Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 25
IMSSTYRJÖLDINA YRJÖLDIN 1936 hershöfðingi, sem fór með einræðis- vald frá 1923—1930. Kom hann á margvíslegum umbótum, en hrökkl- aðist frá völdum vegna misklíðar við konunginn og vandræðaástands þess, er heimskreppan mikla hafði í för með sér. Alfons konungi, sem var þokkalega greindur maður, en hálfgerður flautaþyrill, tókst hins vegnar ekki að ná neinum tökum á stjórnmálunum að Rivera frá- gengnum og flúði land. Varð Spánn þá lýðveldi og tók flokkur frjáls- lyndra, er naut stuðnings millistétt- anna, við stjórn, undir forustu Manu- els Azana. Var hann Ijúfmenni en enginn skörungur. Vildi hann gera Spán að lýðræðisríki á borð við Bretland og Frakkland, hnekkja of- urveldi kirkjunnar, einkum í frajðslumálum, og útiloka herinn frá stjórnmálaafskiptum. Einnig veitti hann Katalónum og Böskum sjálfs- stjórn þá, er þeir höfðu lengi heimt- að, enda frábrugðnir Kastilíumönn- um — hinum eiginlegu Spánverjum — um margt. Mál Katalóna er ná- skylt próvensku, máli Suður-Frakka, en tunga Baska er ekki einungis alls óskyld spænsku, heldur og öll- um indóevrópskum málum. Umbótatilraunir Azana mættu að sjálfsögðu miklum fjandskap aftur- haldsaflanna, og í þann flokk skip- uðu sér fljótlega félög fasista, sem farið var að stofna í landinu að þýzk-ítalskri fyrirmynd. Kölluðust spænsku fasistarnir falangistar. Þeir voru að vissu marki róttækir og umbótasinnaðir og höfðu því megnan ýmugust á íhaldinu, en kusu þó heldur að styðja það en frjálslynda, einkum eftir að sósíalist- ar og kommúnistar snerust til fylgis við þá síðastnefndu. í annan stað naut stjórnin engrar vináttu anar- kista, sem voru mjög áhrifamiklir í landinu, einkum í Katalóníu og Andalúsíu. Voru þeir potturinn og pannan í öllum þeim aragrúa verk- falla og uppþota, sem gerð voru víða um land á næstu árum. Þeirra mest var uppreisn námumanna í Astúríu, og urðu þeir ekki bugað- ir fyrr en spænska útlendingaher- sveitin ásamt nokkrum Máraher- deildum var kölluð á vettvang. Fjandskapur hægri aflanna gegn stjórninni var nú orðinn svo áber- andi, að frjálslyndir, sósíalistar og kommúnistar sáu þann kost vænstan að ganga sameinaðir til kosninga 1936, og unnu þá stórsigur. Jafn- vel anrakistar áttu hlut að sam- fylkingu þessari. Eitt af fyrstu verk- um hinnar nýju stjórnar var að gera ráðstafanir til stórfelldrar skiptingar stórjarða. Hægri öflin tóku þá að undirbúa uppreisn, og voru hershöfðingjarnir einkum at- hafnasamir í því vafstri. Varð þeim það til ómetanlegrar hjálpar, að flestir leiðtogar frjálslyndra og vinstri manna voru litlir karlar, sem þar að auki voru sjaldnast sam- mála um nokkurn hlut og höfðu ekki betri tök á landslýðnum en svo, að verkföll, uppþot og hryðju- verk héldu áfram að vera daglegt brauð. Uppreisnin hófst í júlí 1936. Stjórn framkvæmda hennar komst fljótlega öll í hendur hershöfðingja, að nafni Francisco Franco Baha- monde, enda varð hann svo stál- heppinn að flestir hugsanlegir keppinautar hans um yfirstjórnina annað hvort drápust í flugslysum eða var slátrað af stjórnarliðum þegar f upphafi borgarastyrjaldar- innar. Hefur þetta líklega verið happ fyrir uppreisnarmenn, því Franco reyndist bæði slyngur og duglegur herstjórnandi. Hann var ættaður frá Galisíu, en íbúar þess fylkis mega líkt og Baskar og Kata- lónar teljast sérstök þjóð, tala mál náskylt portúgölsku. Þeir eru sagð- ir alvörugefnir menn og fastir fyrir, sparsamir og nægjusamir, enda stundum kallaðir Skotar Spánar. Franco þótti frá unga aldri hafa nefnda eiginleika sveitunga sinna til að bera, enda komst hann skjótt til frama í hernum; gat sér mikið frægðarorð í löngu og blóðugu stríði, sem Spánverjar áttu við Riffkabýla í Marokkó, en þeirra leið- togi var hinn frægi uppreisnarsegg- ur Abd-el-Krim. Hann sýndi einnig dugnað við að berja á námamönn- unum í Astúríu, sem áður er getið. Stjórnin trúði honum þó illa og gerði hann að landstjóra á Kanarí- eyjum, í von um að í þeim útskerj- um gæti hann ekkert illt af sér gert. En það fór á aðra leið, því þegar í upphafi uppreisnarinnar varð hann allsráðandi í nýlendum Spánverja í Afríku. Tókst honum að fá mikinn fjölda Mára og Berba til liðs við sig með því að rægja stjórn- arsinna sem guðleysingja, sem myndu fara fram með jafn mikl- um ofstopa gegn játendum Krists og Múhameðs, sem jú báðir eru í há- vegum hafðir í Islam. Þetta lið sitt flutti Franco yfir Gíbraltarsund í flugvélum, sem hann fékk lánaðar hjá góðkunningjum sínum ttveimur; hét annar Hitler en hinn Mússólíni. Var þetta í annað sinn, sem múhameðskur her fót í heilagt stríð yfir á Spán, og varð hann sigur- sæll sem fyrr. Auk þessarar innrásar gerðu hershöfðingjarnir uppreisn í vel- flestum stærri borgum landsins. Náðu þeir fljótlega á vald sitt norð- urhluta landsins mestöllum, Galislu, León, Gömlu Kastalíu, Navarra og Aragóníu, enda var fylgi þeirra þar hvað mest. Einnig náðu þeir ör- uggri fótfestu í suðurhluta lands- ins og hertóku þar meðal annars borgir eins og Sevilla, Cadiz, Cor- dóva og Granada. í síðasttöldu borginni var skáldið García Lorca þá staddur og týndi lífi, og er talið líklegast að falangistar hafi myrt hann. Stjónarsinnar snerust auðvitað til varnar, en aðgerðir þeirra ein- kenndust mjög af fumi og ráða- leysi og ekki sízt sundurlyndi. Þeim tókst þó í upphafi að kæfa upp- reisnartilraunir hersins í Madrid, Katalóníu og Basklandi, þar sem fylgi þeirra var mest, og í suður- héruðum landsins yfirleitt. Létu þeir hvarvetna kné fylgja kviði gagn- vart andstæðingunum, einkum voru kirkjunnar menn hart leiknir. Æðri sem lægri klerkar, munkar og nunnur voru myrt í þúsundatali, gjarnan að undangengnum pynd- ingum. Þá voru kirkjur brenndar og saurgaðar í stórum stíl. Jafnframt þessum hryðjuverkum reyndu stjórnarsinnar að skipu- leggja lið sitt til átaka, hvað reynd- ist fullerfitt, því þótt margir óbreytt- ir soldátar hefðu að vísu haidið tryggð við þá, höfðu nær aliir her- foringjar gengið uppreisnarmönnum á hönd. Varð stjórnin nú einkum að treysta á stuðning verkalýðs- og smábændasamtaka, sem lýstu yfir allsherjarverkfalli og kölluðu meðlimi sína til vopna. Fékk stjórn- in þannig að vísu óf liðs á sín snæri, en illa æft og foringjafátt. Þá jók það mjög vandræði stjórnar- innar, að á hennar svæði bjó meiri- hluti landsmanna en matvælafram- leiðsla var aftur á móti meiri í hér- uðum uppreisnarmanna; gerðist því skjótt mikill skortur matvæla og annarra nauðsynja á Suður-Spáni. Norður í landi bjó Franco lið sitt til frekari átaka og varð vel ágengt, þar eð hann var nálega einvaldur yfir sínum mönnum en stjórnarmegin voru á hinn bóginn margir kallaðir en fáir útvaldir til forustu. Auk fastahersveita þeirra spænskra og marokkanskra, sem hann hafði með sér frá upphafi, bættist honum skjótt lið úr hinum nýunnu héruðum, bæði sjálfboða- liðar og útboðslið. Auk þess fékk hann nokkurn stuðning frá Portú- gal, þar sem Salazar var þá þegar kominn til valda, og þó einkum frá þeim Hitler og Mussolini, sem hugðu gott til glóðarinnar að eign- ast bandamann að baki Frökkum og rétt við eina lífæð brezka heims- veldisins: Gíbraltarsund. Sendu Þjóðverjar Franco margt góðra drápstækja auk ráðunauta og tæknifræðinga, svo og flughersveit, sem kennd var við kondórinn, eitt gráðugasta hrædýr veraldar. Stýrði því liði Hugo nokkur von Sperrle, sem Hitler gerði síðar að mar- skálki og lét stjórna loftárásunum á Lundúni. ítalir lögðu uppreisn- Það var grimmilegt hug- sjónastríð, sem endaSi með sigri fasista og því er Spánn fátækt land enn í dag. Á hak við fasist- ana stóðu þeir Hitler og Mussolini, en Stalín reyndi að hygla komm- um í stjórnarhernum. Allt að pví ein milljón manna fórst í þessu borgara- stríði. Dagur Þorleifsson tók saman. Francó var svo heppinn, a3 keppi- nautar hans ýmist fórust eða voru drepnir. Hann varS einróður yfir fas- istahernum, en stjórnarherinn hafSi óókveSna forustu. VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.