Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 50
UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfékt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN H AN S NOAI ÞaS er alltaf saml lclkurlnn t hénnt Yntf- IsfríS okkar. Hún hcfur fallff tirklna hans Nóa elnhvers staðar f hlaSlnu og heitlr góSum verSlaumjm handa þcim, sem getur fundiS örklna. VerBlaunln eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfektl, og framleiðandJnn er au.SvltaS SœigætisgerS- In NóL Nafn HelmlU örkln er A bls. SfSast er dreglS var hlaut verSIaunln: MAXTHÍAS ANGANTÝSSON, Hólmagrund 1, Sauðárkróki. Vinninganna má vltja í skrifstofu Vikunnar. 3. thl. Vetrarsokkar Framhald af bls. 48. ullargarni í gráum lit, Ijósum eða dökkum eftir smekk. Sokkaprjónar (5 stk.) nr. 2VÍ2. Fitjið upp 16 I. og prjónið prufu með munstri. Verði þvermál pruf- unnar 5 sm. má prjóna eftir upp- skriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garngróf- leika þar til rétt hlutföll nást. Munstur: 1. umf.: * 2 I. sl. bregð- ið garninu um prjóninn, 2 I. sl. prjónaðar saman með þvi að prj. saman aftari lykkjuhelminga, við það hallar lykkjan til vinstri, 2 I. prjónaðar saman með því að prj. saman fremri lykkjuhelminga á venjulegan hátt og hallar þá lykkj- an til hægri, bregðið garninu um prjóninn, 2 I. sl. *. Endurtakið frá * til * umf. á enda. 2. umf.: sl. 3. umf.: eins og 1. umf. Leggið saman 2 prjóna og fitjið þétt upp 96 I. Dragið annan prjón- inn úr fitinni, teygið á henni og jafnið og deilið síðan lykkjuföld- anum jafnt á 4 prjóna. Prjónið stuðlaprjón, 1 I. sl. og 1 I. br., um 8 sm. Prjónið þá 2 umf. sl. og síðan munstur, þar til stk. frá upp- fitjun mælir um 49 sm. Takið þá úr þannig: * 2 I. prj. saman, 4 I. munstur, 2 I. sl. *, endurtakið frá * til * 6 sinnum, 2 I. prj. saman, 4 I. munstur, 2 I. prj. saman til vinstri, 40 I. munstur. Þá eru 88 I. á prjónunum. Prj. 18 umf. og takið þá úr í næstu umf. þannig: * 1 I. sl., 4 I. munstur, 2 I. saman til vinstri *, endurtakið frá * til * 7 sinnum, 37 I. munstur, 2 I. saman. (80 I. á prj.). Prjónið nú áfram án þess að taka úr þar til stk. mælir um 65 sm. Prjónið þá hælinn, tak- ið í hann 40 I. prj. þær sl. og tak- ið úr með jöfnu millibili þar til þær eru 36. Prjónið nú þessar 36 I. fram og til baka á 2 prjóna 26 umf. Myndið þá hælinn með þvf að prj. 22 I. sl., 2 I. prj. saman til vinstri, 1 I. sl., snúið við, takið 1. I. óprjónaða, prj. 9 I. br., 2 I. br. saman, 1 I. br., snúið við, 12. tekin óprjónuð, prjónið þar til 1 I. er eftir að vikinu, prjónið þá sam- an sl. til vinstri lykkjurnar báðum megin við vikið, 1 I. sl., snúið við, takið 1 I. óprj., prj. br. þar til 1 I. er eftir að vikinu, prjónið þá saman br. lykkjurnar báðum meg- in við vikið, 1 I. br. Prjónið nú áfram á þennan hátt og fækkar þá alltaf 1 I. við vikið þar til eng- in lykkja er eftir. Takið þá upp 15 I. á báðum hliðum hælsins og prj. aftur í hring 40 I. Ristin er prj. með munsturprjóni, en aðrar I. með sl. prjóni. Takið nú úr við hælinn þannig: prj. þar til 2 I. eru eftir að munstri, prj. þá þar 2 I. sl. sam- an, prj. 40 I. munstur og þá 2 I. saman til vinstri, og síðan áfram umferðina á enda. Endurtakið nú þessar úrtökur í annarri hverri um- ferð þar til 70 I. eru á prjóninum. Prjónið þá áfram þar til framleist- ur mælist um 20 sm eða hæfilega langur. Prj. allar I. sléttar fyrstu 2 umf. og takið þá úr þannig: * 5 I., 2 I. saman *, endurtakið frá * til * umf. á enda. Prj. 5 umf. og síðan aðra úrtökuumferð þannig: * 4 I., 2 I. saman *, endurtakið frá * til * umferðina á enda. Prj. 4 umf. Prjónið þannig áfram og takið úr með því að hafa 1 I. færra milli úrtaka og einni umf. færra milli úrtökuumferða. Þegar 1 I. er milli úrtaka, eru prj. saman 2 og 2 I. 1 umf., klippt í garn- þráðinn og gengið vel frá honum. Prjónið annan sokk eins. Leggið sokkana á þykkt stykki, leggið yfir þá rakan klút og látið þorna næturlangt. Séuð þið engar prjónalijur, get- ið þið saumað þessa sokka úr köflóttu prjónaefni. Búið til sniðin eftir uppgefnum málum skýringamyndanna. Sníðið og ath., að örin liggi þráð- rétt og munstur mætist eins báð- um megin að aftan. Þræðið sokkana saman og mátið. Saumið í saumavél með fremur fíngerðu spori, og teygið örlítið á saumunum um leið og saumað er. Jafnið saumfarið, og gangið frá því með varpspori [ höndum. Saumið nú sokkinn við framhluta af gömlum sokkum. Brjótið um 3ja sm breiðan fald ofan á sokkana, og saumið niður í höndum. ★ ÞaS er vonlaust aS elska kaþólskan prest Framhald af bls. 11. inn Ottó. Það var hann sem ráð- lagði henni að skrifa bréfið, sem við birtum brot úr hér að framan. Hún endar þetta bréf á þennan hátt: — Prestur, sem í mörg ár hefir elskað konu og með henni drýgt synd gagnvart kirkjunni, getur ekki á þennan hátt fleygt henni út í yztu myrkur. Með að- stoð kirkjunnar ætti ég að geta hjálpað hinum seka presti til að bæta fyrir brot sitt. Það væri jafnvel mögulegt að ég, með ró- legri næveru minni, gæti aðstoð- að við að endurheimta friðinn við kirkjuna í Springe. Þetta bréf bar ekki þann ár- angur sem systir Hildegard hafði vonað. Hans háæruverðugheit, biskupinn Heinrich Maria Jan- sen, lét tilkynna systur Hilde- gard, að hún gæti ekki búið í hnas sókn, né heldur fengið vinnu við neitt prestsetur eða klaustur í biskupsdæminu Hild- esheim. Þar með voru dyr kirkj- unnar lokaðar fyrir henni. Biskupinn hefir eflaust haft sínar ástæður til að neita þess- ari biðjandi konu um hjálp. Kannske var það af nærgætni við Jósep Engel. Allt benti til að hann ætti í erfiðleikum með til finningalíf sitt, og að systir Hildegard ætti auðveldara með að láta á móti sér en hann. Séra Engel skrifaði sinni elsk- uðu Hildegard í gegnum lögfræð- ing og bauðst til að láta hana hafa allar nauðsynjar, en að hann gæti ekki tekið hana aftur til sín. Hún skrifaði honum einu sinni ennþá, um það bil sem hún varð fjörutíu og tveggja ára, og bað hann um að ákveða sig, ann- aðhvort að giftast sér, eða að snúa sér algerlega að prestskap. Það er mjög ótrúlegt, að séra Jósep hafi getað svarað þessu bréfi öðruvísi en neitandi. Ást hans á systur Hildegard hafði eyðilagt líf hans. Hann er ennþá í Springe, sveitaprestur án rétt- inda. Hann hefir ekki leyfi til að prédika og hann má ekki taka fólk til skrifta. Þessi prestverk lætur biskupinn aðra gera. Það getur verið að hann endurheimti réttindi sín með tíð og tíma, en hvenær það verður veit enginn nema biskupinn og kirkjustjórn- in. Systir Hildegard býr í Köln, og vinnur við veraldleg störf, og þar sem séra Jósep hefir ákveð- ið að helga líf sitt kirkjunni, er engin von fyrir hana um hjóna- band. Fyrir fólk, sem ekki er kaþólskt, er þessi saga harla ó- trúleg, en frá sjónarhóli kaþólsku kirkjunnar er þetta ofur einfalt. Allir kaþólskir prestar sem kom- ast í sömu ógöngur og Jósep Engel verða að velja, annaðhvort að gera bót og velja prestsem- bættið, eða að lifa borgaralegu lífi, bannfærðir af kirkjunni. Þannig voru örlög þessara tveggja mannvera. Nú geta þau aðeins beðið hvort fyrir öðru, ef þau hafa þá hugrekki til þess. Fyrir séra Jósep var nærvera systur Hildegard freisting, sem hann gat ekki staðizt, og þess vegna urðu þau að skilja. Söfnuð- urinn í Springe missti sína líkn- arsystur, og eftir situr einmana prestur. ★ Ég undirrit....... leyfi mér hérmeð að benda á ungfrú sem þátttakanda í fegurðarsamkeppni 1965. Háralitur:........Hæð:...........Mál (ef hægt er).......... Heimilisfang ............................... Sími ......... Núverandi atvinna............................. Aldur....... Undirskrift með fullu nafni Sendist til Vikunnar, Skipholti 33, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.