Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 7
Lífskjaramark... Kæra Vika! Ég má til með að þakka þér með nokkrum fátæklegum orð- um. Ég hef verið sölumaður hjá fyrirtæki hér í bænum og held, að ég hafi staðið mig frekar vel. En kallinn, sem á fyrirtækið, er heldur íhaldssamur í peninga- málum og ég var búinn að gera margar árangurslausar tilraunir til að fá kauphækkun. Hann gaf aldrei afsvar, en bað mig að bíða og ég var alveg að gefast upp. Svo birtist í VIKUNNI grein sem hét: „Hvert er lífskjaramark ís- lendinga“. Þar kom það skýrt og greinilega fram, að ung hjón verða að hafa rúmlega fjórtán þúsund krónur á mánuði til þess að geta lifað mannsæmandi lííi og þetta var allt saman rakið með dæmum. Ég fór með blaðið til karisins og bað hann að kíkja á þetta. Hann gerði það og var alveg sammála í aðalatriðum öllu, sem þar var sagt. Hann lét mig meira að segja hafa kaup- hækun strax, ekki bara það sem ég hafði farið fram á, heldur mun meira. Ég var auðvitað af- skaplega feginn og sem sagt: Kærar þakkir. Einn í súpunni. Smekklegt eða hvað? ... Kæra Vika! Ég hef ætlað að skrifa þér mörg undanfarin ár og ástæðan hefur alltaf verið sú hin sama: Jólakortin. Það getur vel verið, að þetta sé allra skemmtilegasti siður, en ég sé það nú ekki samt. Mér finnst jólakort landplága og ég hirði ekki einu sinni að taka upp þau bréf, sem mér berast, ef mig grunar að þau innihaldi aðeins jólakort. Hvers vegna geta vinir og kunningjar ekki notað símann og óskað hverjir öðrum gleðilegra jóla? Ég gæti fallizt á, að jólakort séu notuð, en því aðeins að viðkomapdi það er sendandi — hafi búið kortið til sjálfur. En hvað er ópersónlegra og smekklausara, en kort, sem prentað er í stóru upplagi — og meira að segja með öllum árn- aðaróskunum áprentuðum. Svo þarf bara að setja nafnið sitt undir. Er þetta virlcilega smekk- legt, eða er ég bara skrýtinn sérvitringur? Jón Kristjánsson. •—------- Eins og þú veizt, Jón, er ekki til neins aff rökræiffa smekk. Samt sem áffur: Ef ölíum fjöldanum finnst þaff smekklegt, en þér hins vegar ekki, benda Iílcur til þess, aff þú eigir aff hafa lágt um þig. Þaff gæti verið, aff þú værir sá ósmekklegi. Ég stend sámt meff þér í þessu máli og tek undir skoðun þína, aff áprent- uff jólakort meff einhverjum „standard“ texta, séu í rauninni afar ósmekkleg sending. „Þýzkaragæs“... Kæra Vika! Þannig er mál með vexti, að ég vann eitt ár erlendis, nánar tiltekið í Þýzkalandi. Þar kynnt- ist ég ungri stúlku, sem vann með mér og við opinberuðum trúlofun okkar þegar ég var bú- inn að vinna þar í nokkra mán- uði. Ég skrifaði auðvitað heim um þetta, en pabbi og mamma svöruðu því aldrei eða að minnsta kosti minnstust þau aldrei einu orði á trúlofun mína. Svo þegar ég kem heim með kærustuna núna fyrir skömmu, þá gerist það, að þau vilja hvorki heyra hana né sjá, og ég veit ekki fyrir mitt litla líf, hvað við eigum að gera. Ég hef fengið inni á hóteli til bráðabirgða og ég má koma einn heim, en ekki með kærustuna. Þau segjast ekki ætla sér að fá „einhverja þýzk- aragæs" fyrir tengdadóttur og halda langa fyrirlestra um ódæði Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. Það er eins og þau séu öll kær- ustunni minni að kenna. Hvað er hugsanlegt að gera í svona máli? f von um svar fljótlega. H. K. T. ----Þaff er sannarlega ekki gott aff gefa ráffleggingar í svona máli og væri líklega ráff, að þú snerir þér til prestsins þíns (ef þú veizt þá hver hann er). Prest- ar eiga svo sannariega aff hafa milligöngu í svona viðkvæmum fjölskyldumálum. Annars finnst mér afstaða foreldra þinna afar einstrengingsleg og raunar óverj- andi. Þess vegna skalt þú reyn- ast sá, sem vitiff hefur meira. Komdu þér fyrir og stofnaffu heimili, ef þú vilt eiga stúlkuna og sjáðu síffan til, hvort tíminn kemur ekki vitinu fyrir foreldra þína, þegar þau sjá að hún reyn- ist þér vel. Þrjú skref til að auka og vernda ungleika húðarinnar — eingöngu Yardley. — 1. Djúpt hreinsandi krem; 2. Friskandi andlitsvatn, sem gefur húðinni unglegan blæ; 3. Næringarkrem, sem gerir húðina heilbrigða og silkimjúka; Síðan — lítið í spegil og sjáið hinn undraverða árangur. Fyrlr venjulega og þurra húð: Dry Skin Cleansing Cream. Skin Freshner. Vitamin Skin Food. Fyrir feita húð: Liquefying Cleansing Cream. Astringent Lotion. Vitamin Skin Food. YARDLEY TIL AUKINS YNDISÞOKKA G L Ó B U S h. f. Vatnsstíe: 3. - sími 11555 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.