Vikan


Vikan - 05.03.1964, Page 7

Vikan - 05.03.1964, Page 7
 ið verið okkur íslendingum til góðs eða ills? Goskarl. ---------í fyrsta lagi, minn kæri Goskarl, þá hefur þetta gos vak- ið álíka athygli hjá almenningi um allan heim, eins og ef þú fréttir að eldfjall hefði allt í einu farið að gjósa suð-vestur af Formósu. Þú hefðir líklega sagt: „Jahá, einmitt það“, og gleymt því svo alveg. Annað mál er með vísindamenn, sjómenn, stjórn- málamenn og aðra, sem munu e.t.v. hafa bein afskipti af mál- inu. Þeir hafa áhuga, mismunandi miiknn eftir því hver ástæðan er fyrir áhuganum. í öðru lagi, minn kæri Gos- karl, þá er ekki hægt að svara þessari spurningu, vegna þess að enginn veit ennþá hvort þessi eyja muni standa eða hverfa eftir ao gosinu linnir, og þess vegna er ekki enn reiknað með lienni og verður ekki fyrr en vitað er um það. Ef liún hverfur aftur — þá ekki meira með það. En ef hún blífur, þá víkkar landhelg- in, •— það er að segja fiskveiði- Iiandhelgin bæði fyrir innlend og erlend skip, en þó mismunandi mikið. Linan, sem miðað er við fyrir innlend skip, er dregin frá Geirfuglaskeri að Eldey. Það verður þess vegna aðeins mis- munandi, en mesta fjarlægð frá núverandi línu og að hugsaðri línu fyrir erlend skip, kæmi til með að verða 1,8 mílur. Engin ákvörðun mun verða tekin um þetta fyrr en útséð er um hvort eyjan hverfur eða ekki. I þriðja lagi, minn kæri Gos- karli, þá kem ég aðeins auga á kostina við gosið, eins og er. Það hefur vakið athygli á landinu og minnt menn á að það er til. Þannig hefur það verið nokkurs- konar auglýsingastarfsemi. Svo má reikna með ferðamönnum til að horfa á þessi náttúruundur, og um leið auknar tekjur af þeim. Og svo auðvitað stærri fiskveiði- lögsaga, sem hefur sína þýðingu. Þá má og nefna tækifærið, sem vísindamenn okkar hafa haft til að kynnast þessu náttúruundri. Ókosti sé ég aðeins tvo — ef ókosti skal kalla, því hvorugur hefur teljandi áhrif, skilst mér. Annað er óþægindi íbúa Vest- mannaeyja af öskufalli, og hitt er skaðleg áhrif á fiskimiðin, sem munu vera lítil eða engin. Beint til Hollywood... — -—— Svar til Heiðu: — Það kennir helzt til mikillar bjartsýni í bréfi þínu og sem afleiðing af of mikilli bjartsýni gætu komið vonbrigði. Þú segist hafa náð góð- um árangri í leiklist í þorpinu þínu (í jólaleikriti), en hver sagði það? Var það. einhver, sem vit hafði á eða fólkið í plássinu, sem vaíal'aust dettur ekki í hug að segja þér annað en það sem þér geðjast að. Ég held að leikskóli 1 Reykjavík væri skynsamlegri áfangi núna í bili en að fara að æða utan í von um hlutverk í kvikmynd. Þessi mynd, sem þú sendir, sýnir ekki annað en meðal frítt andlit og ekkert, sem kvik- myndafólk úti í löndum mundi gína við. Það bíða fleiri en þú heldur eftir hlutverkum í kvik- myndum, jafnvel aðeins statista- hlutvcrkum. Fyrir allan fjöldann af því fólki verður leiklistarferill- inn aðeins bið eftir hlutverkinu, sem aldrei bauðst. Sem sagt; ég vara þig eindregið við þessu. Svíkur stundum undan... Kæra Vika! Oj barasta hvað þetta fullorðna fólk, sem á að hafa vit fyrir okk- ur unglingunum, getur verið and- styggilegt. Og svo skilur það aldrei neitt. Alltaf þegar ég fer út með stelpunum á restrasjón eða eitthvað þessháttar, þá eru kallinn og kellingin að drepast úr forvitni á eftir. Þau vilja fá ná- kvæma skýrslu, helzt að ég telji- upp gæjana, sem ég dansaði við og hvað ég kom nærri þeim eða hvernig þeir héldu utan um mig. Svo kemur alltaf: Vissurðu nokk- uð um hann? Hvað hét hann? Hverra manna var hann? Ég get sprungið í loft upp í þessum yfir- heyrslum og nú orðið segi ég bara alls ekki neitt, sem sagt svík und- an skatti. Eða er það ekki leyfi- legt? -------Ekki segi ég það nú, að það sé leyfilegt að svíkja undan skatti en ég vil nú ekki dæma þig strangt, ef það er rétt, sem þú segir. Komdu þeim í skilning um það á prúðmannlegan hátt, að svona yfirheyrslur séu heldur ósmekklegar. Annars gætirðu sagt mér það prívat: Hvað hef- urðu verið að gera í partíunum að undanförnu? .. gírlausa bílinn, sem nú fer sigurför um alla Evrópu 40 nýjiingar í en hann er nú fyrirliggjandi --------------------- -r-V ----------------------------- Ef þér ætlið aS kaupa lipran, rúm- góðan og sparneytinn sjálfskiptan bíl þá lítið á daf F2 eða F3. --------------------- ---------------------------------- SÖLUUMBOÐ: Vestmannaeyjar: Mór Frímannsson. Akureyri: Sigvaldi Sigurðsson, Hafnarstræti 105, sími 1514. Suðurnes: Gónhóll h.f. — Ytri-Njarðvík. Akranes: Gunnar Sigurðsson. AlliP dásama Söluumboð, viðgerða- og varahlutaþjónusta 0. JOHNSON & KAABER H.F. Sætúni 8. — Sími 24000.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.