Vikan


Vikan - 27.02.1964, Síða 39

Vikan - 27.02.1964, Síða 39
a<5 norrænir menn hafi liaft lag á að hagnast vel á þeim við- skiptum. Graðungur einn, sem þeir Iíarlsefni áttu, varð til að hinda endi á þau; rann liann beljandi úr skóginum, en Skræl- ingjar vissu eigi Jivað fjanda þar var og flýðu sem fætur toguðu. Sjálfsagt hafa þeir talið liér framkominn illan prett af hálfu komumanna, þvi þremur vikum síðar komu þeir í þriðja sinn og nú i vígaliug. Karlsefni og menn Iians mættu þeim í lendingunni og var nú barizt um hríð, unz Skrælingjar vörp- uðu að víkingum knetti miklum og bláum, á stærð við sauðar- vömb; og lét illilega við er nið- ur kom. Hefur þetta að líkindum verið skinnbelgur, fylltur grjóti, er Jíastað var með valslöngu. Urðu vikingar felmtri lostnir við bombu þessa og lögðu á flótta, en Skrælingjar eltu. Freydís, liálfsystir Leifs heppna, var ein kvenna þeirra, er þar var i fylgd Þorfinns; var liún þá ólétt og því seinfær á flóttanum; drógu Skrælingjar liana fljótt uppi. Kom liún þar að, er einn manna Karlsefnis lá fallinn eftir skot hinna innfæddu, tók upp sverð hans og sló því flötu á brjóst sér nakin; gekk þannig móti hinum rauðu dólgum. Urðu þeir þó óttaslegnir og flýðu. Áræddu vikingar þá að snúa við og pris- uðu Freydísi mjög fyrir hug rekki hennar. Höfðu þeir látið tvo menn aðeins, en fjöldi var fallinn af Skrælingjunum. Þrátt fyrir sigur þennan leizt leiðangursmönnum ekki á að bíða þar frekari viðskipta við Skrælingja, sem vænta mátti að kæniu oftar og þá liðfleiri. Var Annað heftið er nýkomið út með enn fleiri íslenzkum text- um en í fyrsta heftinu. Sendið kr. 25,00 og þið fáið heftið sent um hæl burðargjaldsfrítt. Fyrsta heftið fæst enn, en í því eru m.a. textarnir „Heim- ilisfriður“, „Ef þú giftist mér“ og fleiri. Kostar kr. 25,00. Nýir danslagatextar Box 1208 — Reykjavík þvi siglt norður til Straumfjarð- ar. Þar hafði Guðríður, kona Þorfinns, alið honum son hinn fyrsta vetur ])ar; var hann heit- Inn Snorri. Er hann fyrsti hviti maður, sem skráðar sagnir herma fæddan á meginlandi Ameriku. En þótt rauðir villimenn væru engum til angurs i Straumfirði, var þar fyrir hendi önnur plága verri; í hinu fjölmenna föru- neyti Karlsefnis voru aðeins fá- ar konur, og leið ekki á löngu áður en slíkar erjur sköpuðust út af þeim, að Þorfinnur sá þann kost vænstan að hverfa aftnr til Grænlands. Á leiðinni þangað kom hann við i Marklandi, þar sem menn hans rákust á fimm Skrælingja. Var einn þeirra skeggjaður, tveir voru konnr og íveir börn. Vikingar náðu börn- unum, en liinir komust undan. Er börnin höfðu lært norrænt mál, sögðu þau svo frá, að í öðru landi andspænis þeirra eig- in byggi fólk, sem klæddist hvítum fötum, æpti hástöfum og bæri fyrir sér stangir er hvitar flikur væru bundnar við. Álykt- uðu víkingar að þar væri írland hið mikla eða Hvitramannaland. Af Karlsefni segir svo ekki frek- ar en hann náði farsællega til Grænlands, og settist siðar að á Islandi, þar sem hann varð mjög kynsæll. Boland álitur, að Hóp Karls- efnis sé í Norður-Karólínu, þar sem nú heitir Albemarlc Sound, en Straumfjarðarbúðir hans seg- ir hann verið hafa hvergi nema þar, sem nú er milljónahorgin New York. Holdið er veikt, og aldrei hafa íslenzkkynjaðir menn mátt sanna það fremur en að þessu sinni, er hörgull á kven- legri blíðu hrakti þá á brott frá völlunum við Straumfjörð, þar sem aðrir menn germanskrar ættar grundvölluðu stærstu borg veraldar mörgum öldum siðar. Niðurlag i riæsta blaði. MYND AF KONU MEÐ GULAN HATT FRAMHALD AF BLS. 17. elskaði hana gerði hana stolta og gaf henni aukið sjálfstraust. Stundum hugsaði hún: Hann talar aldrei um framtíðina. En kannski vil ég fá of mikið og of fljótt. Hún fann löngun hans í kossum þeirra. Hann hlaut að vita, að hann hafði breytt öllu lífi hennar, gef- ið því líf og lit, að hún blómstr- aði fyrir hann, um gleðina í huga hennar. En það var lika þægileg til- finning að sjá aðdáunina í aug- um Peters Sutton. -—- Ég ætla að mála þig, sagði hann eitt kvöldið. Komdu. íbúð hans var full af drasli, lérefti og penslum og bókum. Hann ýtti því mesta til hliðar á eldhúsborðinu, svo að þar kæm- ust tveir kaffibollar fyrir, og á meðan gekk hún um og skoðaði málverkin hans. Það voru aðeins línur og fletir og litsterkar kless- ur, og Carolina botnaði ekkert í þeim. Hún sagði honum það, og hann hló að henni. — Hvers vegna málar þú? spurði hún. — Af því að mér þykir það skemmtilegt, sagði hann. Hefði ég haft næga hæfileika, mundi ég kannski hafa ákveðið að svelta fyrir listina, en það hef ég ekki, svo að ég fékk mér vinnu á auglýsingaskrifstofu í staðinn. Hann gaut glettnislega til hennar augunum og athugaði hana um leið. — Þegar ég mála þig, verður það löng blá lína, sem brotnar af grænu, hvítu og appelsínugulu. Hvernig lýst þér á það? - Það hljómar eins og brjál- æði, sagði hún hlæjandi. Þegar hún segði Martin þetta, mundu þau hlæja að því saman, hugsaði hún. Kannski mundi Martin verða svolítið afbrýðis- samur. Hún hugsaði til þess með tilhlökkun. — Hver er hann, sagði Peter blíðlega, maðurinn sem kemur þessum ljóma fram í augum þér? Gaf hann þér rósirnar? — Það er aðeins til einn mað- ur, sagði hún lágt. . — Ekkert autt pláss? spurði Peter glaðlega. Hún hristi höfuðið og hélt áfram að hlæja, því að auðvitað hafði hann sagt þetta að gamni sínu. Henni varð hugsað til þess, sem Martin hafði sagt: Ég hef aldrei fyrr elskað neina eins og ég elska þig, Carolina. — Ég elska þig líka, hafði hún játað, jafn hreinskilnings- lega og hann. Vikumar urðu að dögum, og brátt átti Martin að fara. Það læddist hrollur að Carolinu. VIKAN 9. tbl. — 00

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.