Vikan


Vikan - 16.04.1964, Page 7

Vikan - 16.04.1964, Page 7
Egypskar konur á dögum Cleopötru og rómverskar konur til forna notuðu ávaxtasafa í fegr- unarvörur sínar. Með hliðsjón af reynzlu kvenna fyrri tíma, hefur INNOXA með aðstoð nútíma efnafræðivís- inda, hafið framleiðslu fegrunarvöru, sem er nærandi og styrkjandi fyrir húðina, undir nafninu LIVING PEACH en við framleiðsluna á snyrtivörum með þessu nafni er notaður kjarni úr sólþroskuðum Ferskjum. LIVING PEflCH samanstendur af eftirfarandi tegundum: Claensing Lotion, fyrir allar húðgerðir. Moisturising Lotion, raka-aukandi næring- arkrem fyrir allar húðgerðir. Skin Xonic Regular, fyrir þurra og venju- lega húð. Skin Tonic Extra, fyrir feita húð. Body Lotion. INNOXA snyrtivörurnar fást í eftirtöldum verzlunum: Oculus h.f., Austurstræti Sápuhúsið h.f., Austurstræti Regnboginn s.f., Bankastræti Stella, Bankastræti Gyðjan, Laugavegi 25 Apótek Hafnarfjarðar, Hafnarfirði Apótek Kópavogs, Kópavogi Edda, Keflavik Amaró, Akureyri Straumur, ísafirði Sauðárkróks Apótek, Sauðárkróki Verzlunin Túngötu 1, Siglufirði Apótek Ncskaupstaðar, Neskaupstað Apótek Austurlands, Seyðisfirði Silfurhúðin, Vestmannaeyjum Drangey, Akranesi hverfur ekki. Þetta hcfur verið gert á ungum piltum, sem lík- legt er að muni fá skalla síðar meijr, sréstaklega ef það er í ættinni, og hefur gefizt vel. Oft er það líka að skalla fylgir höf- uðverkur og ýmis andleg vanlíð- an, og þótt ekki sé nema til að laga það, er betur farið en heima setið. Sjálfsagt er í öllum tilfellum, að lieita læknis strax og hár fer að losna grunsamlega mikið, og fá hjá honum ráðleggingar, jafn- framt því að þrífa hárið vel og snyrta það reglulega. Úr því þú nefnir auglýsingar í erlendum blöðum í þessu sam- bandi, skal ég benda þér á banda- rískt fyrirtæki, sem selur hár- kollur fyrir karlmenn. Þú getur skrifað þeim og beðið um nán- ari upplýsingar, sem þeir senda ókeypis. Addressan er: Taylor Topper, 123 W. 28th St., New York 1, N.Y. — Dept. 4101. En mundu umfram allt eitt: Gildi mannsins liggur ekki í hár- vextinum. Atvinnuspurning... Kæra Vika! Ekki það ég búist við neinu svari af viti frá ykkur, en svona hljóðar mitt próblem: Ég útskrif- aðist úr Verzlunarskóla fyrir nokkrum árum og hef síðan unn- ið hjá stóru fyrirtæki. Þar hef ég nokkrum sinnum verið hækk- aður í tign og nú erum við þrír, sem keppum að fulltrúa- eða eins- konar varaforstjóratign, því vara- forstjórinn er orðinn gamall og fer að hætta. Forstjórinn virðist hafa sérstakar mætur á mér og þess vegna á ég sterkan leik að því er virðist. Forstjórinn hefur meira að segja nokkrum sinnum boðið mér heim (ég er ógiftur). Þar kynntist ég dóttur hans og hef nokkrum sinnum boðið henni út síðan. Hún er mjög geðþekk, en ég hef engan sérstakan áhuga á henni fyrir eiginkonu. Þetta samband okkar hefur engin áhrif haft á samskipti mín við for- stjórann. En þar sem dóttirin er mjög lengi að búa sig, hef ég orðið að bíða þar á heimilinu á meðan og þá hef ég kynnzt móð- ur hennar, sem er aðeins innan við fertugt og hrífandi kona. Hún bauð mér einu sinni heim og var þá alein. (Ég sá seinna, að það V var gildra). Þegar við vorum bæði orðin í kippnum, er ekki að sökum að spyrja, við slepptum bæði fram af okkur beizlinu. Síð- an hefur hún hundelt mig og reynt að fá mig í samskonar heimsóknir aftur. Ég þori ekki að koma þangað vegna hennar og stelpan er alveg að verða vit- laus og skilur ekki neitt í neipu. Hvað get ég eiginlega gert? Ef ég held áfram með frúna, þá kemst stelpan að því og fer óðar með það í föður sinn, forstjórann. Og þá er úti um mig í fyrirtæk- inu. Ef ég held áfram með stelp- una og hætti við frúna, þá verð- ur hún „sjalú“ og guð má vita, hverju hún fær framgengt. Ef ég hins vegar hætti við stelpuna, gæti karlinn orðið súr og tekið einhvern hinna fram fyrir mig. Hvernig hljóðar svarið við þessu? Með kærri kveðju. Ástarbrandur. ---------Þetta er í sjálfu sér ósköp einfalt, Brandur minn. Þú verSur bara að gera það upp við þig hvað þú vilt, og í rauninni sýnist mér aðeins vera um tvennt að velja. Annaðhvort er að sinna atlri fjölskyldunni, eins og liún vill — sleppa allri sjálfselsku og þjóna náunganum, eins og þar stendur, eða búra þig niður í einhvern tepruskap, sem ekki á heima hjá fullorðnum karlmöim- um. Ef þú vilt fá stöðuna, skilst mér að dóttirin og einhver hluti af frúnni fylgi með. En ef þú sleppir stöðunni, dótturinni og frúnni, þá skaltu láta leggja þig inn til rannsóknar sem fyrst. Annars sýnist mér þú ekki vera neitt eftirsóknarvert efni í fpr- stjóra, ef þú gaetur ekki bjargað þér út úr svona smá problemi sjálfur — piltur minn. VIKAN 16. tv, — J

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.