Vikan - 05.03.1964, Side 30
f garöinum þar sem
hver éfur annan
Framhald af bls. 19
situr í kvöldsvalanum og drekk-
ur sitt koníak suður í Sukuza í
Kriiger-garði. „Kofinn“ okkar er
eítirmynd, líking kofa inn-
fæddra, stráþak, veggir úr múr-
steini. En það er vatn í þvotta-
skálum, tvö rúm, s valir, bað, allt
sem ferðamaður þarf til þess að
eiga góða nótt. Við áttum nóg
koníak. Það var gaman að sitja
úti á svölunum, horfa á stjörnu-
bjartan himininn í hlýrri sumar-
ncttinni, spjalla sarnan. Við sát-
um lcngi. Líklega hef ég hrotið
í nctt.
„Svo að talað sé í fullri
alvöru“, sagði Denis, ,,þá held ég
að við þurfum ekki að harma
þó að fílar verði ekki á vegi okk-
ar í dag. Við höfum áreiðanlega
báðir séð þá áður, og ég get
aldrei að því gert, að það er eina
dýrið, sem ég er alltaf hálf-
smeykur við hér í garðinum. Öll
önnur dýr láta bifreiðina af-
skiptalausa, en geðvondur fíll
gæti fundið upp á að fleygja
hcnni út í skóg. Ég kann raunar
ekki nema eina sögu um það
héðan úr garðinum, og þar var
það ekki fílhnn, sem var söku-
dólgurinn.
Tveir stúdentar óku hér í litl-
um, lckuðum bíl. Þeir mættu fíl
á veginum. Um leið og piltarn-
ir óku fram hjá f.'lnum opnaði
annrr stúdentinn glugga og
fleygoi tómri bjérdós í filinn.
Fíilinn slæmai rananum í bíl-
inn, og dró hann svo inn í skóg.
Þar stóð henn ler.gi yfir þessu
hrekkjctta kvikindi og ve!ti
vöngum yíir hvernig á þessu til-
tæki þess hefði staðið. f tvo daga
stéð fíllinn yfir bílnum, þar sem
stúdentarnir sátu og þorðu sig
ekki að hræra. Á því tímabili
tyllti hann sér á rassinn niður á
framhluta bifreiðarinnar, sem
hann mölbraut og skeit svo yfir
hrúgaldið áður en hann lallaði
inn í skóginn. Þá fyrst þorðu
stúdentarnir að skríða út og leita
.sér hjálpar. Fílar eru langrækn-
ir og minnugir. Maður skyldi
gæta þess að gera þeim ekkert
til ergelsis að óþörfu“.
Við ókum áfram veginn norð-
ur frá Sukuza. Við sáum króko-
díla í Sabeieánni. Þeir möruðu
þar í vatninu og biðu þess að
eitthvert dýranna álpaðist niður
að árbakkanum. Þeir drepa allt,
jafnvel buffla, draga þá niður í
vatnið, kæfa þá og geyma þangað
til þeir rotna. Það er þeirra sæl-
gæti. Við sjáum hóp gíraffa. „Hér
eru um 30 gíraffar drepnir á
dag“, sagði Denis. En þessir eru
áhyggjulausir, svifla tungunni
um laufin, rykkja til hausnum,
slíta og tyggja.
Við ökum norður skóginn, og
skemmtum okkur við að kepp-
ast um að verða fyrstir til að
sjá nýja dýrategund, og það er
Denis, sem oftast vinnur leik-
inn. Hann er ótrúlega fljótur að
koma auga á það, sem ég sé ekki,
antilopur, dádýr, „hestana í nátt-
fötunum" zebradýrin, frændur
okkar apana, steingeitur, fágæta
fugla. Það er orðið óþægilega
heitt þó að klukkan sé ekki nema
rúmiega sex.
„Hvar eru nú ljénin þín, minn
kæri Denis?“ spyr ég. „Þau eru
að gantast við fílana þína, minn
góði Sigurður", svarar hann og
giottir. Svo stöðvar hann bifreið
okkar, kveikir sér í vindlingi.
„Hvað er hér að sjá?“ , Horfðu til
hægri“. —
Nú, þarna er hún, liggur fram
á lappir sínar, líklega ekki nema
5 metra frá okkur. Hún horfir
til okkar, en lætur sig bersýni-
lega engu skipta nærveru okkar.
Henni virðist dálítið ómótt því
að hún geispar, veltir sér, sleikir
svo hramminn og strýkur hon-
um nefið eins og köttur. Hópur
af Impaladýrum er á beit í lík-
lega 200 metra fjarlægð frá þessu
gula, grimma dýri. Þau virðast
alveg áhyggjulaus. „Undarlegt en
satt“, segir Denis. ,Þegar ljónin
eru södd, þá láta Impaladýrin
sig engu skipta þó að þau séu
rétt hjá þeim, en þegar Ijónin
eru hungruð þá eru þau hrædd.
Þau finna þetta á sér. Þetta ljón
er áreiðanlega nýbúið að éta.
Þess vegna eru dýrin ekki
hrædd“.
Ljónið horfir á okkur, drepur
tittlinga. Kráka gargar. Það velt-
ir sér, ris aftur upp á framlapp-
ir, geispar, horfir til okkar, sleik-
ir hramminn, þvær sér um nef-
ið. „Hún er löt. — Nýbúin að
drepa og éta“, segir Denis
„Ein hér?“ „Það held ég ekki.
Þau eru vana’ega mörg saman.
Ég held, að hún sé nýbúin að
éta, hafi farið frá hinum ljón-
unum og sé núna að hvíla sig
áður en hún fær sér að drekka.
Ég held, að einhversstaðar hér
í nágrenninu séu fleiri ljón. Hún
er áreiðanlega ekki hér ein síns
liðs. Það mætti segja mér, að það
væri hún, sem er nýbúin að
drepa, og að hin ljónin séu nú
að gæða sér á bráðinni. Það eru
þær sem drepa. Þeir öskra bara.
Þú ættir að heyra þá öskra. Það
er stórkostlegt. Þá tryllast dýrin
og hlaupa um skóginr. Þeir öskra,
en þær drepa. Karlljón drepur
sjaldan. Það er letingi. Öskrar
hara og étur“.
Við ökum áfram lengra inn í
skóginn. Hér er ekkert, sem
minnir á komu mannsins í þetta
land nema vegurinn, sem við ök-
um eftir, bifreiðin, sem við sitj-
um í. Hér reika dýrin um skóg-
inn, alveg eins og forfeður þeirra
gerðu fyrir þrem öldum, þeg-
ar Jan van Riebeck nam land
við Höfðaborg. Hér er sú Afríka,
sem fyrstu hvítu Jandnemarnir
sáu. Hér er sú Afríka, sem þeir
hafa klætt ökrum, borgum, þorp-
um, bæjum, skógabeltum. Hér
er sú villta Afrika, sem þeir háfa
varðveitt í Krúger-garðinum
mikla til minningar um dáðir
forfeðra sinna, til varðveizlu
þeirra villtu náttúru, sem þeir
sigruðu.
Við ókum lítið eitt lengra til
norðurs.
„Horfðu hérna til hægri“. —
Ég lít þangað og sé að þar eru
þrjú ljón, tvö karlljón, eitt kven-
ljón. Hjá þeim liggur svartur,
dauður skrokkur. Það er buffall,
ungt dýr. Hausinn veit að okk-
ur, horfir til okkar brostnum
augum undan stórum hornunum.
Nú rambar annað karlljónið út
á veginn nokkra metra frá bif-
reiðinni, sem við höfum stöðvað.
Hitt fer út í kjarrið, nokkra
metra frá hræinu og leggst þar.
Ljónynjan stendur ein yfir dauðu
dýrinu. Hún rekur nefið að því,
fær sér kjaftfylli, rykkir í. Þá
lyftist afturlöpp dauða dýrsins.
Og þannig heldur áfram um
stund. Ljónið tætir kjötið úr
skrokknum. Afturlöppin lyftist
og veifar til okkar. „Ég er dauði,
svarti, ungi buffallinn, sem drep-
inn var fyrir nokkrum mínút-
um. Ég er hann. Ég er bjáninn,
sem álpaðist frá hjörðinni. Ég er
ungi, svarti aulinn. Þess vegna
veifa Ijónin dauðri, svartri löpp
minni til þín, hvíti íslendingur.
Þetta er líf skógarins, sem ég
hef lokið, svartur aulinn, sem
asnaðist burt“. Og Ijónynjan
heldur áfram að tæta í sig volgt
kjötið. Hún rekur nefið inn í
skrokkinn, styður við hann með
framlöppunum, rykkir í. Það
brskar í hræinu. Ljcnynia i reis-
ir hausinn, tyggur, dregur að sér
lappirnar leggst svo á magann
og nýtur þannig morgunvarðar-
ins.
„Hér myndi ég verða í allan dag
ef ég væri einn míns liðs“, sagði
Denis. „Ég myndi b;ða þess að
ljónin ætu nægju sína. Þá sæi
ég gammana, sem eru vanalega
fyrstir á vettvang. Svo koma
sjakalarnir, þá hýenurnar. í kvöld
verður ekkert eftir af þessum
unga buffli, hókstaflega ekkert,
nema ef til vill förin hérna í
sverðinum, þar sem hann háði
dauðastríðið við Ijónin. Ekkert.
Allt annað verður horfið. Ekkert
verður eftir til endurminningar
um þetta unga svarta dýr. Ekk-
ert“.
Svartur gammur með gráleitt
brjóst og hvíta fætur sezt á grein
í námunda við hræið. Annar kem-
ur og tyllir sér á flötina, eigi
alllangt frá hinum. Þeir horfa til
skrokksins, taka til við að hoppa
nær honum. Ljónynjan, sem virt-
ist búin að éta nægju sína, hafði
lagt sig til hvíldar hjá karlljón-
unum tveim, sem nú voru kom-
in inn í kjarrið nokkra metra frá
hræinu, hún rís nú á fætur og
skokkar til skrokksins. Þú fljúga
íuglarnir tveir burt — forða sér.
„Þau ætla að éta meira, þau
eru enn ekki södd“.
Fuglarnir eru hræddir. Við
erum líka hræddir, því að við
yrðum drepnir ef við færum út
úr bílnum. Hér er það ljónið,
konungur dýranna, sem er al-
máttugt. Þess vegna leggjast ljón-
in þrjú fram á lappir sínar, horfa
í átt til hræsins, láta sig nær-
veru okkar engu skipta, liggja
bara og bíða þess að þau verði
þyrst. Þá munu þau fara frá hræ-
inu. Þá munu fuglarnir tveir þora
að koma til þess að fá sér kjöt-
tættlu. Svo kemur sjakalinn. Á
eftir honum ksmur hýenan, sem
bryður beinin. í kvöld verður
ekkert eftir af þessu unga, svarta
dýri — ekkert nema sporin í
gulum sverðinum, þar sem það
háði sitt dauðastríð — og á morg-
un verða þau líka horfin — skóg-
urinn búinn að þurrka út allt,
er minnir á svartan, einfeldning,
sem hljóp í sólarupprisunni frá
hjörð sinni og týndi þar fyrir
sínu unga lífi.
„Ég sagði þér satt í morgun.
Ég er ljónheppinn. Alltaf hepp-
inn hér í Krúger-garði“, sagði
Denis. ,.Ég rekst alltaf á ljón.
En sérðu skítinn á veginum. Það
eru fílarnir. Þeir skíta bara fyrir
þá, sem hrjóta fullir uppi í Suk-
uza á næturnar. Þetta er þér
alveg mátulegt. Þú varst þéttur
í gærkvöldi, æt’aðir aldrei að
átta þig á Suðurkrossinum, velt-
ir þér hrjótandi í bælinu í nótt.
Þess vegna sérðu bara skítinn
úr fílunum, trén, sem þeir hafa
mölvað. En ljónin höfum við séð.
Ég sé alltaf ljón í Krúger-garði.
Ég er ljónheppinn“.
— VIKAN 10. tW.