Vikan - 05.03.1964, Page 28
Mr. Pimm var sem þrumu
lostinn. — Ætlar þú að segja
mér, að þú hafir aldrei heyrt
talað um hana? Villikálfinn
Mehaffey? Kæri vinur, hvernig
ætlarðu eiginlega að komast
áfram í þessum heimi — þú ætt-
ir að kunna nafnið hennar og
nöfn tuttugu annarra slíkra reip-
rennandi utan að. Ef þú ætlar
að ganga í klíkuna okkar, þá
verður að standa þig betur en
þetta.
— Ég veit ekki til þess að ég
ætli að ganga í neina klíku.
— Ég er viss um að þig lang-
ar til þess að geta borgað þenn-
an hótelreikning þinn. Þú ætlar
ekki að fara að láta bola þér
burt úr landinu.
Julian sagði raunamæddur: -—
Já, ég sé, við hvað þú átt. En
hver er þá þessi Annabelle
Mehaffey?
— Hún er stúlkan frá New
York og Southamton á Long Is-
land. Hún er erfingi að svo sem
20 milljónum dollara.
— Hvað segirðu?
— Tuttugu milljón.
— Almáttugur minn, maður
skyldi þá halda að hún ætti ekki
Julian leit í kíkinn og sagði: - Þetta er ekki
dónalegt hús.
- Sérðu sundlaugina?
- Jamm.
- Og stúlkuna, sem stendur uppi á stökk-
brettinu?
- Hún var að demba sér í laugina.
- Þetta, sagði IVIr. Pimm, - er IVIiss Anna-
belle Mehaffey.
Julian Soames er ungur maður af brezku bergi brotinn, staðdur í
Cannes. Hann er atvinnulaus og peningalaus. Frændi hans, sem
hefur stutt hann fjárhagslega, neitar að gera það lengur. Hótel-
stjórinn hefur gefið honum þriggja daga frest til að gera skil.
Allt í einu kemur Danielle eins og engill af himnum og kynnir
hann fyrir herra Pimm, sem býðst til að leysa hann úr vand-
anum, ef hann vilji koma í vinnu til hans og gerast bílstjóri
hjá milljónamæringi: Ungri og föngulegri stúlku. Julian spyr:
- Og hver er hún?
erfitt með að næla sér í sína
eigin bílstjóra.
— Okkur finnst á allan hátt
betra að finna sjálfir handa
henni bílstjóra.
— Hvernig veiztu, hvort hún
vill nokkurn bílstjóra?
— Eddie, sagði Mr. Pimm, —
sýndu Julian blaðið frá Nice.
Eddie kom með blaðið til Juli-
an. — Gjörðu svo vel, Julian,
sagði hann, — lestu.
Julian las auglýsinguna:
Bandarisk fjölskylda, sem
býr í Frakklandi, óskar eftir
atvinnubílstjóra. Verður að
þekkja vel til nýjustu teg-
unda af bandarískum bílum.
Komið til viðtals milli kl. 10
og 11 fyrir hádegi í Villa
Florentina, Rue Célestine,
Cannes.
Julian sagði: — Þetta er dálít-
ið þægileg tilviljun.
— Vinur minn, sagði Mr.
Pimm, — þetta er eitt af því
fyrsta, sem maður verður að
læra. í okkar klíku megum við
aldrei treysta tilviljuninni, við
verðum að valda henni. Mehaffey
fjölskyldan missti annan bíl-
stjróann sinn fyrir skömmu. Við
sáum til þess, að hann fékk að
njóta lífsins í París.
— Nú já. En hvernig veiztu, að
enginn sé búinn að sækja um?
— Þetta blað kemur ekki út
fyrr en klukkan ellefu, sagði Mr.
Pimm ánægður. — Og nú er víst
tími til þess kominn að ég skýri
þetta allt saman öllu nánar fyrir
þér.
Julian sagði: — Það lízt mér
prýðisvel á.
Mr. Pimm stóð á fætur og gekk
um herbergið. — Julian, vinur
minn, sagði hann, eins og ég hefi
svo oft sagt krefst maður ekki
annars af einni eiginkonu en
ástúðar og 15—20 milljón doll-
ara.
- Þetta er ekki svo vitlaust.
—■ Hefurðu nokkurn tíma
hugsað út í það hversu margar
ríkar konur eru til í heiminum?
- Það get ég varla sagt.
— Jæja, ég hefi rannsakað
þetta sérstaklega, og niðurstaðan
er furðuleg. Það eru bókstaflega
hundruð og aftur hundruð af
þeim, blessuðum stúlkunum. Og
hvað eiga þær svo sameiginlegt?
Julian ætlaði að fara að segja
að hann vissu um ýmislegt, sem
þær ættu sameiginlegt, en Mr.
Pimm hélt áfram. — Þær eru
allar að vona, allar með tölu,
vinur minn, að peningarnir
þeirra hjálpi þeim við að finna
hinn fullkomna eiginmann. Þetta
eiga þær sameiginlegt. Auðvitað
eiga sumar þeirra eiginmann
þegar, en það er ekkert við því
að gera. En á hverju ári er yndis-
leg uppskera af nýjum ekkjum,
og svo skilja þær líka blessaðar,
og svo missa þær pabbana, sem
láta þeim eftir skynsamlegar
erfðaskrár.
-— í hvaða flokki er Miss
Mehaffey?
Mr. Pimm sagði snöggt: —
Skynsamleg erfðaskrá. Jæja þá.
Við þekkjum allir þessar konur.
Ef þær eiga að bjarga sér upp á
eigin spýtur, getur allt gerzt.
Stundum verða þeim á hroða-
legustu skyssur. Ef ekki er haft
auga með þeim, krækja þær sér
í hræðilegustu eiginmenn — þær
falla í krumlurnar á heiðvirð-
um, sómakærum, tillitsömum ná-
ungum, og allir peningamir
þeirra fara til spillis. Ég hefi
séð þetta gerast. Þetta er mikill
harmleikur. Og við verðum ein-
mitt að gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að koma
í veg fyrir þennan harmleik.
Julian sagði: — Hvemig þá?
-— Með því að láta þær fá
réttan eiginmann, kæri vinur.
Eiginmann, sem við höfum valið
sjálf.
Eitt andartak datt Julian í hug
að Mr. Pimm væri brjálaður.
Hann sagði: — Bíðum nú andar-
tak. Ertu að segja mér, að þú
veiðir upp efni í eiginmenn og
látir þá svo næla sér í múraðar
ungmeyjar?
— Ég hefi nú kannski ekki
lýst þessu með þessum orðum,
kæri vinur, en þú ferð nærri
um þetta. Við látum ríkar kon-
ur fá fyrirmyndar eiginmenn,
það er allt og sumt. Og við lifum
eins og blómi í eggi vegna þess
að það er einn veikur blettur
á brynju þeirra. Mr. Pimm lækk-
aði röddina og hvíslaði eins og
samsærismaður: — Þær geta
aldrei staðizt mann, sem hefur
einhverja tign, einhvern titil.
— En ég hélt að slíkt væri
löngu liðið - heyrði fortíðinni
til.
— Vitleysa. Það þarf ekki
annað en að veifa titli framan
í auðuga konu, þá er sigurinn
vís.
— Áttu þá bara við banda-
rískar konur?
— Alls ekki, alls ekki. Jafn-
vel þótt flest fórnarlömb okkar
séu bandarísk. Jæja, komum
okkur þá að efninu. Þú átt að
vinna fyrir Mehaffey fjölslcyld-
una, svo að við verðum að gefa
þér einhverja hugmynd um á
hverju þú átt von. Þau leigja
stórt einbýlishús, Villa Florent-
Framhaldssagan - 2. hluti
Eftir Lindsay Hardy
ERKIHER
2g — VIKAN 10. tbl.