Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 7
MENNINGARSJÓÐUR — ■—■ -— Satt að segja er mér ekki fyllilega kunnugt um á hverju stendur. Ef ég man rétt, voru ekki allir sammála um hvernig ætti að framkvæma þetta, og sennitega stendur á samningum við verzlunarfólk í sambandi við breyttan vinnu- tíma. Vonandi kemur að þessu bráðtega, því það er vafalaust vilji allra neytenda, að einhver breyting verði á til batnaðar. En um heimilisföng .. . Kæri Póstur! Ég ætla að byrja með að þakka þér fyrir allt gott, sem þú hefur birt, og allt, sem birzt hefur í VIKUNNI. Það er orðið ægilega gaman að Jesa VIKUNA, þó að hægt sé að gera betur. En verð- ur að bíða síns tíma. Nú, jæja, ég ætla þá að koma mér að efn- inu. Ég er fimmtán ára mennt- skælingur, og hef mjög mikinn áhuga á dansmúsik. Nú lang- ar mig að biðja þig, kæri Póst- ur, að reyna að fá heimilisföng þeirra Chubby Checkers og Elvis Presleys, og annað hvort birta þau í Póstinum, eða ef þú vild- ir ómaka þig við að senda mér þau. Ég ætla að biðja þig að vera svolítið snar með svarið, þó að um „dægurlagasöngvara" sé að ræða, eða „15 ára ungling". Ég vona að þú skiljir merkingu setningarinnar. Snúðu nú ekki út úr fyrir mér. Hvernig væri að koma með leikaraþátt í VIKUNNI, og jafnvel augiýsingar eftir penna- vinum. Með fyrirfram þökk fyrir svar. H. Andrés Harðarson Helgamagrastræti 34, Akureyri. --------Ég er ekki að snúa út úr fyrir þér, Andrés minn, þótt ég- svari þér ekki spurningunni. Þú átt að vita það, ef þú hefur lesið VIKUNA að staðaldri, að við birtum EKKI heimilisföng neinna leikara, söngvara né yfir- leitt annarra erlendra manna. Auðvitað mundum við geta feng- ið þessi heimilsföng, en við höf- um engan áhuga, og blaðið yrði eftir stuttan tíma ekkert nema heimilsföng Ieikara og söngvara og svo framvegis. Ég vona að þú skiljir merkingu setningar- innar. Félagsbækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1963 hafa nú verið sendar umboðsmönnum um land allt. Afgreiðsla félagsbóka til áskrifenda í Reykjavík fer fram í Bókabúð Menningar- sjóðs, Hverfisgötu 21. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir að vitja bóka sinna sem fyrst. Þeir ættu að kynna sér bókaútgáfu vora á árinu 1963 og hagnýta valfrelsið, meðan allar bækurnar eru fáanlegar. Upp- lag sumra aukabókanna er mjög takmarkað, enda má búast við að einhverjar þeirra seljist upp fyrr en varir. Auk sérstaklega hagstæðs verðlags á föstum félagsbókum gefst félagsmönnum kost- ur á að fá allar aðrar útgáfubækur vorar, nýjar og gamlar með 20% afslætti frá útsöluverði. ÚTGÁFUBÆKUR VORAR ÁRIÐ 1963 VORU ÞESSAR: ANDVARI. — ALMANAK fyrir árið 1964. AFItÍKA, ný bók í flokknum „Lönd og lýðir“. Höfundur: Guðrún Ólafsdóttir. RÓMAVELDI, stórt og afburða vel skrifað rit eftir bandariska sagnfræðinginn Will Durant, Jónas Kristjánsson, cand mag. íslenzkaði. — Útsöluverð kr. 320,00. KONUIt SEGJA FRÁ, frásöguþættir, minningar, scigur og ljóð eftir 16 konur. — Útsöluverð kr. 225,00. ANNA RÓS, ný skáldsaga eflir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. — Útsöluverð kr. 210,00. LANDSVÍSUR, ný ljóðabók eftir Guðmund Böðvarsson. Með teikningum eftir Hörð Ágústsson. Útsöluverð kr. 200,00. CÍSEItÓ og samtíð hans. Safn ritgerða um klassísk fræði eftir dr. Jón Gíslason. Útsöluverð kr. 140,00. FERHENDA, visnakver eftir Kristján Ólason. Útsöluverð kr. 140,00. FRÖNSK LJÓÐ, Jón Óskar þýddi. — Útsöluverð kr. 140,00. UM SKJÖLDUNGASÖGU, eftir dr. Bjarna Guðnason, prófessor. — Útsöluverð kr. 225,00. ÆSIR OG VARNIR, eftir Ólaf Briem magister. — Útsöluverð kr. 80,00. ÍSLENZK ORÐABÓK handa skólum og almenningi. Aðalhöfundur Árni Böðvarsson. — Útsciluverð kr. 700,00. Félagsmenn fá 20% afslált af útsöluverði allra útgáfubóka vorra, gamalla og nýrra. — Allir bókamenn ættu að kynna sér þau kostakjör, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs býður þeim. — Nýir áskrifendur eru beðnir að snúa sér til afgreiðslu vorrar, Hvefis- gölu 21 í Reykjavík, símar 10282 og 13652. handa skólum og almenningi fæst nú aftur hjá bóksölum og beint frá útgefanda. MENNINGARSJÓÐUR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.