Vikan


Vikan - 20.02.1964, Síða 49

Vikan - 20.02.1964, Síða 49
brögð held ég að þeir aðhyll- ist ekki. Þeir nenna því ekki.“ Þá spyr ég um búskapinn. „Árið 1956 keypti ég jörð hér í nágrenninu, Riverside. Hún kostaði þá sem svarar 15 þúsund pundum enskum. Ég ræktaði og vann af kappi og jörðin batn- aði. Ég seldi hana í siðastliðn- um júnímánuði fyrir 100 þúsund pund og keypti þessa jörð hérna fyrir 16 þúsund pund. Nú hafa mér verið boðin 30 þúsund fyrir hana. En ég sel ekki að sinni. Fyrst rækta ég. Svo sér maður til.“ Hvers vegna þessi hækkun? „Jú, ég skal segja þér, að hér var fyrrum malaríusvæði, en stjórnin hefir nú eytt flugunum. Jörðin er frjósöm og það hefir komið i ljós, að ávaxtarækt er mjög arðvænleg hér. Hið eina, sem að er hér er það, að okkur skortir vatn. Þvi er dælt hérna úr ánni og ástæðan til þess að ég seldi Riverside var m. a. sú, að mér þótti vatnsskammtur jarðarinnar fulllítill, að þvi ó- gleymdu að mér þykir gaman að glima við eitthvað nýtt. Hér fæ ég ineira vatn.“ Ég bið Costa að lofa mér að líta á ávaxtaekrurnar hans. „Það er ekkert gaman að þvi“ segir hann, en komdu með mér út að Riverside. Þar er allt í blóma. Ég er nefnilega rétt að hefja ræktunina hér, og þess vegna er eiginlega ekkert enn að sjá nema,nng ávaxtatré.“ Við ókum út að Riverside í spánnýjum Plymoutli. Stærð jarðarinnar er 140 hektarar. Af þeim eru 80 ræktaðir. Við ókum eftir vegum, sem liggja milli þéttsetinna akra af appelsínu- trjám. „Aðaluppskeran verður í marzmánuði“ sagði Jósep. Hann var bersýnilega hreykinn, þegar liann benti mér á þessa blóm- legu akra, þar sem liinir ungu ávextir liéngu á trjánum. „Ég gróðursetti þessi tré sjálfur,“ sagði hann. „Hér var elckert nema órækt tóm, þegar ég kom hingað.“ Um 90 hundraðshlutar fram- leiðslunnar eru appelsínur. Hitt er „grape-fruit“ mandarínur og mango. Þarna var hópur Svertingja að úða tré. Þeir stóðu og mös- uðu, en tóku strax til við að vinna þegar þeir urðu okkar varir. Nokkrar konur voru að pæla. „Þær eru ekki eins latar þess- ar 'og' þú sagðir mér?“ „Stöku sinnum fáum við þær í lausavinnu. En það er litið lið í þeim.“ „Daglaunin?“ „Tuttugu cent“ svaraði hann. Það jafngildir 12 íslenzkurn krónum. Við ökum niður að kofum vinnumannanna. Þeir eru með nokkru millibili. Allir eru þeir afmarkaðir með strágirðingu, Glæsilegt svefnherbergissett úr tekk og palisander Rúmgaflar í þremur mismunandi gerðum MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA HÍBÝLAPRÝÐI H.F. fSÍMI 38177 sem fest er á granna staura. Á henni er opið hlið. Við göngum inn fyrir. Tveir kofar eru innau girðingarinnar. Framan þeirra á opnu svæði logar eldur á leir- gólfi. Fjórir langir múrsteinar liafa verið lagðir í kross. Spýtur hafa verið lagðar yfir opið milli þeirra. Iíona bograr yfir spýt- uuum og blæs í glóð, sem er und- ir þeim. Hún réttir sig upp, þegar við komum inn fyrir. Ilún er i ljósri treyju. Yfir hana liggur dökkleitt léreft, sem hylur neðri hluta líkamans. Þetta er ung kona, sennilega langt innan tví- tugs. Hún er ólétt. Við aðrar kofadyrnar stendur eldri kona. Hún er að skafa pott. í liinum dyrunum stendur barn, sennilega þriggja ára. Það er kviknakið. Konan með pottinn er í kjólgopa. Costa gerir grein fyrir erindi okkar. Hann talar afrikaan. Á svæðinu framan kofadyranna cru nokkrir pottar. Einn þeirra er með hvítu degi. Það rýkur upp úr því. „Þær eru að mat- reiða „mealiemeal“ segir Costa. Lítill maður með yfirskegg kemur inn fyrir girðinguna. Ég veit ekki um aldur hans, en mér sýnist að hann liljóti að vera kominn liátt á fimmtugsaldur. Hann er berfættur, klæddur i bættar stuttbuxur og gráa lér- eftsskyrtu. Þetta er eiginmaður- inn. Konurnar eru tvær, börnin fjögur. Eldri konan býr í kofan- um til hægri. Unga konan ólétta í liinum. Ég mæli svæðið innan girðing- arinnar. Það er 8x6 metrar. Kofarnir eru innan þessa hrings. Konan eldri heldur áfram að skafa pottinn. „Sameiginlegt mötuneyti?“ „Nei. Hér liefir hver kona sinn pott.“ Hæna álpast inn á þetta leik- svið. „Hænsni?“ „Fjölskyldan á fjórar pútur.“ „Mega þau rækta grænmeti eða kartöflur ef þau vilja. „Velkomið, en enginn nennir að eiga við það.“ Ég spyr, hvort ég megi líta inn í kofana. Það er velkomið. Veggfletir eru 3x3 metrar. Vegghæð ca. 1,80 cm„ keilulaga stráþak, toppur ca. 5 metra liár. Gólf eru úr þéttum leir, slétt og lirein. í kofa óléttu konunnar stóðu tvær samanvafðar bast- mottur upp við vegg. í hinum kofanum var engar mottur að sjá. Þetta voru undirsængur. í báðum kofunum voru nokkrar kartöflur i hrúgu við veggina. í öðrum kofanum stóðu verka- mannaskór á gólfi. í báðum kof- unum voru snúrur strengdar yf- ir gólf innanverð. Þar liéngu teppi og einhvers konar fatn- aður. Allt var fólkið i góðum holdum. Barnið var spikfeitt. VIKAN 8. tbl. — 40

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.