Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 6
Upplýsingamiðstöð C. D. Indicator á heimsþingi kvenna í London. C. D. INDICATOR HEFUR FARia SIGURFÖR UM HEIMINN Þúsundir kvenna um allan heim nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikni- tæki, sem reiknar nákvæmlega út hina íáu frjóu daga i mánuði. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja notkun C. D. INDICATORS, jafnt ef barneigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. C. D. INDICATOR er hin sjálfsagða eign hverri konu, jafn ómissandl og nauðsynleg og armbandsúrið, sem sýnir henni tímann. Hinn heimsfrægi japanski vísindamaður, Dr. Ogino, sem kerfi þetta hefur verið nefnt eftir, skrifar: „Þetta litla tæki er að mínum dómi tæknilegt und- ur, sem nákvæmlega og við allar aðstæður sýnir hina frjóu og ófrjóu daga konunnar eftir kenningu Dr. Knaus og minni. Tækið er svo snilldarlega útbúið, að ég lýsi því yfir eftir beztu samvizku, að ég þekki ekkert hjálp- argagn eða tæki, sem léysir verkefni þetta jafn örugglega af hendi og C. D. INDICATOR". Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til O. D. INDICATOR, PóSthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýsingar. Nafn Heimilisf. ÁVALLT UNG ^AN^ASItR hreinsimjólk og hreinsikrem Þessi hreinsimiólk og krem fjarlægia ó svipstundu allt make up og hreinsa hörundið betur en sópa og vatn, sem oft vill erta hörundið og gera það viðkvæmt. Hreinsikrem þessi eru gerð úr margskonar hreinsiolíum, sem siast inn í svitaholurnar og hreinsa úr þeim öll óhreinindi, og gefa því aftur mýkt sína. ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jóhannessonar. g VIKAN 3. tbl. ANNÁLARITARI. Kæri Póstur! Fyrir einkennilega tilviljun, sem ég hirði ekki að skilgreina nánar hér, vildi svo til fyrir nokkru, að mér barst í hendur dagbók stúlku einnar, sem ég hef verið mikið með og gerði mér jafnvel vonir um, að áframhald gæti orðið á þeirri samveru. Nú er það eins og gengur, að ég hef nokkrum sinnum sofið hjá stúlk- unni eins og sjá mátti af dag- bókinni, því þar hafði hún skrif- að lýsingu á því öllu saman í smæstu smáatriðum. Ég verð að játa, að þetta kom mér einkenni- lega á óvart og ég veit ekki hvað ég á að halda um stúlkuna á eft- ir. Ætti ég að láta sem ég hefði aldrei lesið dagbókina. Ég vil taka það fram, að það stóð ekk- ert annað í henni. Eða ætti ég að eyðileggja bókina og biðja hana að láta af svona annálarit- unum. Eða segja bless fyrir fullt og allt? Þórður kakali. —--------Mér finnst þú megir prísa þig sælan og glaðan, úr því ekki var minnzt á fleiri í dag- bókinni. Þetta bendir óneitan- lega til þess, að stúlkunni hafi orðið þetta samband ykkar ógleymanlegt, og myndi margur maður miklast í þinum sporum. Mér dettur í hug, að þú gætir kannski leiðrétt með rauðu fá- ein atriði, sem hún minnist S, komið bókinni til skila svo lítið ber á, og hagað svo vinskap ykk- ar eftir því, hver viðbrögð stúlk- unnar verða við leiðréttingun- um. Hver veit, nema stúlkan ætli síðar meir að verða kerlingar- rithöfundur, og sé að safna sér efniviði? FJÖLSKYLDUFLÆKJA. Kæra Vika! Þú, sem ert alltaf svo hollráð, gætir þú nú ekki gefið mér gott ráð í vandræðum mínum. Svo er mál með vexti, að ég kvæntist fyrir tveimur árum stúlku, sem er 18 árum yngri en ég. Þetta er mjög vel lukkað hjónaband og eigum við eina telpu saman. Konan mín er að vestan og hef- ur búið þar með foreldrum sín- um frá barnæsku. En nú er hlaupin smá snurða á þráðinn. Um daginn kom móðir hennar í bæinn til að heilsa upp á tengda- son sinn og uppgötvuðum við þá, að við erum gamlir kunningjar síðan ég var í kaupavinnu þarna fyrir vestan, og tjáir hún mér þá, að ástkær eiginkona mín sé í rauninni dóttir mín. Núna er ég, sem gefur að skilja, í stand- andi vandræðum. Á ég að segja dóttur/konu minni allt? Ég er bara svo voðalega hræddur um að hún muni taka það svo nærri sér að heyra að hún sé lausa- leiksbarn. Með fyrirfram þökk fyrir góð svör, Brandur. — — — Kæri Brandur! Ég komst svo við af bréfinu þínu, að ég skrapp undir fölsku flaggi til þess heimilisfangs, sem þú gafst upp — Silfurvogs 1, Reykjavík, og skoðaði konu/dótt- ur þína. Niðurstaða: ÞÚ SKALT SEGJA HENNI CPP ALLA SÖG- UNA OG HELZT AÐ BÆTA EINHVERJU ENNÞÁ MEIRA KRASSANDI VIÐ. Og svo getið þið bæði skelli- hlegið að brandaranum, Brand- ur minn, og haldið áfram að hrúga niður skilgetnum lausa- leiksbörnum í sama dúr. ÁSTARSORG. Kæra Vika! Mig langar að biðja þig um að leysa úr miklu vandamáli og helzt án útúrsnúninga. Ég var með strák í mánuð og fyrir þrem vikum urðum við eitt- hvað ósátt og hættum að vera saman. Sérstök lög minna mig á hann og ef ég sé bíla eins og hann á, verð ég bæði ergileg og leið í lengri tíma, og ég er viss um að þetta verður ástarsorg í marga mánuði. Fyrst hélt ég að ég væri fegin að vera laus við hann en nú er ég alveg vitlaus í hann. Hvað myndir þú gera í mínum sporum? Myndir þú í mínum sporum hringja í hann og segja að þetta hafi allt verið mér að kenna, eða senda honum ástarkveðju í Lög- um unga fólksins? í Guðs bænum reyndu að hjálpa mér og segja mér hvað ég á að gera. Ein í hræðilegri ástarsorg. P.s. Útúrsnúningar eru engin hjálp. ---------Ef þú verður ennþá í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.