Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 8
b' . A RETTRI HILLU ? Liklega er fátt leiðinlegra en vera á rangri hillu. I rauninni er þeim mönn- urn ævin ónýt, sem ekki lenda á réttri liillu. Þó er ekki þar með sagt, að þeir hafi lifað til einskis, því menn geta untiið mbrg þjóðþrifastörf á sinní rongu hiliu, þótt þeir finni aldrei sjálf sitt. Okkar þjóðfélag er ekki stórt, en at- vínnuleysi hefur ekki veríö hér ríkj- andi í rúm tuttugu ár, og menn hafa yfirleitt átt tiltölulega greiðan aðgang að þeirri menntun, sem þeir hafa vilj- að. Þess vegna ættu fáir að vera á rangri hillu hér. Þó eru þeir sjálfsagt toluvert margir, sem heldur kysu að hata annað lifsstarf, en það sem þeir nú hafa með höndum. VIKAN sneri sértil ellefu aðila og lagði fyrir þá spurningu varðandi þetta efní, og svöruðu allir góðfúslega nema eirm. Samkværnt svörurium, sem við feng- nin, eru 50% á réttri hillu, eða jafn- vel 60%, því eitt svarið er svo loðið, aó það er varla hægt að nota það í statistík. Þar með er þó ekki sagt, að luu 50 eöa 40 prósentin séu á rarigri hillii, þótt þau gaitu allt eins hugsað sér að vera á annarri hillu. Við veró- iuii þvi aö áiykta, að hilluskipuri okk- ar þjóðfélags sé nokkuð góð, miðað við tólksfjölda. Spurningin var þanmg orðuö: Hvaða embætti eða starf þjóðfélags- ms þætti yöur girnilegast, og hvaða slarl rnynduð þér sízt velja yður, ef þéi ættuð frjálst val? Og í'ér koiúa svörin: Q — VIKAN 9.' tbl. Jónas Jónasson úívarpsmaður Ég get ekki nieð nokkru móti komið auga á starfa, sem muni vekja mér meiri gleði en minn, sem er að gera marg- víslega útvarpsþætti. Tilbreytingin er óendanleg. Skammirnar, sem maður fær, skemmtilega fjölbreyttar, og ljúf orð eru sem músík í eyrum. Þó skal játað, að í eina tíð átti ég mér iítið bugarfóstur, sem aldrei náði að þroskast. Það var lilvonandi bóndi á góðri jörð norður i cölum Þingeyjarsýslu, hvar urriðinn vakir i ám, spóinn kal'ar á elskuna sina á lyngskreyttum heiðum, lömbin lioppa og skoppa af lífsgleði og hagamúsin skýzt yfir götu manns. Þau störf, sem maður liefur ekki unnið, getur maður ekki lagt dóm á. Ég vildi t. d. alls ekki vera forseti eða ráðherra. Þó hljóta þessi slörf að vera intressant og Framli. á bls. 48. I Kristján Hafliðason fulltrúi Mig mundi helzt langa til að vera þingmaður. Það er af því, að mér finnst svo gaman að raða sam- an tölum og fá alltaf þá útkomu, sem manni lientar, bara ef maður raðar tölunum rétt. Hitt er svo sannfæringarmál, að ég vildi sízt af öllu vera verðlagssljóri, því að það að sjá um, að úrellum reglum og skaðlegum fyrir þjóðarbúið i heild sé framfylgt, er ekki eftirsókuarvert starf. Þóroddur Sigurðsson vatnsveitustjöpi Kg ólsl upp við landbúnaðarstörf og fiskveiðar í litlu sjávarþorpi, um það leyti, sem vélamenningin var að festa rætur í íslenzku at- vinnulífi. Scm „ungur liugsjóna- maður“ ákvað ég að nema véla- verkfræði og hef ekki ennþá iðr- azt þess. í „auðvaldsþjóðskipulagi“ er það flestra draumur að verða „sjálf- stæður", l. d. að stofna verksmiðju í bílskúrnum, en úr því sem komið er verð ég sennilega launþegi til æviloka og safna aðeins fé í líf- eyrissjóð. Hefði ég hug á því að skipta um starf, myndi ég hafa í liuga kaupið og ánægjuna, sem starfið veitir. í þjóðfélagi okkar eru mörg Parkinsonembætti, og mundi ég balda að í þeim flokki væru þau störf, sem ég myndi sízt kjósa mér. Hugsum okkur bankastjórafjöld- ann í Reykjavík. Einhvern tíma heyrði ég töluna 33 nefnda i sam- bandi við þá. Framh. á bls. 48. Karl Egilsson bifreiðastjöri Helzt vildi ég fá einhverja vinnu með átta stunda vinnu- degi, sem gæfi nægilega af sér lil þess að ég gæti fram- fleytt mér og fjölskyldu minni. Ég man raunar ekki eftir neinu einu starfi, en mér liefur oft dottið í hug, hvort ekki myndi borga sig að ráða nokkra menn lil þess að aka um bæinn og fara á vinnustaði, til þess að reyna að koma i vcg fyrir slys. Maður sér oft járnplötur, sem slysaliætta getur staðað af, liggjandi við hús eða á víðavangi, eða illa frágengna stillansa og ýmislegt þess háttar, sem getur vald- ið slysum. Mörg slík slys hlyti að vera hægt að koma í veg fyrir, ef til þess valdir menn væru á ferðinni til þess að sjá við þeim í tælca tíð. Ég býst við, að mér myndi líða vel i svona slarfi. Framb. á bls. 48. VIKAN 9. tbl. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.