Vikan

Tölublað

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 21.01.1965, Blaðsíða 41
gerðu ekki eins mikið fyrir útlit hennar og íburðarmikill búnaður- inn og fyrirferðarmikið, uppsett hárið með fölsku lokkunum, sem höfðu sett svo mikinn svip á hana, þegar hún gekk að eiga sólkonunginn. María-Theresa drottning, hamingjusöm ung móðir og ástrík eigin- kona, ákvað að brosa við þessum hóp. Konungurinn var við hlið hennar. Hann var brosandi. Angelique varð gripin djúpri geðshræringu, þegar henni varð ljóst, að hún kraup við fætúr konungsins ásamt þessum auðmjúku konum. Hún var eins og blind og lömuð. Ailt, sem hún sá, var kóngurinn. Seinna, þegar hún var komin út með félögum sinum, sögðu þær henni að konungsmóðirin hefði verið þarna, sömuleiðis Madame d’Orlé- ans og Mademoiselle de Montpensier, Duc d’Enghien hertogi, sonur de Condé prins, og hópur annarra manna og kvenna úr fylgdarliði þeirra. Hún hafði ekki séð neinn nema konunginn, sem brosandi stóð ó þrepunum upp í stóra rúmið drottningarinnar. Hún fann til skelfing- ar. Hann minnti ekkert á unga manninn, sem hafði tekið á móti henni í Tuileries og hana hafði langað að hrista ærlega til. Á þeim degi höfðu þau horfzt í augu eins og tvö ung dýr, jafnsterk í grimmdarlegri bar- áttu, hvort um sig fullvisst um, að það verðskuldaði sigur. Hvilíkt brjálæði! Hvernig hafði Það farið framhjá henni, hvert vald þyki yfirleitt heldur vænt um mig. Ég gleðst yfir þvi, að hafa náð svo langt á mínum aldri. •— Hve gamall ertu, Barcarole? — 35 óra. Þá er maður fullþroska, siðferðislega og líkamlega. Komdu með mér, systir. Mig langar að kynna þig fyrir hefðarkonu, sem ■— ég vil ekki dylja þig þess — ég ber göfugar tilfinningar til.... sem hún endurgeldur. Með valdsmannlegu látbragði sigrandi elskhuga leiddi dvergurinn Angelique, dularfullur I bragði, gegnum eldhús Louvrehallar. Ifann ýtti henni á undan sér inn í skuggalegt herbergi, þar sem hún sá, sitjandi við borð, konu um fertugt, ósköp venjulega og nokkuð dökka yfirlitum, sem var að hita eitthvað yfir litilli borðeldavél. — Dona Théresita, ég vil kynna þig fyrir Dona Angelica, dásam- legustu madonnu i París, kynnti Barcarole, hátíðlegur I bragði. Konan grandskoðaði Angelique með dökku, skuggalegu augnaráði, sagði eitthvað á spönsku, þar sem Angelique skildi aðeins orðin Marqu- ise des Anges. Barcarole veifaði til Angelique. —• Hún er að spyrja, hvort þú sért Marquise des Anges, sem ég er alltaf að segja henni frá. Sjáðu til, systir, ég gleymi ekki vinum mínum. Þau voru komin fyrir borðið og Angelique tók eftir því, að smáir fætur Donu Théresitu náðu varla út yfir brúnina á stólnum, sem * { Eigíö þér I erffiQleikum með hirzlu undir skrúfur og annaS smádót? Ef svo, þá er lausnin hér Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærðum, 16, 24 og 32 skúffu. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 var í þessum manni, þessum stöðuga og óhrekjanlega persónuleika, sem aldrei á ævi sinni myndi þola hina minnstu rýrnun á valdi sínu. Frá upphafi var sigurinn konungsins og vegna skilningsleysis hennar á þessu atriði, hafði hún verið brotin eins og reyr. Hún fylgdi hópi aðstoðarkvennanna á leið til hallarhliðanna. Konurnar í stéttarfélög- unum voru kyrrar, þvi þeim var búin veizla, sem aðstoðarstúlkurnar áttu ekki aðgang að. Þegar þær voru á leið út úr höllinni ,heyrði Angelique einhvern blístra fyrir aftan sig, eitt lágt blístur, tvö stutt. Þetta var merki úr hóp Calembredaine, og hún hélt að hana væri að dreyma. Hér í Louvre? Hún sneri sér við. Úr litlum dyrum féll skuggi fram á steingólfið. — Barcarole! Hún þaut til hans með skyndilegri, snöggri gleði. Dvergurinn rétti úr sér, stoltur og virðulegur. — Komdu inn, systir. Komdu inn, kæra Marquise. Við skulum rabba svolítið saman. Hún hló. — Ó, Barcarole! Ó, hvað þú ert sætur! Og hvað þú talar fallega. — 'Ég er dvergur drottningarinnar, sagði Barcarole rogginn. Hann ýtti henni inn i litla stofu og leyfði henni að dást að satínföt- unum hans, sem öðrum megin voru appelsínugul, hinum megin skær- gul, og um mittið var þeim haldið saman með belti með mörgum bjöllum. Hann fór fyrir hana nokkur heljarstökk og flikk flakk, svo hún gæti dáðst að hringlinu í bjöllunum. Hár hans var klippt slétt yfir kraganum og hann var vandlega rakaður, virtist hamingjusamur og hraustur. Angelique sagði honum, að hann virtist mörgum árum yngri. — 1 raun og veru finnst mér það lika, sagði Barcarole. — Lífið er mjög þægilegt og ég held, þegar allt kemur til alls, að mönnum hér hún sat á. Þetta var kvendvergur drottningarinnar. Angelique greip tveim fingrum í pilsfaldinn sinn og hneigði sig lítið eitt í virðingarskyni við þessa háttsettu konu. Með lítilli höfuðhreyf- ingu benti hún ungu konunni að setjast, en hélt áfram að hræra í því, sem hún var að sjóða. Barcarole stökk upp á borðið. Hann nartaði í herslihnetu og sagði félaga sínum einhverjar sögur á spænsku. Falleg- ur, hvltur hundur kom og þefaði af Angelique, og lagðist svo niður við fætur hennar. — Þetta er Pistolet, hundur konungsins, sagði Barcarole og kynnti hann fyrir Angelique. — Og hér er Dorinde og Mignonne, tíkur kon- ungsins. Það var heitt og þögult í þessum hluta hallarinnar. Nasvængir Angelique titruðu, þegar hún andaði að sér ilminum, sem kom frá pönnu kvendvergsins. Þetta var þægilegur ilmur, en hún vissi ekki af hverju. Einna helzt fann hún af honu lykt af kanel og rauðum pipar. Hún rannsakaði efnin, sem lágu á borðinu. Heslihnetur og möndlur, rauðan pipar, brúsa með hunangi, hálfniðurmalaðan sykurtopp, bolla með dilli og piparkornum,* krúsir með möluðum kanel. Og að lokum einhverskonar baunir, sem hún þekkti ekki. Kvendvergurinn var niðursokkinn í vinnu sína og virtist ekki ætla að gefa sig á tal við gestinn. Samt sem áður heppnaðist Barcarole að pressa fram bros hennar. — Ég sagði henni, s.agði hann við Angelique, — að þér fyndist ég hafa yngzt um mörg ár, og það væri vegna þeirrar hamingju, sem hún hefði fært mér. Trúðu mér til, hér sit ég í miðju smárabeðinu. 1 sann- leika sagt er ég orðinn of rólegur og ráðsettur. Ég hef stundum áhyggj- ur af því. Drottningin er indæliskona. Þegar hún er of döpur, kallar hún á mig, klappar mér á kinnarnar og segir: — Ó vesalings drengur- inn minn! Vesalings drengurinn minn! Ég er ekki vanur svona. Það pressar tárin fram í augun á mér — mér, Barcarole! VIKAN 3. tbl. /Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.