Vikan - 05.03.1964, Síða 5
<] í bátnum eru Magnús Hallgrímsson verk-
fræSingur hjá Vitamálaskrifstofunni, Sigurður
Þórarinsson, jarðfræðingur og SigurSur
Waage, yngri, hjá Sanitas.
<i ÞaS fellur út aftur. Ólafur Nielsen veSur á móti
þeim félögum og réttir SigurSi hjálparhönd. Magnús
snýr baki i ströndina en Waage er kominn í land.
Svamlað
við Surtsey
- J' ■- — » - - — jkk 9n.i '-'V'j ~ r \
O Betri er hálfur skaSi en allur. Doktorinn hafSi
eina myndavél til viSbótar, inn á sér. Hér er hann,
enn í björgunarbeltinu og sjóblautur, aS athuga
vélina. í baksýn sést landslag á Surtsey.
Þegar þetta er skrifað hafa þrír leiðangrar freistað
landgöngu í Surtsey. Fyrstir voru Fransmenn svo sem
frægt er orðið og margir hérlendir voru að vonum
súrir yfir. Þeir gáfu litríka lýsingu á leiðangrinum í
Paris Match og spöruðu ekki lýsingarorðin þegar þeir
sögðu frá þeim hættum, sem landgöngunni voru sam-
fara. Sú ferð tókst þó að öllu leyti slysalaust.
Vestmannaeyingar töldu að nafngift örnefnanefnd-
ar yrði bezt mótmælt með landgöngu í eyna og skýrn-
arathöfn á staðnum. Líklega hefur það aðeins verið
heppni, að þar varð ekki manntjón, því förin var
farin meir af kappi en forsjá; fengu sumir brunasár
og þóttust sleppa vel að komast frá Surti.
Þriðji leiðangurinn var gerður út til að safna stein-
um handa vísindamönnum okkar. Þátttakendur í þeim
leiðangri voru allir úr jöklarannsóknafélaginu og ein-
valalið. Sá leiðangur tókst þó ekki slysalaust með
öllu fremur en för Vestmannaeyinga; gúmmlbát hvolfdi
í lendingu og fengu menn að kynnast baðströnd Surts-
eyjar, en hvorki urðu meiðingar né alvarlegar slys-
farir. Elín Pálmadóttir, blaðamaður og félagi í jökla-
rannsóknafélaginu, var í fyrri bátnum, sem komst
klakklaust í land. Hún var tilbúin með myndavélina
á ströndinni, þegar síðari bátinn bar að og hún
skaut bæði hratt og títt, þegar aldan hvolfdi honum
í lendingu án þess að mennirnir í bátnum fengju við
það ráðið.
7
VIKAN 10. tl)l.
5