Vikan - 27.02.1964, Síða 43
ASTER
LLaC.lXLtG.
Lancaster Juvenil Skin
er notað sem dagkrem
fyrir viðkvæma húð
|j sem hætt er við ofnæmi.
........ Þetta krem styrkir húð-
ina og gerir hana eðli-
lega. Tilhneigingin til
* ofnæmis minnkar og
88.—.-f|lrírn.-1-f-,1ir hverfur
og bráit
fær húff-
in á sig
blæ æsku
og heil-
brigðis.
O. VALDIMARSSON & HIRST HF.
Skúlagötii 26 — Símar 21670 & 38062
búin að snyrta mig og drekka
kaffi.
Hún var í korngulum jakka-
kjól. með gylltri bryddingu á
ermum og í háls, kórallafestin á
sínum stað. Ég hafði aldrei séð
hana svona skrautbúna.
— Þér eruð mjög fín, ungfrú
Casale. Eigið þér afmæli í dag?
— Nei, það er skírnardagurinn
minn í dag.
Skírnardagurinn hennar! Það
var þess vegna, sem hún bjóst
viðhafnarbúningi. Skyldi nokk-
urri ungfrú á íslandi detta í hug
að klæðast skrautklæðum af því
að það væri skírnardagurinn
hennar? Þessar hugsanir þutu
gegnum vitund mína á meðan
þjónninn kom vínglasinu og kök-
unni fyrir á borðinu.
Ég lyfti glasinu með galdra-
norninni:
— Ég óska yður hamingju,
ungfrú Casale, og blessunar
Guðs!
Við drukkum.
— Eruð þér búinn að ráðstafa
morgundeginum eftir hádegi,
herra Einarsson?
— Nei!
— Þá langar mig ákaflega til
að biðja yður . . .
— Nei, augnablik, ungfrú.
Þetta á að ganga eins og í tafli.
Einn leik í einu. Eruð þér búin
að ráðstafa kvöldinu?
— Nei!
— Ágætt! Hvað var það, sem
yður langaði? Gerið þér svo vel!
Þér eigið leik.
— Mig langaði ákaflega til
þess að biðja yður að koma með
mér í Péturskirkju á morgun og
eyða þar með mér þrem — fjór-
um klukkustundum. Getið þér
það?
— Já, hvenær sem er, eftir
klukkan tvö. Mér er það innileg
ánægja að kveðja Róm á þann
hátt.
— Afráðið?
— Já, segjum klukkan tvö.
— Þakka yður kærlega fyrir.
— Þér hafið ekki ráðstafað
kvöldinu, ungfrú Casale. Viljið
þér gera mér þá ánægju að koma
með mér út á Cinciofjall og
borða með mér? Á eftir getum
við slangrað eitthvað um. Það
er mjög skemmtilegt þar uppi
á kvöldin.
— Mjög gjarnan! Kæra þökk!
— Eigum við að segja eftir
hálftíma?
— Prýðilegt. Ég skal verða til-
búin.
— Þá bíð ég yðar hér.
III.
Við höfðum komið okkur fyrir
í horni á skemmtilegum gilda-
skála uppi á Pinciofjalli, þaðan
sem verulegur hluti af Róm
blasti við eins og marglitt ljóshaf.
Flóðlýstar skrautbyggingar, hall-
ir og kirkjur, bein og hlykkjótt
stræti, eins og glitrandi Ijósbönd,
sem hurfu út í koldimmt, varmt
myrkur. Niður af umferð eins og
fjarlægur brimsúgur. Ilmur af
magnólíu og rósum inn um op-
inn glugga. Það var yndislegt
þarna uppi og mér leið mjög
vel. Við vorum búin að borða.
Ferðaþreytan var liðin hæfilega
langt í burt. Við sátum þögul
yfir kaffinu. Það settist að mér
einhver mjúklát angurværð.
Skyldi mér nokkurntíma framar
auðnast að sjá Róm? Og hvað
myndi verða um þessa yndislegu
stúlku, sem atvikin höfðu trúað
mér fyrir í nokkra daga? Mér
var farið að þykja innilega vænt
um hana, eins og hún væri barn
mitt. Barn mitt? Var það nú
víst? Ég var einmitt á þeim aldri,
þegar menn geta orðið gripnir
af bjálfalegri tilfinningasemi
gagnvart kornungum stúlkum.
Ofurlítil sjálfsprófun væri
kannski ekki úr vegi. — Eitt var
víst: Ég myndi aldrei sjá hana
framar og sennilega Rómaborg
ekki heldur.
— Þér eruð hugsi, fslendingur
vinur.
Ég anzaði eins og maður, sem
kallað er á úr fjarlægð:
— Já, mjög. — Ég var að
hugsa um yður og Rómaborg —
og yður.
Hún brosti sínu einarða, opin-
skáa brosi.
— Mig tvisvar og Rómaborg
einu sinni?
— Luakrétt, ungfrú Casale.
Yður fyrst — Rómaborg — yður
síðast.
— Er . . . er þetta skáldskap-
ur, eða mælskulistarþraut? Það
er eins og upphaf á kvæði.
— Hvorugt. Það er blátt áfram
sannleikur og tiáir ekkert ann-
að en röð hugsana minna fyrir
stundu.
Þá hlógum við bæði.
Við vorum búin með kaffið.
— Viljið þér fara út og ganga,
ungfrú Casale, eða fara eitthvað
annað? Það er dansað þarna yfir
frá hjá Mattissotti. Og það eru
orgelhljómleikar í Lúkasarkirkj-
unni hérna fyrir neðan.
— Ég vildi helzt mega sitja
kyrr. Það er gott að vera hér.
— Þá fáum við okkur glas
af Chianti og spjöllum. — Ég
veit ekkert um yður. Mér þykir
vænt um, að þér hafið ekkert
sagt mér. Og þér hafið tekið eftir
því, að ég hef einskis spurt.
Hún kinkaði kolli og var allt
í einu orðin skólatelpuleg á svip.
Það var eins og hún læsi í hug
mér komandi yfirheyrslu. Ég gat
ekki annað en dáðst að því, hve
svipurinn fór henni vel.
— Má ég spyrja yður nokk-
urra spurninga, ungfrú Casale?
Þér þurfið ekki að svara þeim,
ef þér treystið mér ekki.
Hún leit beint í augu mér.
Skólatelpusvipurinn var horfinn.
Hún var mjög alvarleg.
— Ég skal svara þeim öllum.
Um leið og hún mælti þessi
orð gerði hún snögga mjög
þokkafulla hreyfingu með hægri
hendi. Það átti auðsjáanlega ekk-
ert að bera á henni. En ég sá
að það var krossmarkið — sign-
ingin — áminning hins þaul-
æfða skriftabarns til sjálfs sin
um að segja aðeins sannleikann.
— Hvað eruð þér að gera hér
í Róm, ein yðar liðs, ungfrú Cas-
ale? Hvert er erindi yðar til
ítalíu?
— Ég er hér á ferð sem fjöl-
skyludfulltrúi og um leið er ég
að taka út á dálítil skólaverð-
laun.
- - Fjölskyldufulltrúi?
— Já. — Það er ekki von að
þér skiljið það. Fólkið mitt er
frá Castelgandolfo hér í grennd-
inni. Afi minn og amma giftust
þar. Svo fluttu þau úr landi til
Rio de Janeiro bláfátæk.
Mamma mín er portúgölsk, fædd
og uppalin í Rio. Við erum ekki
efnafólk, aðeins sæmilega bjarg-
álna. Pabbi minn á dágóða skó-
verzlun, en við erum mörg. Ég
é fjóra eldri bræður, tvær yngri
systur. Amma mín frá Castel-
gandolfo lifir enn. Mamma var
munaðarleysingi, svo ég á ekkert
móðurfólk. En ekkert af föður-
fólki mínu hefur, nokkru sinni
komizt til ftalíu síðan afi og
amma fóru, ekkert þeirra átt
þess kost að rækja skyldur sín-
ar við heilaga kirkju hér í Róm.
Ég er komin hingað sem full-
trúi þeirra allra til þess að gegna
þessum heilögu skyldum. Ég
ætla að gera það á morgun,
langar að ljúka því að einhverju
leyti áður en þér farið. Þess
vegna bað ég yður um að koma
með mér í Péturskirkju á morg-
un og — og vera ekki alltof spar
á tímann.
— Þér minntust á skólaverð-
laun? Hvað hafið þér numið,
ungfrú Casale?
■-— Ég lauk prófi frá viðskipta-
háskóla síðastliðið vor. Ég hafði
alltaf staðið mig vel, en í vor
varð ég efst. í verðlaunaskyni
fékk ég dálítinn utanfararstyrk.
Það varð ákaflega mikil gleði
heima. Það var skotið á fjöl-
skylduráðstefnu og ákveðið, að
ég skyldi fara til Rómar — fyrst
og fremst til Rómar. Amma mín
og eldri bræður mínir og pabbi
og mamma greiddu öll dálitla
viðbót í ferðasjóðinn minn, til
þess, að ég gæti borið hér fram
bænir þeirra. — Nú vitið þér
allt um ferðir mínar.
-— Er það algengt, að Suður-
Amerískar ungfrúr ferðist svona
til Evrópu einar síns liðs?
— Nei, ég myndi segja, að það
væri fremur óalgengt. — Al-
mennt lítum við svo á, að ung-
ar stúlkur eigi að vera í fylgd
með fullveðja manni eða konu.
— En ég er ekkert barn — ég
er tuttugu og fjögra ára. Og ég
VIKAN 9. tbl. —