Vikan - 20.02.1964, Side 43
I
helgar sig fegrun augnanna EINGÖNGU
Maybelline býður yður allt til augnfegrunar — gæðin óviðjafnan-
Icg — yið ótrúlega lágu verði .. . undursamlegt úrval lita
sem gæða augu yðar töfrabliki. Þess vegna er Maybelline
ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins heillandi og henni
var ætlað. Sérgrein Maybellinc er fegurð augnanna.
A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnalitari f
sjö litum.
B - Augnskuggakrem í 6 litum.
C - Vatnsekta „Magic Mascara" með fjaðrabursta
í fjórum litum.
D - Sterk Mascara í 4 litum — litlar og meðal-
stærðir.
E - Mascarakrem f 4 blæbrigðum — litlar og
meðalstærðir.
F - Vatnsekta augnlfnulitari í 8 litum.
G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraður, f
6 litum.
H - Lítill augnabrúnalitari í 8 Iitum.
I - Fullkominn augnháraUðari.
in og geirvörturnar svo útstæð-
ar og stinnar, að maður gat
meitt sig á þeim; leikurinn létt-
ur og glettinn, en brennandi og
ofsafenginn undir lokin.
Og svo var það Anglia, nokkr-
um dögum síðar. Kannski tók
hún báðum hinum fram. Ráð-
gáta. Eitthvað dularfullt, sem
ógerlegt reyndist að hafa hend-
ur á. Mjúk og fim, bæði andlega
og líkamlega, eggjandi og stork-
andi, svo að atlotaleikurinn
breyttist fljótt í hólmgöngu. Og
þegar þau höfðu skvett sér upp
saman, fannast Algernon sem
þau hefðu alls ekki skvett sér
neitt upp. Og eins var um Angliu.
Hún harðneitaði að fara heim og
skoraði á hann í annað einvígi.
Jú, jú --- það varð ekki mikið
úr vísindastörfum það kvöldið ...
Lueille minnti hann á egypsku
kisulíkneskjurnar. Aður en þau
höfðu haft nokkurn tíma til að
kynnazt hvort öðru lítillega,
hafði hún bókstaflega verið bú-
in 'að hremma hann og læsa í
hann klónum, stolt, miskunnar-
laus og vígkæn, eins og hún
vildi leggja hann að velli. Veiði-
köttur, það var rétta nafnið á
Lucille.
En ekkert hefði verið meira
rangnefni á Jenny. Hún minnti
á etruskanskt leirker. Þar var
öllu í hóf stillt, engin tilgerð eða
látalæti, hvorki í hreyfingum né
tali. Hún beið unz hann hafði
lokað dyrunum, og mælti þá
lágt: „Þú ferð varlega að mér,
vona ég“. Að svo mæltu klædd-
ist hún úr hverri spjör og hann
þurfti ekki að hafa fyrir neinu.
Furðulegt, hugsaði Algernon
með sér, eftir að hann hafði þar
að auki kynnzt þeim hinum,
Lauru, Maud, Patriciu, Sadie,
Celeste og Gail. Furðulegt . . .
gat það átt sér stað, að lykillinn
að veru mannsins gegnum ald-
irnar, væri, þegar allt kæmi til
alls, hvorki að finna í sögu hans
né listsköpun, heldur hjá kon-
unni? Þá yrði hann að gera svo
vel og endurskoða allt sitt vís-
indakerfi.
Látum oss íhuga málið . . .
Hvað var það, sem öllum þess-
um stúlkum og konum var sam-
eiginlegt?
Algernon hugleiddi það af öll-
um lífs og sálarkröftum, og við
þær hugleiðingar var sem eitt-
hað tæki að hrærast í djúpum
undirvitundarinnar, fyrst hægt,
en ykist jafnt og þétt unz það
fór sem fellibylur um undirvit-
und hans og síðan yfirvitund, þar
sem það brauzt út í magn-
þrungnu, hvellu hrópi.
„Caesar . . . !“ öskraði hann og
lét lönd og leið jafnt bjöllurofa
sem siðfágun. Og ekki nóg með
það, heldur tók hann sprettinn
út úr skrifstofu sinni fram á
stigapallinn, þar sem hann hróp-
aði hvorki né kallaði, heldur
grenjaði: „Caesar . . .“
„Já, herra . . .“ Það var ekki
að sjá að húsþjóninum brygði
hið minnsta í brún, þar sem hann
gekk hægt og virðulega ofan
stigann til móts við húsbónda
sinn. „Hvað, herra minn?“
„Þessar konur, Caesar“. Og Al-
gernon teygði arminn og benti
vísifingri að honum, eins og
hann hygðist ásaka hann. „Þess-
ar konur, Caesar, sem þú ryður
á diskinn hjá mér . . .“
„Ég mundi ekki nota það orða-
lag, herra minn‘“.
„Jú, sem þú ryður á diskinn
hjá mér. Þær eru ekki vinnu-
stúlkur, kennslukonur, hjúkrun-
arkonur, eða hvað það nú er,
sem þú hefur reynt að telja mér
trú um. Segðu mér nú hið
sanna í málinu. Jú, ég gaf fall-
izt á að María hafi verið stofu-
þerna, en hinar, Caesar? Orð-
færi þeirra og öll framkoma
bendir til annars . . .“
Húsþjónninn var kominn alla
leið ofan stigann. „Þér hafið lög
að mæla, herra minn“, svaraði
hann og brosið staðnaði um var-
ir honum. „Og þar sem þér haf-
ið nú komizt á snoðir um það,
verð ég, því miður, að skrifa
uppsögn mína. Það var einmitt
þetta, sem ég átti við, herra
minn, þegar ég sagði: — mað-
ur veit aldrei . . .“
Það var sem Algernon brygði
nokkuð við þessi svör. „En ég
hef í rauninni ekki komizt að
neinu enn, Caesar. Og mig gildir
einu hverjar þær eru — þær eru
dásamlegar, allar saman, og veita
mér óumræðilegan unað og end-
urnæringu. Það er því ekki
minnsta ástæða til þess fyrir þig
að fara úr vistinni“, sagði hann.
Húsþjóninn brosti enn. „Haf-
ið engar áhyggjur af því, herra
minn. Ég sem fasta áætlun fyrir
yður. Þær koma til yðar, fram-
vegis sem hingað til“.
„Þó að þér farið? Hvaða kon-
ur eru þetta? Ætlið þér ekki að
trúa mér fyrir því, hvað hér er
á seyði?“
,.Að sjálfsögðu, herra minn“.
Caesar brosti enn og kinkaði
nú kolli þar að auki. „Fyrir
nokkrum árum komst ég að þeirri
niðurstöðu, herra minn, að við
karlmennirnir séum haldnir
þeirri hættulegu blekkingu, að
við eingöngu girnumst líkamleg
mök við hitt kynið — við séum
áleitnir af fýsn, en konurnar
meira og minna frábitnar öllu
slíku, þó að þær láti undan síga
fyrir ásókn okkar og fortölum.
En þar sem ég vann sem hús-
þjónn hjá göfugu fólki, auðugu
fólki og menntuðu fólki og
frægu, þá komst ég ekki hjá að
sannfærast um það, að þessu er
tíðum öfugt farið — það eru ein-
mitt konurnar, sem þjást af fýsn,
en geta þá ekki nærri alltaf feng-
ið henni fullnægt, herra minn“.
,,Og þá datt mér í hug, að ef
til vill gæti ég veitt þessum kon-
um þýðingarmikla aðstoð, með
því að hafa uppi á því, sem þær
leituðu að. Það sem viðurhluta-
mest var í því sambandi, herra
minn, var alger þagmælska
þeirra karlmanna, sem tækju að
sér framkvæmd aðstoðarinnar.
Auðvitað kröfðust. konurnar
þess, að þær hefðu ekkert að
óttast hvað það snerti. Margar
af þeim eru giftar, herra minn,
en eiginmenn þeirra annaðhvort
liðléttingar, eða þær eru haldnar
svo sterkri fýsn, að ekki er nein-
um einum karlmanni ætlandi að
fulnægja henni. Já, og orsakirn-
ar eru fleiri, herra minn, en ég
hef ekki leyfi til að ræða það
nánar. Ég athugaði þetta vanda-
mál lengi og nákvæmlega, og
komst loks að þeirri niðurstöðu,
að ef mér tækist eingöngu að ná
sambandi við þá karlmenn, sem
væru tilleiðanlegir, og sem ég —
og þó einkum konurnar — gætu
fyllilega treyst, þá mundi ég geta
komið á stofn einskonar miðlun
— þér skiljið hvað ég á við,
„Hver fjandinn", varð Algern-
on að orði; og varð dálítið undr-
andi yfir því orðavali sínu sjálf-
ur, því að venjulega sagði hann,
„ég skil“, þegar svipað bar við.
„María — já, hún er auðvitað
einkonar tilraunastjóri, eins og
þér munuð skilja nú, herra minn.
Hún starfar á mínum vegum,
og kemst að raun um það fyrir
mig, hvort að viðkomandi karl-
menn séu hæfir til hjálparstarf-
seminnar, en ég reyni að komast
að raun um hvort þagmælsku
þeirra sé að treysta“.
„Og svo greiða þessar konur
yður fé fyrir milligönguna, er
eki svo? Þaðan hafið þér mest
laun yðar?“
„Já, herra minn“. Húsþjónn-
inn horfðist í augu við hann, og
gerði hvorki að blikna né blána.
.,En þér verðið að viuðrkenna
það, herra minn, að ég inni af
höndum göfugt starf í þágu
mannkynsins. Fyrir bragðið gefst
einmana, en mikilhæfum mönn-
um eins og yður, herra minn,
tækifæri til að skvetta sér upp,
og afkasta síðan meiru fyrir
bragðið. Og konunum kemur
þetta ekki síður vel, herra minn“.
Algernon hugleiddi þessi rök
andartak, en gat ekki gert það
upp við sig, hvort hann átti að
fallast á þau eða ekki. ,Ég mundi
kalla þetta þjónustu til hagræð-
ingar á mannlegum örlögum“,
sagði húsþjónninn, Caesar West-
clock.
Það voru næstsíðustu orðin,
sem hann sagði í þessari vist. Þau
síðustu sagði hann, þegar hann
bar ferðatöskurnar út á dyra-
þrepið: „Þér munið það svo,
herra minn, að Iris kemur annað
kvöld klukkan niu“.
Algernon kinkaði kolli. Auð-
vitað. Iris . . . ímynd Venusar,
áður en sú gyðja handleggsbrotn-
aði fyrir hrottaskap þeirra róm-
versku . . .
VIKAN 8. tbl. —