Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.02.1964, Qupperneq 31

Vikan - 20.02.1964, Qupperneq 31
vann yfirburSasigur, krækti sér í 42 prósent greiddra atkvæða, sem er mjög mikið í 10 manna kapp- hlaupi um framboð. Kennedy tók sigrinum með jafnaðargeði, en Honey Fitz, afi hans, dansaði írskan dans uppi á borði, fjör- gamall maðurinn, og söng „Sweet Adeline“ hástöfum. Með sigri sínum tryggði Kenn- edy sér að verða frambjóðandi Demokrata í ellefta kjördæminu og jafnframt þingmannssæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demokratar réðu lög- um og lofum í kjördæminu. Þrátt fyrir þetta héldu andstæðingar hans áfram að rægja hann og svívirða með allskyns ásökunum, að vísu fremur til að sætta sjálfa sig við ósigurinn, að því er virtist, heldur en að koma Kenn- edy á kné, enda var það vonlaust úr þessu. Og meðan Kennedy bauð sig fram til fulltrúadeild- arinnar í kjördæminu þýddi eng- um að etja kapp við hann. Yfir- burðir hans fóru vaxandi með hverjum kosningum, og komu síðan glögglega í ljós þegar hann ákvað loks að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 1952. Kennedy var aðeins 29 ára gamall þegar hann tók sæti sitt í fulltrúadeildinni, í janúar, 1947. Hann virtist mörgum órum yngri en hann var, feiminn, með drengjalegt bros, mikið hár og strákslega líkamsbyggingu. Menn veittu honum litla athygli í fyrstu. Hann var ekki eina af- sprengi frægrar og ríkrar ættar, starfandi í stjórnmálum Was- hingtonborgar. Sú saga er sögð að margir hafi villzt á Kennedy og lyftudrengnum, en þessu neit- aði hann með öllu. Hins vegar vissi hann vel, að hann var ekki tekinn alvarlegá, hvað sem hann sagði, og meginástæðan var ef- laust sú að hann hagaði sér tæp- lega eins og háttvirtum þing- manni ætti að sæma. Hann átti það til að birtast í sölum þings- ins klæddur gallabuxum úr khaki, í ópressuðum jakka, með blettótt bindi og skyrtuna upp úr buxunum. Þetta kom ekki til af tilgerð hjá honum, heldur af þeirri áráttu hans, að grípa til þess sem næst var, er hann klæddi sig á morgnana. Það var ekki vegna fyrirlitningar eða til að móðga hann, að eldri þing- menn ávörpuðu hann stundum, „stráksi minn“, það var ekki nema eðlilegt eins og útliti hans var háttað. Kennnedy átti heldur ekki auðvelt með að gefa sig alian að þingstörfum. Hann hafði enn gaman af íþróttum og gerði sér stundum til dægrastyttingar að taka þátt í boltaleikjum nær- staddra unglinga, sem vissu ekki að hann var þingmaður. Hann eyddi kvöldum sínum ýmist í kvikmyndahúsum, við lestur heima hjá sér, eða á skemmti- stöðum með stúlkum og einstaka ókvæntum félögum úr fulltrúa- deildinni. Stundum kom móðir hans í heimsókn til Washington að líta eftir umgengni og líferni sonarins, en faðir hans kom sjaldan til skrifstofu hans eða heimilis, en ræddi þeim mun oft- ar við hann í síma. Framan af var ekki sérlega annríkt í þingskrifstofu Kenn- edys. En þegar kjósendur kom- ust að því, hve greiðlega gekk að fá þingmanninn til að gera greiða eða hjáipa í vandræðum, fylltist biðstofa Kennedys. Dag eftir dag streymdu menn til skrifstofu hans, en þegar hann varð þreyttur á umstanginu læddist hann út um hliðardyr, tók nokkra sundspretti eða fór í gönguferð, og kom síðan aftur og hélt áfram móttöku eins og ekkert hefði í skorizt. Afstaða Kennedys til einstakra mála í þinginu miðaðist fyrst og fremst við að koma á félagsleg- um umbótum. Hann hafði að vísu ekki enn lagt allan grundvöllinn að stjórnmálastefnu sinni. Hann hafði tekið ákveðna afstöðu í launamálum, tryggingamálum, húsnæðismálum og verðlagsmál- um, en lét ýmsar aðstæður á hverjum tíma ráða afstöðu sinni til annarra mála. f meginatriðum fylgdi hann þó þeirri stefnu sem Roosevelt hafði mótað og kölluð var New Deal og Fair Deal, — stefnu Trumans. En eftir því sem hann kynntist málum betur og skoðanir hans mótuðust í fast- ara form varð starfsemi hans í þinginu meiri. Hann tók upp ákafa baráttu fyrir umbótum á húsnæðismálalöggjöfinni, fyrir auknum bótum til uppgjafaher- manna og gekk þó stundum svo langt í baráttu sinni, að gagn- rýna ýmis stærstu samtök Banda- ríkjanna, eða öllu heldur stjórn- ir þeirra fyrir stefnu þeirra. Þetta þótti þingmönnum, sem fæstir þorðu að ganga jafnlangt, bíræfni í „stráknum“ en sá mikli fjöldi bréfa, sem barst á skrif- stofu Kennedys staðfesti að gagn- rýni hans naut eftirtektar og stuðnings kjósendanna. Þetta færði Kennedy heim sanninn um að pólitísk dirfska hefði fleiri kosti en ókosti. Áhættuspil af þessu tagi átti síðar eftir að ein- kenna starfsemi John Kennedys í öldungadeildinni og forsetaem- bættinu, og afla honum virðingar og aðdáunar, vegna þeirrar ein- urðar og hugrekkis, sem lýsti sér í þessu. En þegar hann sneri sér að forsetanum í Hvíta húsinu, Harry S. Truman, og gagnrýndi utan- ríkisstefnu hans á árunum 1948— 1949, veltu menn vöngum yfir því hvað lægi á bak við árásir BEINT í MARK VIKAN 8. tbl. 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.