Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 13
Það var satt, Sonny var sláandi líkur apa. Þetta ótótlega andlit, og síðar meir skallinn, hafði löng- um gert honum lífið leitt. Nú stóð honum nákvæmlega á sama hvern- ig hann Ieit sjálfur út. Sonny var orðinn fjörutíu og þriggja, og hon- um fannst hann vera strákur. Hann var ekki nema 1,60 m á sín- um háhæluðu skóm, og honum fannst hann vera tröll. Hann lét nú Verdi eiga sig, en tók til við Rodgers í staðinn. „Ó, slíkur un- aðsdagur", söng hann fullum hálsi. „Aldrei ég dag slíkan leit“. Hann klæddist ekki i orðsins venjulegu merkingu, heldur skipti um náttföt og fór i setslopp utan- yfir. Hélt síðan aftur niður stig- ann og inn í skrifstofu sina, dró skúffu út undan borðinu og tók upp úr henni mikla minnisbók, bundna i flórensskinn, hvitt sem fílabein og mjúkt sem hörund á meyjarkviði. Gómar hans gældu við skinnið — hann hafði alltaf haft miklar mætur á öllu, sem fallegt var — og svo tók hann að fletta blöðunum. Fullorðnum piparsveinum hættir til að skrafa við sjálfa sig. „Laugardagur," tautaði hann, „fullsetinn." Sonny lagði minnisbókina aftur í skúffuna, læsti skúffunni. „Of- ureinfalt," mælti hann þýðum rómi. Önnur orð lágu honum og á vörum; „veilulaust" og „gersam- lega öruggt". En hann hélt sig við það orðið, sem honum fannst vera táknrænast fyrir það líf, sem hann lifði nú, — einfaldleika þess, óbrigðulan, árangursríkan og auðveldan. Hann hélt inn í setustofuna, settist og beið. Leit á klukkuna á arinhillunni, hún var að verða tíu. Hann heyrði bíl nálgast og nema staðar úti fyrir, hurðarskell, þvínæst var drepið lágt á útidyr. Klukan var á mínútunni tíu. Sonny brosti, reis á fætur og hélt til dyra. „Munar ekki minútu," sagði hann, ekki laust við sjálfsaðdáun. Dagsönn hans var hafin. Alllöngu seinna um daginn hringdi síminn. „Halló?“ svaraði hann. Hann þekti röddina. „Þetta er Millie Van Bustenhalter. Ég hringi vegna vinstúlku minnar, Sandra Sharone heitir hún. Hana langar til að tala við yður.“ „Allt i lagi , gerið svo vel.... “ Eftir stutta þögn heyrðist fram- andi rödd í símanum. „Halló, herra << „Heyrði ég það ekki rétt, að Millie segði að þér hétuð Sandra Sharnoe? Ég geri ráð fyrir að þér eigið við eitthvað að stríða og viljið gjarna leita aðstoðar minnar...." „Jú, sko.... hún segir að þér náið svo lygilegum árangri, og ég er að örvæntingu komin.... “ „Ég ætla að benda yður á eitt, Sandra Sharnoe.... það er veit- ingastaður á Völlunum, beint vest- ur af Doheny. Getum við hitzt bar eftir — segjum klukkustund?“ Hún hikaði. „Jú.... ætli það ekki Á Sólsetursvöllum, vestur af Doheny?" „Norðanvert við götuna. Ég sit þar inni og drekk mjólk. Ég verð í dökkgráum fötum, með rautt bindi og hvíta nelliku í hnappa- gatinu." Sandra virtist í vafa. „Ég veit ekki.... “ „Þér eigið það algerlega við sjálfa yður. Ég verð þarna að minnsta kosti. Ef við skyldum hittast — ágætt. Ef ekki, þá kem- ur það mál ekki við mig. Dökk- grá föt, rautt bindi, nellika í hnappagatinu." „Allt í lagi, herra.... fyrirgefið, hvað heitið þér annars?“ „Sjáumst þá eftir klukkustund.“ Hann lagði á talnemann, klædd- ist dökkgráum fötum, batt á sig rautt silkibindi og stakk í það prjóni með granatsteini. Þá fyrst mundi hann að blómasalinn hafði eki átt neinar nellikur, en sent hvítar rósir og beiðzt afsökunar. Sonny sleit eina af stöngli í vendin- um, sem stóð i vasa uppi á slag- hörpunni og stakk henni vendi- lega í hnappagatið á jakkakrag- anum. Rós hlaut að gera sama gagn. Það var stutt að ganga sveig- götuna ofan brekkuna, framhjá húsi Stravinskys. Háfætt, móeygð þokkagyðja með rauðjarpt hár gekk inn á veitingastaðinn í sama mund og hann fékk sér annan sopann úr mjólkurglasinu. Hún leit feimnislega kringum sig, virti fyrir sér dökkgrá föt hans, rauða bindið og rósina, stiklaði síðan á trjónuhælunum yfir að borðinu til hans, og mjúkþrýstinn barmur hennar gekk í byljum. Frítt and- lit hennar var þreytulegt, móða á móbrúnum augunum, hvort- tveggja sennilega fyrir svefnleysi eða einhverjar þjáningar nema bæði væri, og hún hafði ekki hirt um að mála sig eða dyfta. Eigi að siður var hún ómótstæðileg. Áður en hún gat nokurs spurt, mælti Sonny: „Sandra Shannoe?" „Já.“ „Ég er Halsted Greý. Gerið svo vel að fá yður sæti. Má ekki bjóða yður kaffibolla? Ekki það? Ekk- ert? Jæja, fyrst er það þá tvennt, sem við skulum koma á hreint. I fyrsta lagi er ég ekki læknir, og læt ekki sem ég sé það. I öðru lagi, að ég tek ekki neina peninga fyrir aðstoð mina. Þegar ég veiti hana, er það einungis fyrir tilmæli vina minna. Eða greiði, sem ég geri vinum vina minna — eins og yður. Þér skiljið það?“ Sandra Sharnoe kinkaði kolli. „Ágætt,“ sagði hann og drakk í botn. „Eruð þér með bíl?“ Hún ók sveiggötuna upp að húsi Sonnys eftir leiðsögn hans. Og eins og til þess að halda uppi sam- ræðum, spurði hún: „Á hverju lifið þér eiginlega, fyrst þér takið ekki peninga fyrir þetta? Hvað starfið þér annað?“ „Ekkert," svaraði hann viöstöðu- laust. „Ekki samt svo að skilja. að ég liggi í leti og hafizt ekkert að. Vinir mínir sjá mér fyrir næg- um verkefunm. Nei, faðir minn, Halsted Grey eldri, það var maður sem vann, og það sem hann lét mér í arf — þættu víst raunar ekki nein býsn núna —það nægir til þess þarf ég ekki að hafa neinar efnahagslegar áhyggjur.“ Þetta var laglega samið og hann kunni það utanað. Og svo hafði það þann ómetanlega kost, að það var satt. Þegar Þau komu inn í dagstof- una, bauð hann henni að setjast í þægilegan stól og taka af sér skóna, sem hún þáði. Hann setti hljómplötu með einu af verkum Deliusar á plötuspilarann og sneri sér síðan að henni. „Jæja,“ spurði hann, „hvað amar að?“ Hún lagði granna, vel snyrta fingur með gljáðum nöglum að enni sér. „Höfuðverkur," svaraði hún. „Eins og verið sé að kljúfa á mér höfuðið. Og það er æfing hjá mér á morgun. Ég fæ alltaf sárastar höfuðkvalir fyrir æfing- ar.“ „Eruð þér leikkona, Sandra?" „Dansmær," svaraði hún. „Ég verð kannski ráðin i stórkostlegt sjónvarpsatriði, ef þessi æfing á morgun.... “ „Ég skil. Þér hafið að sjálfsögðu leitað læknis?" Hún andvarpaði. „Auðvitað. Þeir segja að það sé of mikið taugaálag, ekkert annað. Og Það veit ég. Þeir hafa ráðlagt mér allsonar töflur, sem annaðhvort reynast áhrifalausar eða deyfa mig.“ Sonny kinkaði kolli. „Einmitt. Jæja, við skulum reyna. Hvað eruð þér annars gömul, Sandra?" „Tvitug." „Vitið þér í hverju mín aðferð er fólgin?" Sandra hristi höfuðið. „Nei. Millie sagði mér einungís að þér væruð stórkostlegur.... “ „Það er dáleiðsla," sagði hann. „Einungis dáleiðsla. Ég get læknað yður af þessum höfuðverk, svo að þér verðið eins og önnur mann- eskja á morgun og þurfið ekki að kvíða æfingunni. Því miður get ég ekki veitt yður varanlegan bata, eða öllu heldur vil það ekki, þar sem slík lækning getur verið hættuleg. Ég get ekki numið brott orsökina, einungis áhrifin. Og ég skýri yður frá þessu öllu saman, vegna þess að ég vil að allt liggi ljóst fyrir." Sandra kinkaði kolli og Sonny mælti enn: „Eins og þér munuð skilja þarf ég að hafa fyllstu sam- vinnu við yður um þetta; það gefur auga leið. Fyrst og fremst — veitið ekkert viðnám. Fer vel um yður? Ágætt. Slakið þá á og hlustið á tónlistina. Mér finnst þetta ákaflega róandi tónlist. Eink- ar draumvær, niðandi tónlist. Þér sjáið næluna, sem ég er með I bindinu? Þetta er granatsteinn, ákaflega róandi að horfa I hann, gagnsær, óendanlega.... óendan- lega djúpur. Horfið í hann. Þeg- ar þér horfið á þennan stein, fall- ið þér í svefn, óendanlega djúpan svefn." Hann gerði stutta Þögn. „Það er eins og handleggimir Framhald á bls. 28. VIKAN 3. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.