Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 9
BiLAR '65 BMW 1500 og 1500 Verksmiðjan er í Bæjaralandi, Vest- ur-Þýzkalandi, og hefur orð á sér fyrir framúrskarandi bíla. BMW 1500 og 1800 eru svo til að öllu leyti eins nema hvað 1800 er 100 hestöfl í stað 90 og svo er hægt að velja um fleiri liti af þeirri gerð. BMW 1500 hefur verið til sýnis nýlega hjá umboðinu, Kristni Guðnasyni á Klapparstíg. Að ytra útliti er bíllinn einkar látlaus, en að flestra dómi fallegur og hefur þann kost, að hann hrópar ekki um það, hvar sem hann fer, að hér sé dýr og vandaður bíll á ferð. Það sést aftur á móti betur með það að líta inn ( hann. Mælaborðið er með því alfallegasta sem sést, sömuleiðis sætin og innrétting öll. Gólfskiptingin er framúrskarandi, enda gírkassinn frá Porsche. Vélin í BMW 1500 er 90 hestöfl fjögurra strokka, hámarkshraði 150 km og viðbragð 0—100 km 16,8 sek. Eyðsla nálægt 10 I á 100 km. Stærð- in er svo til nákvæmlega sú sama og á Opel Record, farangursrými feiknarstórt og bíllinn allur rúm- góður. Þykkt teppi á gólfi. Fjöðr- un frábær og sjálfstæð uppheng ing á hverju hjóli. Afgreiðslufrest- ur að jafnaði 3 mánuðir. Verð á BMW 1500: 285 þúsund og 300 þúsund á BMW 1800. Austin 1800 Á bílasýningu í Earls Count í Lond- on, vakti þessi bíll hvað mesta athygli, enda er hann óvenjulegur um margt. Hann er framhjóladrif- inn, vélin fjögurra strokka 84 hest- afla. Hámarkshraði um 150 km, viðbragð 0—100 km 15,5 sek. Bremsur: Diskar með loftþrýstingi að framan, borðar að aftan. Hér er í aðalatriðum fylgt þeirri stefnu, sem British Motor Corporation hef- Alffa Romeo Giulia T 1 Afburða fallegur, ítalskur bíll, sem enn hefur ekki verið fluttur til íslands. Umboð hefur Runólfur Sæmunds- son. Vél fjögurra strokka 106 hestöfl, 1570 cc. Diskabremsur með loftþrýstingi. Þetta er tveggja dyra bíll, 4—5 manna. Hámarkshraði um 170 km. Alfa Romeo er framleiddur í 13 mismunandi gerðum, en þær eru allar hraðskreiðar og mjög sportlegar. Ekki er vitað um verð. ur framfylgt í Austin og Morris mini ur rúmgóður, sérstaklega vegna rými innan úr bílnum. Það er Garð- og Morris 1100. Loftkútafjöðrun á þess að hjólin eru mjög nærri horn- ar Gíslason, sem umboð hefur fyr- sama hátt og í Morris 1100. Sagð- unum og hjólhlífarnar taka ekki ir þennan bíl. Verð kr. 240. þúsund. Aufo ys^loo DKW F 102 Eins og kunnugt er, þá hafa þetta verið tvö aðskilin merki, en nú kemur nýr bíll undir báðum þessum merkjum. Ekki þarf að sök- um að spyrja, að hér er farið þann gullna meðalveg, sem vinsæll hefur reynzt; þetta er allt að því að vera kópía af Taunus 12, sem allmikið er til af hér. Þó er grillið öðruvísi. Þetta er annars nokkuð athyglisverður stór smábíll eða lítil millistærð. Hann er tveggja dyra og væntanlega fáanlegur með fjórum dyrum síðar, framhjóladrifinn, fjögurra gíra kassi, alsamstilltur, innsiglað kæli- kerfi, diskabremsur að framan. Vélin er þriggja strokka, 60 hest- afla, hámarkshraði nálægt 140 km. Auk þess: teppi á gólfi, tvö bakkljós og farangursrými 21 cubic fet. Umboð Ræsir — Verð: 200 þúsund. VIKAN 3. tbl. 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.