér þennan greiða með því skilyrði að þú gerðir mér smágreiða á móti. — Ég hef ekki gleymt því. .. En hvað er það? — Áttu sparisjóðsbók? Já, en innstæðan er ekki nema nokkur pund. Hann hló. — Góða mín, ég ætla ekki að biðja þig um að 48 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.