Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 42

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 42
kitra Blnmltt Hvern œtlaöiröu aö hltta 2g var á f XögreglustöÖ- innl og sá þann gamla sem hrœddi . börnln pín Segðu mér,leiö yflr þig^af því aö þú sást gamla manninn aftur Af hverju helduröu ____bað?- 'Eg held þú hafirT þekkt hann.Ekki lelö yflr raig,hann var heldur ekki.. i’aöir minn Harm er enki iaöir minn.Hann var settuk í fangelsl fyrlr ?\, f járdrátt og í 0 andaöist þar í 5^W\ t>aö veit ® és r Hann er dáinn Vlö vltura bœOl ' Jj aö hann er á lífiji J/ , Hann er’ /nú auraur -- garaall maöur dftir hverju erum vlö aö blöa?3ettu manninn lnn,svo hann valdi ekki ónæöi,lengur “=7/~~—nw É£ Þarf ■■■t | ~||i|iagaö komast I r\iieim ÍW---N U I Jjþ/ Við lofuöum ^ J7 aö biöa þar til Jón kæml aftur TO BE CONTINUEP — Hvers vegna er drottningin döpur? — Hana er farið að gruna, að eiginmaðurinn haldi framhjá henni. — Er það þá satt, sem sagt er, að konungurinn eigi sér ástmær? —• Auðvitað! Hann á hana í leynum, hana La Valliére. En drottn- ingin hlýtur einhverntíma að komast að því. Vesalings konan. Hún er ekki mjög sveigjanleg, cg veit ekki mikið um lífið. Sjáðu til systir, líf prinsanna er, þegar á allt er litið, ekki svo mjög frábrugðið lífi hinna vesælu undirmanna þeirra. Þeir gera hverjir öðrum slæma grikki og rífast heima fyrir, alveg eins og morðingjar og mellur. Þú ættir að sjá hana, drottningu Frakklands, þegar hún bíður eftir því á nóttunni, að eiginmaður hennar komi, meðan hann er að skemmta sér í örmum annarrar konu. Ef það er nokkuð, sem við Frakkar getum verið stolt- ir af, er það ástarorka konungsins okkar. E'n vesalings litla drottning Frakklands! Það lék enginn vafi á því, að hinn kaldhæðni Barcarole var nú orð- inn talsverður heimspekingur. Hann sá Angelique brosa og veifaði til hennar. — Líður þér ekki vel með það, Marquise des Anges, að kynnast áhyggjum hinna stóru? Finnst þér þú þá ekki heiðarleg, hraust, og finnurðu ekki til þess, að þú vinnur fyrir þér með hörðum höndum? Hún svaraði ekki, því kaldhæðnislegur tónninn í stríðni dvergsins var henni móti skapi. Til að skipta um umræðuefni spurði hún: — Geturðu sagt mér, hvað Dona Théresita er að brugga þarna með svona mikilli nákvæmni? Þetta hefur undarlega lykt, sem ég þekki ekki almennilega. — Þetta? Þetta er súkkulaði drottningarinnar ? Angelique reis þegar á fætur og leit ofan í pönnuna. Hún sá þykkt, dökkleitt efni, sem var ekki mjög lystilegt á svipinn. Með túlkun Bar- caroles hóf hún samræður við kvendverginn, sem sagði henni, að í þá lögun, sem hún væri nú að gera, þyrfti hundrað kókóbaunir, tvö korn af mexíkönskum pipar, hnefafylli af dill, sex alexandríurósir, sneið af persnesku epli, dálítið af kanel, tólf möndlur, tólf heslihnetur og hálfan sykurtopp. — Mér finnst þetta afskaplega flókið, sagði Angelique og varð fyrir vonbrigðum. — Er þetta gott? Gæti ég fengið að bragða? — Bragða súkkulaði drottningarinnar! Ósvífin betlikerling eins og þú! En það guðlast! hrópaði dvergurinn striðnislega. Þótt kvendverginum þætti þetta frekjuleg bón, lítillækkaði hún sig með því að rétta Angelique ögn af þessari blöndu á gullskeið. Degið var svo kryddað, að það brenndi hana í munninn, en það var einnig þægilega sætt. Angelique sagði kurteislega: — Þetta er Ijómandi gott. — Drottningin getur ekki án þess verið, sagði Barcarole. —• Hún þarf að fá nokkra bolla á dag, og þeir eru bornir til hennar leynilega því konungurinn og öll hirðin gera grín að ástriðu hennar í þetta. I Louvre er það engin nema hennar hágöfgi drottningarmóðirin, sem drekkur þetta með henni, en hún er einnig spönsk. — Hvar er hægt að fá þessar kókóbaunir? — Drottningin lætur flytja þær inn sérstaklega frá Spáni með milli- göngu sendiráðherrans. Það verður að baka þær steyta og hreinsa. Svo bætti hann við í lágum hljóðum. öll réttindi ásleilin. — Opera Mundi París. Framhald í nœsta blaOi. 42 VIKAN 3. tbl. Með ástarkveðju frá Rússlandi Framhald af bls. 23. að losa byssuna. Hann rak fótinn í lítinn stól. Hann þreifaði aftur fyrir sig og tók upp stólinn. Hann hélt efst ó baki stólsins, þannig að stólfæturnir vísuðu fram eins og horn, og fór á móti henni. Nú var hún komin að „símanum". Hún þreif hann upp og miðaði. Svo fálmaði hún eftir bjöilustrengnum. Bond þaut áfram og sló með stólnum. Kúl- urnar skullu á loftinu og gibsið hrundi niður yfir höfuð hans. Bond sló aftur. Stólfæturnir lentu sitt hvorum megin við mitti konunn- ar annarsvegar og hins vegar sitt hvorum megin við axlir hennar. Hún var þrælsterk. Þó varð hún að hörfa, en aðeins upp að veggnum. Þar tók hún að hrækja á Bond, yfir stólsetuna, og fálmaði í.áttina til hans með prjóninum. Bond stóð eins langt frá og hand- leggir hans leyfðu. Svo miðaði hann og sparkaði í framréttan úlnliðinn. Prjónninn hentist inn í herbergið og stóð upp á endann í gólfteppinu fyrir aftan hann. Bond kom nær. Hann hugsaði um málið. Jú, hann hélt konunni ör- ugglega upp að veggnum með stól- fótunum. Hún komst ekki úr þeirri spennitreyju, nema með ofurmann- legu afli. Handleggir hennar, fætur og höfuð var óhindrað, en líkami hennar var þrælfastur við vegginn. Konan hvæsti eitthvað á rúss- nesku. Hún spýtti á hann yfir stól- setuna. Bond drjúpti höfði og þurrk- aði af andlitinu á erminnj sinni. Svo leit hann upp og á æðislegt andlitið. — Þetta er nóg, Rosa, sagði hann. — Deuxiéme verður kominn hingað eftir andartak og eftir klukkustund eða svo, verður þú komin til London. Það sér enginn, þegar þú ferð frá hótelinu. Það sér enginn, þegar þú kemur til Englands. I raun og veru munu mjög fáir sjá þig nokkurn tíma framar. Héðan í frá ertu aðeins númer í leyniskjöium. Þegar við höfum lokið okkur af við þig, er ekkert við þig annað að gera en að senda þig á geðveikrahæli. Andlitið, sem var aðeins fáein fet frá honum, var að breytast. Nú var allt blóð horfið úr því og það var gult. En ekki af ótfa, áleit Bond. Föl augun horfðu beint inn í hans. Þau höfðu ekki verið yfir- buguð. Slímrakur, sköpulagslaus munnurinn breikkaði í brosi. — Og hvar verður þú, þegar ég er komin á geðveikrahæli, hr. Bond? — O, ætli ég haldi ekki áfram við mitt starf? — Eg held ekki, Angliski Spion. Bond tók varla eftir orðunum. Hann hafði heyrt dyrnar opnast. Hlátursgusa barst um herbergið fyr- ir aftan hann. — Eh bien. Þetta var röddin glaðlega, sem Bond þekkti svo vel. — Sjötugasta stellingin! Nú loksins hef ég séð allt. Og hugsa sér, að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.