Vikan - 16.04.1964, Qupperneq 32
(^siöfrT)
VIK
II
4
'loupnar
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
©Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl):
Vikan leggur blessun sína yfir alla starfsemi þína,
heima og heiman. Ýmislegt sem hefur dregizt á
langinn með að framkvæma, gengur nú eins og af
sjálfu sér. Það væri skynsamlegt af þér, að kjósa
einveruna fram yfir félagslífið í bili.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí):
OGættu þess að vera ekki of herskár 1 samskiptum
þínum við aðra. Þriðjudagur og miðvikudagur gætu
fært þér mikil tækifæri en auðvitað verðurðu að
leggja þitt að mörkum og nota skynsemina. Þú
munt lenda í skemmtilegum félagsskap um helgina.
Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní):
Veittu meiri athygli persónu, sem þú hefur snið-
R ▼ gengið og vart metið viðlits, án þess þó að nokkr-
▼Jur ar ástæður séu fyrir hendi. Þessi persóna gæti orðið
þér ómetanlegur félagi og ráðunautur. Reglubræð-
ur þínir vænta mikils af þér, en gættu þín.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júli):
Vertu bjarsýnni en undanfarna daga, því það fleyt-
ir þér talsvert á leið. Óskir hjartans munu ná fram
að ganga, leggðu þig allan fram og njóttu líðandi
stundar því þetta á eftir að verða þér minnisstætt.
Þú átt góðar stundir á heimili vina þinna.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst):
eÞú færð sönnur fyrir því að víða er pottur brot-
inn, en sem betur fer snertir þetta þig ekki mikið
en kemur sér vel upp á seinni tímann. Einhverjir
reyna að hindra þig í fyrirætlunum þínum, þú
ættir að hlusta á rök þeirra.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september):
0Þú gerir eitthvað, óviljandi að mestu leyti, sem
fólk undrast yfir en er þó jákvætt fyrir þig. Vikan
verður lík og undanfarið. Þú færð heimsókn af
persónu, sem þú hefur mjög gaman af að hitta,
auk þess sem hún kemur með góðar fréttir.
Vogarmerkið (24. september — 23. október):
Allt mun leika í lyndi og hlutirnir koma án minnstu
fyrirhafnar upp 1 hendurnar á þér. Þú verður mjög
hamingjusamur í einkalífinu og ástvinir þínir munu
vera mjög samstilltir. Gamlir félagar þínir hafa
samband við þig.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Dagarnir verða mjög hversdagslegir framan af vik-
unni, en í vikulokin roíar til svo um munar. Stofn-
un ein, sem þú ert í sambandi við gerir þér gott
tilboð. Útgjöldin verða eitthvað meiri en þú bjóst
við, en það bjargaðist allt saman.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember):
Þú færð mikið að starfa þessa viku og ef til vill
meira en nóg. Gættu þess því að enginn misnoti
% j y sér vinnugleði þína. Þú gætir átt í dáiltlum erfið-
leikum í einkalífinu, gagnrýndu persónu sem und-
anfarið hefur reynt að hafa áhrif á skoðanir þínar.
Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar):
Þú ert í dálítið erfiðri aðstöðu, það er togað í þig
út tveim áttum og erfitt aö greina úr hvorri átt-
inni er togað fastar. Það eina, sem ráðlegt er fyrir
þig er að gefa sem minnst færi á þér. Verðu góð-
um tíma til íhugunar og lærðu af fenginni reynzlu.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar):
Þú verður mjög vel upplagður þessa dagana og
flest sem þú snertir á gengur eins og í sögu. Gættu
þess að standa ávallt í skilum, líka hvað snertir
smáatriðin. Þú færð gott tækifæri til að treysta
grundvöll starfs þíns og auka hróður þinn.
OFiskamerkið (20. janúar — 20. marz):
Þú verður fyrir einhverjum leiðindum, sem krefj-
ast þess að þú standir þig. Hroðvirkni er ókostur,
gættu í eigin barm og athugaðu hvort þú ert sekur
um slíkt. Forðastu skjótræði, þú hefur nógan tíma
til að undirbúa málin betur.
32
V1KAX U. tbi.