Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 47
inn? Úti á svölunum. Það er vina- legt þar. Við skulum hittast um sjöleytið. Ég bíð í forsalnum. Sambandið milli Julie og Cecilia Thorpe hafði verið með ýmsu móti. Fyrir langa löngu hafði Julie hatað þessa konu. Það var meðan Julie var mjög ung og tilfinninganæm. En síðustu ár- in var hún orðin skynsamari. Á grundvelli sameiginlegrar sorgar höfðu þær stofnað til sambands, sem stundum nálgaðist vináttu. En nú í kvöld var mjótt á mun- unum á ný. Nú stóð hún í forsalnum, klædd í látlausan gulan kjól, dökkt hárið silkigljáandi og horfði óró- leg á lyftudyrnar, sem opnuðust og lokuðust. Tveir og þrír komu út úr lyftunni, glæsiklæddar gamlar brúður með pastellita lokka, gimsteina, refi og minka, smokingklæddir karlmenn. Þeg- ar myrkrið skall á, færðist veizlubragur yfir Alpenstadt. Næstum hálftíma of sein, steig frú Thorpe að lokum með virðu- legu fasi út í ljós kristalskrón- unnar. Því varð ekki neitað að þetta var tíguleg kona — grann- vaxin og lítil, en reisuleg í fasi. Hárið var eins og ryðrauður geislabaugur yfir hvössum, dimmum augunum. Hún var íburðarmikið klædd í jaðigrænan kjól með minkaslá. Eitt andar- tak stóð hún grafkyrr framan við lyftuna, strengdi á undirhök- unum og leyfði þegnum sínum náðarsamlegast að horfa á sig. Svo festi hún sjónir á Julie. — Julie! Elsku Julie! Hún trítlaði til hennar. — Svo dásam- legt að sjá þig! Litlar hendur hennar voru kaldar og þurrar. Koss hennar var eins og eftir fuglsgogg. — Hefurðu beðið lengi? — Nei, svaraði Julie brosandi. — Þú lítur vel út. — Einmitt? Hún hnussaði og yppti öxlum. — Finnst þér það? Hún virti Julie fyrir sér frá hvirfli til ilja með röntgenaug- um. — Þú lítur bráðþokkalega út líka, Julie, sagði hún að lok- um, móti vilja sínum. — Sæt og nett. Og svo dásamlegt að sjá þig, vina mín. Þær gengu út á svalirnar, sem voru upplýstar með kertaljósum. Julie valdi borð, sem var nokkuð afsíðis. — Hvað viltu drekka? — Lítið glas af óblönduðu sérríi. Kvöldverðurinn er klukk- an átta. Ég sit hjá þremur þýzk- um konum, barónessum. Ég vona, að þér finnist þær ekki allt of leiðinlegar. — Einn martíni og einn ó- blandaðan sérrí, takk. Julie brosti við þjóninum og brosti við frú Thorpe yfir iðandi kertalogann. — Varstu ekki undrandi að heyra í mér? spurði hún. — Undrandi? Frú Thorpe hnussaði og brosti síðan gervi- brosi. — Jú, svo sannarlega var ég það. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um að þú ætlaðir að fara til Evrópu í sumar. Ég hélt alltaf að yfirmaður þinn gæti ekki verið án þín nema stutt í einu. Hvernig gengur hjá ykkur á listvinnustofunni? — Ljómandi, sagði Julie. Þjónninn kom með glösin þeirra. — Hvernig, sem það nú er, sagði frú Thorpe, — þá finnst mér reglulega hugulsamt af þér að leggja lykkju á leið þína til að heimsækja mig. — Leggja lykkju á leið mína? Julie hló. — Ó, Cecilia — í al- vöru talað — horfðu í augun á mér Cecilia ... — Er Russ héma? — Russ? Þetta var eins og más. Liturinn hvarf úr visnuðum kinnum frú Thorpe. Hún seig aft- ur á bak í stólnum. Andardrátt- urinn varð þungur, eins og hún hefði allt í einu verið gripin lamandi þreytu, en það var ekk- ert hjálparvana eða örvinglað í augnaráðinu, sem hún sendi Julie. — Russ! Hún hnussaði. — Russ er dáinn, Julie. Þetta er heimskuleg spurning, Julie, og miskunnarlaus. Miskunnarlaus! Hún lést vera hrærð og særð. Hún þrýsti sérríglasinu að brjósti sér. Hún brást hvergi hlutverki sínu, sem móðir stríðshetju. — Ég sagði það ekki til að vera miskunnarlaus, það veiztu. — Ja, þá, Julie... þá ... frú Thorpe þagnaði eins og henni hefði allt í einu dottið eitthvað nýtt og sársaukafullt í hug. Hún setti glasið frá sér og hallaði sér áfram. — Ó, Julie! Julie! Ó, vesalings litla bam! Ó, nú skil ég þig! Ég gæti grátið. Meinarðu, að þú haf- ir ferðazt alla leið hingað og eytt öllum þínum peningum í það, til þess að... ó, mér finnst það minnsta, sem ég get gert fyrir þig, sé að bæta þér útgjöldin. Og það skal ég gera, vina mín. Því nú skil ég... En þegar allt kemur til alls, Julie, þá sagði ég skýrt og greinilega, að þetta væri allt saman . . . bara . . . hugarfóstur. Þú mannst að ég gerði það. — Já, ég man það. Og það næsta, sem ég frétti, ekki fullum tveim vikum seinna, er að þú sért farin til Sviss — til þessa staðar hér, sem ekki einu sinni ferðaskrifstofurnar hafa heyrt minnzt á. Og það leynilega ... — Bara af einskærri forvitni, sagði frú Thrope kæruleysislega. — Hins vegar langar mig til að vita, hver sagði þér hvar ég væri ... Það skiptir svo sem engu máli. — Ég hef lofað að segja ekki frá því. — Þá er það í lagi. Frú Thorpe kreisti aftur fram bros. — Ég ætlaði sannarlega ekki að vera svona leyndardómsfull. Kæra Julie, leyfðu mér nú að skýra þennan hræðilega misskilning. Það er ekki hið minnsta sam- band milli ferðar minnar og ... Russ. Strax daginn eftir að ég hitti þig, talaði ég við Milton lækni og hann sagði, að ég skyldi fara burt, áður en ég fengi tauga- áfall. Ég var alveg að missa vald á sjálfri mér og þegar allt var orðið að engu, fannst mér, sem öllu væri lokið. Svo Milton sagði: — Burt! Burt með þig! Nýtt um- hverfi! Evrópa! Tahiti! Hvað sem er! Þetta bar bráðan að. Ég gat ekki gert öðruvísi. Svo vel þekk- irðu mig, að þú hlýtur að vita það. Hún hristi höfuðið í meðaumk- un og sjálfsásökun. — Ó, Julie, fyrirgefðu mér. En... Litlu títuprjónsaugun í henni glitruðu. — Kannske var það ekki svo slæmt samt. Því það fékk þig til að koma til Evrópu að minnsta kosti. Og nú verðurðu að gera eins mikið úr ferð þinni og mögulegt er. En ekki hér, Julie. Þessi staður er hræðilega dapurlegur. Sérstak- lega fyrir unga konu. Litastu um. Það eru ekkert nema gamal- menni í kringum okkur. Ég er viss um, að jafnvel ég þoli ekki við hér mikið lengur. — Hvar fréttir þú af þessum stað? — Það var svo skrýtið. Dr. Milton hefur kort á skrifstofunni hjá sér. Hann opnaði kortabók- ina á Evrópukortinu, svo tók hann eina af sprautunum sínum og stakk með lokuðum augum. Og það var Alepnstadt... Og svo sagði hann: Farðu! Burt með þig! — Burt með þig! sagði Julie. Frú Thorpe leit snöggt á hana. — Cecilia, Russ er maðurinn minn. Ég elska hann. Einhversstaðar heyrðist daufur bjölluhljómur í myrkrinu. Fólk tók að rísa á fætur. Frú Thorpe hristi sorgmædd höfuðið. — Vesalings barn, sagði hún lágt. — Nú skil ég, hvað þú hlýtur að hafa hugsað. Það eina, sem ég get gert, er að biðja þig af innsta hjartans grunni að fyrirgefa mér. — Cecilia, ég skil ekki enn- þá ... ! Frú Thorpe lyfti hendinni. Kertisloginn glitraði í armbönd- um hennar. — Góða, Julie. Ég er hér til að ná mér. Þú veizt, hvað ég á erfitt með að tala um þetta, og ef þú heldur áfram að æsa mig, gæti ég alveg eins ver- ið komin aftur til Brooklyn. Komdu nú. Það er mælzt til að við séum stundvísar í matinn. Framhald í næsta blaði. HALLÖ.' ERTU PABBI ELSU? APPELSfN SfTRÓN LI M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.