Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 28
Nakin í Xanadu Framhald af bls. 13. veröi óumræðilega þungir.... á- kaflega, ákaflega þungir. Og fæt- urnir svo blýþungir, að þú getur ekki hreyft þá.... Nú verða augnalokin þung, ákaflega þung .... augu þín lokast, lokast, lok- ast, lokast.... Nú eru augu þín lokuð og þú sefur.“ Og hún féll í fastan svefn. And- ardrátturinn var léttur og reglu- legur. Hann dýpkaði dásvefn hennar. „1 hvert skipti, sem þú dregur að þér andann, verður svefn þinn dýpri og fastari.... dýpri.... fast- ari.... dýpri....“ Þvínæst gerði hann nauðsynleg- ar öryggisráðstafanir. „Ekkert fær vakið þig fyrr en ég vek þig. Ekkert truflar þig. Þú heyrir ekk- ert hljóð, enga rödd nema mína.“ Og enn mælti hann: „Augu þín eru svo fast lokuð, að þú getur ekki með neinu móti opnað þau. Því meir sem þú reynir, því fast- lokaðri verða þau. Reyndu.... reyndu að opna þau....“ E'n augu hennar voru lokuð. „Þú þarft ekki að reyna frek- ara; þú finnur að það er þýðing- arlaust,“ mælti hann. Enn gerði hann nokkrar öryggistilraunir, en viðbrögð hennar reyndust öll eins og þau áttu að vera. Hann gekk léttum skrefum inn í skrif- stofu sína og kom þaðan aftur með blað og pappírshefti. „Hvað heitirðu?" spurði hann. Rödd hennar var sem hún bær- ist langt úr fjarska. „Sandra. . . . Sartelli." „Hvað ertu görnul?" „Tuttugu og tveggja....“ „Það er rétt, Sandra — þú verð- ur alltaf að segja mér sannleikann. Mundu það, alltaf að segja mér sannleikann. Ertu gift?“ „Nei.“ „Þú ert yfirleitt laus.... öll þriðjudagskvöld ?“ „Nei.“ „Hvað veldur?" „Dansæfingar." „En á föstudögum, milli klukk- an tíu og ellefu á morgnana.... þú ert yfirleitt laus þá?“ „Já.“ Hann skrifaði sér til minnis í pappírsheftið. Mælti síðan lágt og gætilega: „Hlustaðu nú vel á mig og taktu eftir hverju orði mínu. Á föstudagsmorguninn kemur, þann 10. þessa mánaðar, reynir þú af fremsta megni, en þó inn- an skynsamlegra tækmarka, að vera komin hingað klukkan tíu. „Á föstudaginn kemur, þann tí- unda þessa mánaðar...." Hún endurtók fyrirskipanir hans orði til orðs, svo að hann hafði fyllstu ástæðu til að vera ánægður með árangurinn. Fyrirskipunin mátti ekki vera afdráttarlaus; það gat haft þá hættu í för með sér, að dáþolinn skeytti hvorki umferð- arljósum né öðru, til þess að vera komin á ákveðnum tíma á hinn ákveðna stað. Og ef það hindraði hann til dæmis, að hann lægi sjúk- ur, kannski nýuppskorinn I sjúkra- húsi, gat hann fengið taugaáfall, vegna þess að honum var ógerlegt að framkvæma skipunina, sem dá- valdurinn hafði falið í undirvit- und hans. Með tilliti til þessa hafði Sonny slegið nauðsynlega var- nagla, sem girtu fyrir slíka hættu ef til kæmi....“ Fresta ég ein- faldlega heimsókninni þangað til annan föstudag, klukkan tíu,“ þuldi Sandra. Þann morgun mundi Sonny svo endurtaka þessa sömu skipun, þegar hún væri fallin I dásvefn. „Þegar þú ferð héðan, ekurðu beinustu leið heim,“ mælti Sonny enn. „Við fyrsta græna umferðar- ljósið, sem þú sérð, gleymirðu símanúmerinu minu. Við það næsta gleymirðu heimilisfanginu mínu. Og þegar þú kemur að því þriðja gleymirðu hvað ég heiti. Þegar þú leggst til svefns í kvöld, gleymirðu hvernig ég lít út, gleym- ir hvernig húsið litur út, gleymir að þú hafir komið hingað. Þú gleymir, aö þú hafir nókkurntima komiö liingaö. Endurtaktu þessa skipun...." Hún gerði það. Endurtók skip- anir hans orði til orðs. Þó að þau svo mættust á götunni á morgun, mundi hún alls ekki bera kennsl á hann. „Bn á föstudagsmorguninn rek- ur þig allt í einu minni til þess hvar hús þetta stendur, og getur fundið það, en þú manst samt ekki heimilisfangið, símanúmerið eða hvað ég heiti. Endurtaktu þessa fyrirskipun." Og það var eins og við manninn mælt. „Spyrji einhver þig hvert þú ætlir, segir þú það ekki, því að þú veizt það ekki. Eigi að síður hefurðu einhverja sennilega sögu á hraðbergi, þér til afsökunar viö þann, sem kann að spyrja. Endur- taktu þessa fyrirskipun. Hún gerði það. Og Sonny ákvað með sjálfum sér, að færa stefnu- mótið yfir á aðra daga og stundir þegar frá liði, til þess að ekki félli neinn grunur á hana. „Og nú tekurðu vel eftir einu orði, sem ég segi og leggur þér það á minni. Það er orðið „Xan- adu“. Heyrir þú aðra en mig segja það, eða þú lest það einhvers staðar, hefur það ekki nein áhrif á þig. En þegar þú ert hingað komin, og heyrir mig segja það, fellur þú samstundis i djúpan dá- svefn. Djúpan, djúpan dásvefn, eins og þú sefur núna. Þegar ég — og einungis þegar ég — segi Xanadu .... Endurtaktu þessar fyrirskipanir....“ Hún hlýddi. Næst þegar hún kæmi, mundi hann ekki þurfa að beita neinum ráðum til að dáleiða hana; hann færi til dyra, þegar hún gerði vart við sig. Og hún mundi ganga inn, brosa, eins og afsakandi á meðan hún reyndi að rifja upp hvað hann héti, og hvers- vegna hún væri eiginlega hingað komin. Og hann mundi bjóða henni sæti og spyrja hana, eins og fyrir hendingu, hvort að hún kannaðist nokkuð við kvæði, sem byrjaði á þessari ljóðlínu: „1 Xanadu hann Kubla Khan....“ og áður en hann hefði sagt „Khan“, mundi hún hafa lokað augunum og fallið aftur á bak í stólinn. „Xanadu", mundi hann svo endur- taka hvað eftir annað, „Xanadu, Xanadu, Xanadu,“ og svefn henn- ar mundi verða fastari og dýpri við hverja endurtekningu. „Stattu á fætur, Sandra....“ Hún stóð á fætur og hann tók i hönd henni. „Komdu með mér,“ sagði hann og leiddi hana upp stigann. Þau sátu hlið við hlið á rekkju- stokki hans. „Sandra," mælti hann, „þú verður að vera mér fyllilega hreinsilin og einlæg, þegar þú svarar næstu spurningu minni. Það er óumræðilega mikilvægt, að þú segir mér satt og sért ekki einungis heiðarleg gagnvart mér, heldur líka sjálfri þér....“ Hann gerði nokkra þögn á máli sínu, til þess að orð hans greyptust sem dýpst í undirvitund hennar. „Ég vil að þú munir.... ég vil að þú munir alla þá karlmenn, sem þú hefur þekkt náið, sex undanfarin ár. Alla þá menn, sem þú hefur þekkt náið, eða þú hefur hugsað mikið um, eða dreymt um jafn- vel þó að þú hafir ekki þekkt þá persónulega að ráði. Kallaðu þá fram úr hugskoti þínu; alla.... alla.“ Á meðan hún taldi og þuldi, kveikti hann sér í sígarettu. Þetta hafði allt gengið svo ótrúlega vel, og það var ekki í fyrsta skiptið, sem hann furðaði á því hvílík hending það í rauninni var, sem hann átti alla þessa hamingju sína að þakka. Það hafði meira að segja engu mátt muna, að hann yrði ekki af öllu saman, og hann var forlögunum innilega þakklát- ur fyrir að svo fór ekki. Hefði hann til dæmis ekki hangið heima við sjónvarpið visst kvöld fyrir sex mánuðum og látið sér leið- ast; hefði ekki þessi Horne rit- höfundur hringt heim til hans og boðið honum i skyndisamkvæmi og hefði nefndur Horne ekki freistazt til þess, þegar á leið kvöldið, að fara að gorta af dá- valdshæfileikum sínum og síðan að sanna þá.... Sonny brosti gegnum sígarettureykinn.... ein- mitt allt þetta hafði gerzt.... „Allt í lagi, allt í lagi,“ hafði Horne sagt. „En ég tek það fram, að það er ekki alltaf, sem mér tekst upp.... ég er ekki neinn galdramaður. Það heppnast á stundum og á stundum ekki. Þetta er ekki á neinn hátt dularfullt, þetta byggist einungis á einfaldri, vísindalegri tækni.... “ „Ég legg tuttugu dollara undir, að þér takizt það ekki,“ sagði Sonny. „Engin veðmál, enda veðja ég aldrei, nema þegar ég er viss um vinninginn. En eins og ég sagði, þá tekst mér þetta ekki alltaf. Hver vill bjóða sig fram í tilrauna- skyni? Þú, Sonny?" „Nei, þakka þér fyrir. Ég vil heldur vera áhorfandi." Horne rithöfundur sneri sér að hávaxinni, sveitasakleysislegri fyr- irsætu. „Hvað segir þú um það, Mavis. Einhverra hluta vegna eru stúlkur oft auðveldari viðfangs 28 vikan 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.