Vikan - 16.04.1964, Side 39
Toni gefur fjölbreytileika
Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit
Toni lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift
að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur
lagnirtgunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er.
Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á
einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu.
Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir
þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn
Douglas, Globus h.f., Vatnsstíg 3. Reykjavík.
Um Toni Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva.
Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í
handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið
upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í
hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni.
Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni
gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar
hárgreiðsluna. Reynið Toni.
frá tíu og upp í tuttugu penslar,
flestir digrir og sterklegir eins og
strikin og drættirnir í myndunum.
Og hvorttveggja minnir það á lista-
manninn sjálfan og skýrt mótaða
drætti hans.
Eg spurði:
— Hvað gerirðu við alla þessa
pensla?
— Nota þá alla saman. Hvíli þá
bara vel á milli. Þeir verða að fá
hvíld til að halda fjaðurmagninu.
Sjáðu þessa hér, villisvlnabursta;
taktu eftir fjaðurmganinu. Þetta er
eins og hljóðfæri. Með þessum
breiðu penslum á að vera hægt að
draga örmjó strik. Mér lætur bezt
að vinna með breiðum penslum.
— Og þér lætur vel að mála
stórar myndir sýnist mér.
— Æjá, ég nenni ekki að dunda
við smámyndir. Þetta er eins og.með
suma karlmenn á sextugsaldri, sem
eru alltaf á eftir smápíum. Eg hef
sagt við þá: Þetta eru ekki konur.
Hafa ekki hugmynd um ástina,
óþroskaðar. Ég vil konur sem eru
svona — (Hann sló út höndunum og
dró þær niður í stórum bogadregn-
um línum) konur sem leiða mann
alla leið til himnaríkis, það er eitt-
hvað fyrir mig. Ég hef sagt þessum
kunningjum mínum, að þegar ég
verð níræður, þá verð ég farinn að
elta smápíur og mála litlar myndir
með grönnum penslum.
— Þá kem ég og tala við þig
aftur. En segðu mér annað: Hvernig
hagar þú vinnudeginum? Stendurðu
hér langtímum saman við að mála?
— Stundum byrja ég um miðjar
nætur, þrjú, fjögur eða fimm.
— Hvað á það að þýða? Þá er
kannski ekki orðið bjart.
— Ég ræð ekki við mig. Fjörið
er svo óskaplegt. Sérstaklega eftir
að ég fékk tappann, blóðtappann
skilurðu? Jú, þeir sögðu, að ég ætti
að vera dauður með þennan heljar
tappa í hjartanu, en ég vísaði hel-
vítis tappanum bara heim til föður-
húsanna og hef ekki orðið var við
hann síðan. Og sem sagt; ég byrja
snemma, það er að segja að undan-
gengnum morgunæfingum, andleg-
um og Kkamlegum. Það má hvorugt
vanrækja.
— Geturðu framið líkamlegar
aefingar og andlegar undir eins?
— Já, ég geri það. Ég get gert
mfnar æfingar og hugsað mér um
leið, að ég sé svamlandi ( Miðjarð-
arhafinu eins og ég sagði þér áðan.
— Ég hugsa að það sé gott að
byrja daginn með súndi í Miðjarðar-
hafinu, sagði ég.
— Bráðnauðsynlegt. Ég mála til
hádegis og legg mig eftir matinn.
Svo tek ég sprett fram að kaffi-
tíma og geng út mér til hressingar
í eftirmiðdaginn. Á kvöldin er ég
vís með að taka eina törn í við-
bót og svo fer tími í að þvo upp
verkfærin, penslana mína, hljóð-
færin mín. Hér er ég með slurk
af penslum, sem eru að þorna.
Þeir fara [ hvíld á eftir. Það er ekk-
ert skemmtilegt að verka penslana,
( gamla daga voru lærlingar og
vinnukonur látin þvo upp pensla.
Gömlu meistararnir snertu ekki á
því.
— Ertu vanur að vera einn hér
i helgidóminum eða hefurðu bæði
konuna og Callas með þér?
— Nei, ég er ekki aldeilis einn.
Gulldropinn minn er hjá mér og
stundum málar hún líka. Hún er
alveg mögnuð. Stundum segir hún:
,,Afi, nú skulum við gera amis".
Já amis. Það var nefnilega Dela-
croix sem sagði það. Hann meinti,
að nú ætlaði hann að reka enda-
hnútinn á verkið. Kannski mætti
segja: Að gefa verkinu lif, innblása
því andann. Gulldropinn minn veit
hvað amis er.
— Kaupendurnir verða að koma
hingað til að verzla við þig.
— Já, þegar þeir koma. Stundum
líða nú mánuðir og þeir láta standa
á sér, en svo kannske stingur ein-
hver sérvitringur inn kollinum, sem
dottið hefur í hug að fjárfesta í
myndlist. Fólk almennt skilur ekki
ennþá, að málverkakaup er það
sem Danir kalla „Pengeanbringelse'.
Bara örfáir menn. Nei, það verð-
ur enginn feitur af listinni hér á
íslandi,- ég gæti til dæmis ekki átt
bíl og mundi reyndar aldrei eiga
bil nema að hafa bílstjóra. Fjand-
ann hef ég að gera með að vera
að fylgjast með öllum þessum hjól-
um. Ég vil sitja aftur í og slappa af.
Helzt með konu, það er verandi
í bílum, ef maður getur verið afturí
með konu, en að keyra sjálfur,
nei . . . Annars er þetta hús mitt
mesta kraftaverk. Þá stóð maður
með tvær hendur tómar og bjart-
sýnina. Ég var alltaf þungt hald-
inn af bjartsýni. Einar var aftuv á
móti svartsýnn, Einar Jónsson,
myndhöggvari. Einu sinni sagði
Einar við mig: „Jón minn, eftir
okkur verður þetta allt búið". Hanr
átti við listina.
— Einar var nú farinn að eld-
ast þá, en þú ungur. Ertu nokkuð
VIKAN 16. tbl. — 00