Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 10
Uppruni og ævi John F. Kennedy Bandarlkjaforseta STRÁKURSEM KOM A ÓVART Ásmundur Einarsson, blm. tók saman - 4. hluti. Enginn hefði getað séð það á John Fitzgerald Kennedy 'og fyrstu kosn- ingabaráttu hans að þar væri á ferðinni maður, sem ætti eftir að verða voldug- ur bingmaður og síðar forseti Bandaríkianna. í samræmi við bandarískar kosningareglur varð Kennedy að taka þátt í prófkosningum til að komast í framboð hjá Demokrötum í ellefta kjördæminu í Boston. Hann hafði, eins og áður er sagt engan fastan samastað í Boston, nema eitt hóteiherbergi. Persónulega þekkti hann fáa. Hann varð að leita út fyrir Boston, raunar út fyrir landamæri Massachusettsríkis, eftir aðstoð og hjálp í kosningabaráttunni. Hann safnaði til sín skólafélögum sínum og her- deildarfélögum hvaðanæva úr Bandaríkjunum. Allt voru þetta ungir og áhuga- samir menn en gersamlega óreyndir í pólitísku tilliti. Honum tókst þó einnig síðar meir að afla sér stuðnings nokkurra ungra manna í Boston, sem allir voru írar. Þessi hópur var leiðandi afl í kosningabaráttu Kennedys, safnaði um sig enn stærri hóp óbreyttra sjáifboðaliða og starfsfólks, sem vann að kosn- ingunni með Kennedy. Þrátt fyrir áhuga sinn var ekki örgrannt um að þeir, sem með Kennedy stóðu efuðust um möguleika hans til að sigra. Framan af kunni Kennedy lítið fyrir sér í þeim aðferðum kosningabaráttunnar, sem íbúar ellefta kjördæmisins þekktu og mátu mest. Hann ar taugaóstyrkur og hikandi í ræðuflutningi. Persóna hans bió yfir lítilli reisn og sannarlega eng- um krafti. Hann kunni ekki að æpa og ýk.ia, hafði ekki yfir að ráða þeirri hávaðamælsku og óbilgirni, sem setti svip sinn á ræður og áróður andstæðinga hans af gamla skólanum. Hann forðaðist persónulegar árásir á andstæðinga sína, minntist varla á þá í lok kosningabaráttunnar, og ræddi málefnalega um það sem stóð hjarta og pyngiu kjósendanna næst. Hann ræddi um at- vinnumál, húsnæðismál, húsaleigu, verðlag, sjúkratryggingar, bætur til upp- gjafahermanna, almannatryggingar og önnur slík lífshagsmunamál kjósendanna. Þetta var út af fyrir sig virðingarvert, en var samt ekki eingöngu það sem kjósendur bjuggust við og áttu að venjast. Ýmsir félagar hans efuðust um, að hann gæti með þessum hætti og vegna unggæðislegs útlits, unnið nauðsynlegan sigur í prófkosningunum. Dag nokkurn átti einn af helztu samstarfsmönnum Kennnedys leið með honum framhjá Maverick Squaere í Boston, en þar söfnuðust einkum innflytj- endur frá Sikiley saman, þegar þeir höfðu ekkert betra að gera. Sikileyjar- mennirnir, harðneskiulegir og fálátir, stóðu dreift um torgið með hendur í vösum, hattana slútandi niðri í augum og horfðu með fyrirlitningu á umhverf- ið. Samstarfsmaður Kennnedys horfði á hann ganga til þessara manna, rétta þeim höndina byria að ræða við þá. Þegar hann sá, að. Kennedy tókst að fá þá til að ræða við sig, jafnvel brosa, og sletta höndunum, þá þóttist hann vita að Kennedy hefði lítið að óttast í kosningunum. Kennedy sjálfur gerði sér hins vegar Ijóst, að hinar hefðbundnu baráttuaðferðir myndu ekki nægja honum til sigurs. Keppinautar Kennedys voru margir, og hann rak sig á þá staðreynd að nafn hans gleymdist jafnvel fyrr en varði, brátt fyrir góðar ræður eða ánægju- legar viðræður, handaband og vinsamlegar kveðjur. Auglýsingar og útvarp myndu heldur ekki duga honum, hugsaði Kennedy. Hvernig átti hann að nálg- ast þær þúsundir fjarlægra kjósenda, sem hirtu lítið um stjórnmál eða var stjórnað af tækifærissinnuðum götupólitíkusum, sem seldu atkvæði þeirra til hæstbjóðanda í bitlingum eða jafnvel beinhörðum peningum. Þá var það sem Kennedy og starfslið hans hóf að skipuleggja kaffi- eða teboð á heimilum víðsvegar um kiördæmið. Þetta var ekki ný aðferð í sjálfu sér, en var öðr- um slíkum tilraunum að bví leyti frábrugðin, að boðin voru fleiri og fjölmenn- ari en hjá nokkrum öðrum frambjóðenda í Boston fyrr eða síðar. Eftir að þeim lauk hafði enginn framjóðendanna komið á fleiri heimili eða hilt jafnmarga væntanlega kjósendur og John F. Kennnedy. Hann var í essinu sínu í þessum heimboðum, hann gekk gleiðbrosandi en dálítið hikandi inn í stofu, töfraði mæður og dætur með brosi sínu og lát- leysi, sat með annan fótinn yfir stólbrík, meðan hann svaraði spurningum. Af og til rölti hann fram í eldhús íbúðarinnar til að Framhald á bls. 30. jQ _ VXKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.