Vikan - 27.02.1964, Qupperneq 16
IVIynd af
konu með
gulan hatt
Smásaga eftir
Audrey
Manley-Tucker
Hatturinn í glugganum gerði henni ljóst, hve
óafturkallanlegur skilnaðurinn frá Martin var.
Hatturinn var töfrandi. Hann var úr mimosulitu
tylli, sem huldi til hálfs eina gula rós. Martin
hefði elskað þennan hatt, og hans vegna hefði
hún með glöðu geði losað sig við hvern eyri, til
að borga hið fráleita verð, sem stóð á verðmiðan-
um.
Carolina sneri sér við og gekk hratt í burtu.
Spegilmynd hennar í glugganum hafði sýnt, að
andlit hennar hafði breytzt á einni nóttu. Mjúk
húðin, dökk augun og Ijóst hárið ar það sama,
en gleðin, sem hafði gefið því líf, var á brott.
í dag var andlit hennar ósköp venjulegt.
Það er eitthvað átakanlegt við konu, sem verður
ástfangin í fyrsta sinn tuttugu og níu ára gömul,
sagði Carolina lágt við sjálfa sig og brosti dauf-
lega.
Hún var alin upp á prestsetri úti í sveit. Móðir
hennar hafði dáið, þegar Caroiina var nítján ára,
og eftir það hafði hún dvalið heima og hugsað
um heimilið fyrir föður sinn. Sjö árum síðar
stóð hún ein uppi. Hún byrjaði á námi við verzl-
unarskóla, en þar fannst henni hún vera eins og
fiskur á þurru landi innan um allar ungu stúlk-
urar á örmjóum hælum og í furðulegum fötum.
Hún fann að þeim þótti gott að taia við hana,
vegna þess að hún hlustaði á það sem sagt var,
en hún fann lika, að þær reyndu aldrei að gera
kunningsskapinn að vináttu.
Svo hitti ég Martin, hugsaði hún. Með honum
fann ég frið og gleði, þá átti ég nóg af orðum og
hlátri.
— Því miður verðið þér að sætta yður við
nærveru mína í nokkrar vikur, hafði Martlin
sagt með afsökunarbrosi. Ég á að hafa skrifborðið
mitt hér inni hjá yður, þar til ég tek við nýja
útibúinu í Burr Hill.
— Komið, sagði Martin nokkrum dögum síðar,
það er vor og Gullna gæsin hefur ágætis mat
á boðstólum. Ég reyndi hann í gær.
Hann leiddi hana út úr skrifstofunni, og þau
gengu saman inn í hálfrokkinn og íburðarmikinn
sal Gullnu gæsarinnar.
Hún hlustaði á rödd hans og hugsaði: Ég er ást-
fangin af honum. Og ég er hrædd. Hrædd um að
þetta standi aðeins nokkrar vikur, og síðan verði
ekkert meira.
Nokkrar vikur — eins og fjólurnar og páska-
lijurnar í söluvögnunum á götuhornunum.
Hann bað hana að koma með sér niður að
ströndinni. Gamla feimnin ætlaði að ná tökum
á henni, en glampandi gleði sópaði henni burt
og henni fannst hún vera ung og heimsk. En hún
sagði aðeins lágum rómi:
— Það væri skemmtilegt. Á ég búa út nesti?
Hún hljóp búð úr búð á heimleiðinni, hún var
hamingjusöm, lífið var aftur einhvers virði. Hún