Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 19
Þeir voru flestir mættir á skrifstofu borgarstjóra kl. sex um morguninn og hlýddu á frásögn Hallgríms Geirssonar af eldgosi í nágrenni Reykjavíkur.
út í nákvæmar tæknilegar útskýringar, þegar
tíminn er svona. naumur. Ég held að nægi að
segja að ef við fáum rafmagn til að reka dælu-
stöðvarnar, sem staðsettar eru í bænum, að
þá. getum við rekið hitaveituna áfram með
um' hálfum afköstum, s^'m ætti að duga til
að varna því að. neyðarástand skapist af þeim
sökum. Ég vil samt benda á að mikill fjöldi
fólks í úthvérfuin og annars staðar á svæði
rafveitunnar, kyndir hús sín með olíukyndi-
tækjum, sem ganga fyrir rafmagni.. .“
„Já, við skulum taka það fyrir á eftir“,
sagði Valur. ,,Er nokkur möguleiki á því að
leggja þegar í stað aðra bráðabirgðaleiðslu yfir
Elliðaárdalinn, og byrgja hana svo að hraun-
flóðið fari yfir hana án þess að skemma hana?“
„Það tel ég ólíklegt, en sjálfsagt að athuga
það“.
„Ég legg þá til að hafizt verði handa um
það, þegar í stað, borgarstjóri“.
„Já, ég er samþykkur því. Viljið þér gjöra
svo vel og sjá um að allt sem unnt er að
gera með nokkru móti, verði gert þegar í stað,
hitaveitustjóri“.
„Já, að sjáifsögðu", svaraði hann, stóð á
fætur og gekk út án þess að kveðja. Eftir
augnablik kom hann aftur inn, og sneri sér
að borgarstjóra.
„Ég sé fram á það, borgarstjóri, að hvað
sem gert verður í sambandi við hitaveituna
eða annað þarna uppfrá, þá vantar okkur alla
menn til að vinna við þær framkvæmdir. Ef
þetta á að heppnast, þá þurfum við á miklum
vélakosti að halda og þjálfuðum mönnum,
ásamt verkamönnum. Það tekur langan tíma
að hringja þá alla upp og koma þeim á stað-
inn. Er ekki möguleiki á að koma fyrirmælum
til þeirra í gegnum útvarpið?“
„Það er sýnilegt, að við þurfum á öllum þeim
mannskap að halda, sem við getum með nokkru
móti náð saman“, svaraði borgarstjóri, „bæði
við hitaveituna og annað. Ég held að það sé
rétt að við setjum tilkynningu í útvarpið og
biðjum alla verkfæra menn um að koma þang-
að inneftir í þegnskylduvinnu. Er það ekki
samþykkt?"
Flestir svöruðu mjög ákveðið að það væri
nauðsynlegt, og borgarstjóri bað Blöndal
Hjálmarsson um að semja tilkynninguna og
afhenda hana fréttastjóra útvarpsins.
„Þá er það Rafveitan, sem líklega verður
erfiðasta vandamálið“, sagði Valur.
„Við veruðm að gera ráð fyrir því versta,
og haga okkur samkvæmt því, — það er að
segja, að hraunflóðið renni alla leið niður í
sjó, fylli Elliðaárdalinn og sópi burtu öllum
mannvirkjum þar, Elliðaárstöðinni gömlu,
spennistöðvum og varastöðinni, sem almennt er
nefnd „Toppstöðin“. Eins og i’afmagnsstjóri tók
fram áðan^þá þýðir það, að bærinn og Suðurnes
verði rafmagnslaus. En til þess að forða algjöru
neyðarástandi og jafnvel brottflutningi úr bæn-
um, þá er nauðsynlegt að halda við — eða
koma á aftur hið fyrsta — rafmagni til að
reka hitaveituna og olíukynditæki fólks á
svæðinu - að minnsta kosti hluta úr
hverjum sólarhring, svo að húsin kólni
ekki alveg. Við þurfum einnig rafmagn
fyrir sjúkrahúsin, símann, flugvöllinn, út-
varp og sennilega sitthvað fleira, til að
halda uppi samgöngum, sambandi manna
á rneðal og sambandi við almenning, sum-
part til nauðsynlegra framkvæmda og
sumpart til að forða almennri ofsahræðslu
eða panik meðal fólks.
Vill rafmagnsstjóri útskýra nánar,
hvernig ástandið verður í rafmagnsmál-
um og hvaða leiðir sé hægt að fara, til
að bæta úr því, ef þessi mannvirki eyði-
leggjast í hraunflóðinu? “
Rafmagnsstjóri stóð hægt upp, og virt-
ist áhyggjufullur og vandræðalegur á
svipinn.
„Satt bezt að segja, þá hefur aldrei
verið gert ráð fyrir því, að þetta kæmi
fyrir, annað hvort af athugunarleysi, eða
vegna þess að því hefur verið treyst að
þetta gæti ekki skeð. Þess vegna er í
rauninni engin áætlun til um hvað gera
skuli í þessu eða svipuðu tilfelli.
Eins og ég sagði áðan, þá mun allt
rafmagn fara af bænum og Suðurnesjum,
Framhald á hls. 41.
VIKAN 5. tbl.
19