Vikan


Vikan - 27.02.1964, Side 14

Vikan - 27.02.1964, Side 14
SYSTIR HELENA _ VIKAN 9. tbl. við förum í skoðunarleiðangra snemma á morgn- ana. Skoðum mannvirki forn, söfn og kirkjur. Klukkan tvö borðuðum við saman á hótelinu. Síð- an ræður hver sínum gerðum til næsta morguns. Þetta gefst ágætlega. Hver um sig í hópnum á sín sér-áhugamál, sem hann getur sinnt síð- degis. Aðeins á morgun hefur verið gerð und- antekning. Við eigum að eyða öllum deginum í Péturskirkjunni og páfaríkinu — Citta del Vati- cano. Daginn eftir er frídagur og hver sjálfráður sinna gerða. Snemma næsta morguns sitjum við að morgun- verði. Nú á að halda til Citta del Vaticano. Ég sit út við borð einn sér og er að glugga í lýsingu á Péturskirkju meðan ég borða. Allt í einu stendur gestastjóri hótelsins við borð mitt og býður góðan dag. — Mig langar til að biðja yður um að gera okkur persónulega dálítinn greiða, segir hann. Þér afsakið, en ég bið yður að minnsta kosti að athuga möguleikana á því. Mér datt þetta svona í hug. — Velkomið, ef það er eitthvað, sem ég gæti gert. — Þið hafið þrjá stóra bíla til umráða, er ekki svo? — Rétt. Það eru tvö sæti umfram í mínum bíl. — Sá það einmitt í gær, þegar þér komuð heim. Það er einmitt af því, sem þér gætuð gert mér greiða. — — Hvernig? — Jú, það kom stúlka til okkar frá Rio de Janeiro í gær, mjög yndisleg stúlka, ungfrú Vittoria Casale. Hún er ein síns liðs. Hana langar að sjá sem mest af borginni, hefur auk þess trúar- legar skyldur að rækja. En þetta er dálítið erfitt og dýrt fyrir stúlku, sem er ein síns liðs. Mér datt í hug, hvort þér vilduð ekki lofa henni að slást í yðar hóp, nota annað auða sætið í bílnum. — Mjög yndisleg stúlka, talar reiprennandi ensku! Hann hélt þessa ræðu með öllum líkamanum, iðaði allur af áhuga. Það var ekki annað að sjá, en að hann langaði mjög til þess að gera stúlkunni greiða, eða mér, eða hver veit hverjum. Og þetta var svo sem ekki amalegt tilboð. Hver myndi ekki kjósa sér mjög yndislega stúltu að ferðafélaga og skjlóstæðingi í Róm nokkra unaðslega haustdaga? En hér var nú samt hængur á. Fyrirgefið, sagði ég. — ég ræð engu um þetta. Ég er ekki fararstjórinn. Þér verðið að tala við fararstjórann, dr. Duesund. Að sjálfsögðu, herra! En ég er þegar búinn að tala við dr. Duesund. Hann segir, að þér ráðið þessu alveg sjálfur. Lausu sætin séu í yðar bíl. Biðjið dr. Duesund að finna mig. Hann skeiðaði yfir að borðinu til fararstjórans. Vonum bráðar komu þeir báðir að borðinu til mín. - Þér vitið hvað um er að ræða, dr. Duesund. Á ég að taka stúlkuna? Er það ekki? Hún er ein síns liðs og sögð mjög yndisleg. Annars ráðið þér því alveg sjálfur. Það er velkomið mín vegna. — Á hún að greiða fyrir þátttöku í ferðalögum okkar? Hann brosti glettnislega. Við erum hér í Róm, borg guðsþakkarverk- anna — nei, ætli það? Nei, hún á ekkert að borga, nema þá fyrirhöfn, sem þér kynnuð að hafa fyrir henni og venjulega þóknun til leiðsögumannsins. Þannig réðist það, að Signora Vittoria Casale frá Rio de Janeiro, varð skjólstæðingur minn og félagi nokkra sólbjarta haustdaga í Róm. Og kenndi mér lexíu, sem ég gleymi aldrei. II. Jú, það voru engar ýkjur, Signora Vittoria Casale var mjög yndisleg stúlka. Hún var fremur há vexti, jörp á hár, létt í spori, glaðleg á svip. Hún var klædd snoturri, grárri ferðadragt, mjög synrtileg án íburðar. Eini dýri hluturinn, sem ég sá í fórum hennar, var kórallahálsfesti, sem hún bar alla daga. Hún talaði í þægilegri lágrödd, hlátur henn- ar hlýr og lágvær, fasið frjálsmannlegt. Með öllu þessu finn ég þó vel, að ég hef eiginlega ekki lýst henni. Það var yfir allri stúlkunni einhver bjartur, svalur hreinleiki, barnslegur, opinskár og einlægur, sem snart mig þegar við fyrstu fundi okkar og jafnan síðan. Og nú eftir mörg ár, er mér þessi svali, bjarti hreinleiki minnilegasti eiginleikinn í fari hennar. Gestastjórinn kom með ungfrú Casale að borði mínu og kynnti okkur með talsverðu orðskríti og viðhöfn, eins og ítala er siður. Lét þess getið, að hún væri boðin í þennan norræna námshóp til allra kynningar- og skoðunarferða í Róm, eftir því sem ungfrúnni þóknaðist. Hún ætti þessa einstöku góðvild að þakka íslendingnum, herra Einarsson, sem byði henni í bíl sinn og myndi þýða fyrir hana á ensku, þar sem skýringar yrðu gefnar á norræna tungu. Sjálfur hefði hann not- ið þeirrar ánægju að verða lítilfjörlegt verk- færi þess, að ungfrúnni byðist þetta einstaka tækifæri, — sem hann þó ætlaðist engan veginn til að yrði munað. Brosti síðan út að eyrum og hneigði sig. Og við brostum bæði. Auðvitað hafði hann krít- að dálítið liðugt og auðvitað var honum ekki alvara með, að hlutdeild hans sjálfs í þessari fyrirgreiðslu yrði gleymd. — Ég er yður ákaflega þakklát, herra Einars- son. Ég vona aðeins, að ég verði yður og félög- um yðar ekki til baga. — Engan veginn ungfrú Casale, þér eruð mjög velkomin í hóp okkar, ef þér getið gert yður félagsskap okkar að góðu. Við förum til Citta del Vaticano eftir 12 mínútur. Getið þér verið til- j búin? — Vissulega! — Ágætt. — Við eyðum öllum deginum þar handan árinnar. Komum ekki hingað aftur fyrr en kl. 6 í kvöld. Hentar það yður? — Alveg fullkomlega! Ég beið hennar í anddyri hótelsins. Þegar út á stéttina kom, kynnti ég ungfrú Casale fyrir ferða- félögum mínum, skýrði frá því, að hún yrði með okkur næstu daga, með samþykkis dr. Duesunds. Það vakti dálitla undrun og olli dálitlu pískri fyrst í stað. Vesalings fólkið — einkum kvenfólk- ið — skildi ekkert í því, hvernig á því gæti staðið, j að íslendingurinn væri allt í einu kominn með ; þessa ungfrú frá Rio de Janeiro sér við hönd. En hver mátti vera að því að grufla út í það? Hér var svo margt til að skoða, sjá og njóta. Ungfrú Casale varð engu af okkur til baga. Hún varð okkur öllum til ánægju með ljúflyndi sínu, hæversku og glöggu greind. Eftir fáeina daga fannst okkur víst öllum, að hún hefði alltaf átt heima í þessum hópi, hefði aldrei mátt missa sig. Og að einu leyti stóð hún betur að vígi um það að skilja Róm, en nokkurt okkar hinn. Hún var kaþólsk. Hún var heima hjá sér í hverri kirkju, á þann hátt, sem við gátum ekki orðið, þó að hún hefði aldrei stigið fæti inn í hana : áður. Ég fann stundum til þess með dálitlum sársauka, að guðfræðin mín var hér minna virði, en trúarleg lotning hennar og innileiki. Og sögu- leg vitneskja skammstigari en þögul innlifun. Ekki svo, að hún hefði um þetta nein orð. En ég fann það, þar sem ég gekk við hlið hennar og horfði með henni á heilaga dóma. Við fórum um marga staði, þar sem það var ótrúlega gott að vera á Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.