Vikan - 28.01.1965, Síða 15
SIÐAN
SIÐAST
EKKI Á FLÆÐISKERI
Lyndon B. Johnson forseta hefur heppnazt vel sú jafnvægiskúnst aS
vera hvort tveggja í senn, duglegur stjórnmálamaður og hagsýnn fjármála-
maður fyrir sjálfan sig. Framsýni hans og kænska gera honum kleift
að halda vel á málefnum og sjá fram í tímann með undraverðri glögg-
skyggni. Margir hafa reynt að reikna út eignir Johnsons, en árangurinn
hefur jafnan verið einhvers staðar milli fjögurra og fjórtán milljóna
dala. Menn eru samt á einu máli um það, að peningarnir séu fastir í
útvarps- og sjónvarpsstöð, fasteignum og bönkum. Hluti af eignunum eru
á nafni eiginkonunnar, Lady Bird, og hlutar á nöfnum dætranna tveggja.
Þau byrjuðu tiltölulega hæversklega árið 1943, þegar frú Johnson keypti
litla útvarpsstöð í Austin, Texas, fyrir 17 þúsund dali, sem var álitið lítið
verð. Stöðin stækkaði óðum og 1952 var bætt við hana sjónvarpi. Jafnvel
þótt greinilegt sé að það er frú Johnson, sem á stöðina, vita allir, að á
bak við framkvæmdir þar er heili forsetans sjálfs.
Hagnaðinn frá stöðinni, sem er mikill, hefur Johnson síðan notað til
að kaupa aðrar fasteignir. Hann hefur keypt jarðir í Texas og skemmti-
svæði við Higland Lakes. Þar að auki á Lady Bird eignir í Alabama. í
dag á fjölskyldan um 4 þúsund hektara lands. Þar að auki kaupir Johnson
og selur jarðeignir víða, bæði í sveitum og þorpum. Áætlað er að hið
síðarnefnda sé um 2 milljón dala virði og sveitajarðir um 1 milljón.
Maður með eiginleika Johnsons hefði án efa getað skapað sér töluvert
meiri eignir ef hann hefði ekki helgað sig stjórnmálum, en Johnson kaus
að fara tvær leiðir: Hann varð milljónari og forseti Bandaríkjanna.
GIFTINGAR-
HRINGUR
MARTEINS
LÚTHERS
FUNDINN?
Það er flestum kunnugt,
að Marteinn Lúther, mót-
mælandi og stofnandi Lúth-
erstrúar, gekk 1 berhögg
við kaþólsku kirkjuna og
gifti sig, jafnvel þótt hann
væri prestvígður. Þess vegna
er það að giftingahringur
hans hefur mikið sagnfræði-
legt og tánkrænt gildi fyrir
mótmælendur í dag.
Ágúst sterki, konungur
Póllands átti hringinn, en
þaðan komst hann í eigu
háskólabókasafns nokkurs,
en síðan fór hann í einka-
eign. Síðan í fyrri heims-
styrjöldinni hefur hringur-
inn verið týndur með öllu',
þar til fyrir skemmstu, að
hann fannst aftur hjá Möll-
er fjölskyldunni í litla bæn-
um Klein-Siemz.
Nú er unnið að rannsókn-
um á hringnum við safn-
ið í Schönberg, og líkur
benda til þess að hægt verði
að ákveða að hringurinn sé
sá rétti.
En víða annars staðar í
heiminum hafa safnarar
haldið því fram að þeir
eigi hinn eina rétta hring.
í Þýzkalandi eru margir
slíkir hringar, og jafnvel
hefur heyrzt rödd frá
Bandaríkjunum um að þar
sé rétti hringurinn. Eftir-
líkingar voru gerðar 1817,
þegar mótmælendatrúin átti
300 ára afmæli, og þess
vegna er það að aldur og
útlit hringanna er svo senni-
lega „gamalt" að erfitt er
að greina á milli þess hver
sé sá rétti. Það verða því
vafalaust margir illa sviknir,
þegar því verður endanlega
slegið föstu hvar hringinn
sé að finna.
varpi, en það dugar ekki til að
slökkva blóðþorsta Spánverja.
En í sláturhúsinu í Las Palmas
fá þeir nokkra fróun. Á hverj-
um morgni safnast hópur manna
saman fyrir utan dyrnar í von
um að fá að sjá slátrað fé með
hálsskurði, en það þýðir að í stað
þess að drepa dýrið strax, er því
látið blæða út.
Slátrarinn er oft í vandræðum
með að hemja dýrin, sérstaklega
ef það eru stórir sauðir. Þeir berj-
ast fyrir lifinu svo lengi sem hægt
er, en það endar ávallt með því
að slátrarinn getur beygt höfuðið
aftur og skorið á hálsinn. Blóð-
lyktin og hljóðin frá deyjandi dýr-
unum lokkar ennþá fleira fólk til
staðarins. Það er ekki óvanalegt
að sjá hóp fólks, sem er yfir
hundrað talsins þar í kring. Að-
gangseyrir er enginn, og þess
vegna hefur vesalings slátrarinn
ekkert upp úr þessum sýningum,
annað en það, að vita að hann er
átrúnaðargoð og hetja annarra
ungra manna I bænum.
Fyrrverandi SS foringi, Karl
Wolff, 64 ára gamall, var ný-
lega dæmdur tii 15 ára fanga-
vistar í Míinchen, fyrir þátt-
töku í morði 300,000 Gyðinga í
síðasta stríði. Þegar dómstóllinn
í NUrnberg fjallaði um mál
nazistaleiðtoganna, var Wolff
vitni fyrir ákæruvaldið og vann
með sigurvegurunum. Hann var
síðan sýknaður alveg 1949, —
og hvítþveginn af bandamönn-
um. En tíu árum siðar komst
hafn hans við sögu I stríðs-
glæparéttarhöldum i Ulm í
Vestur-Þýzkalandi. Rannsókn
sannaði að nafn Wolff var á
fyrirskipunum um Gyðinga-
fiutninga með járnbrautum frá
Varsjá til dauðaklefanna í
Auschwits. Wolff var þá sóttur
í glæsilegt einbýlishús sitt fyrir
utan MUnchen 1962, og kom
svo fyrir rétt 13. júlí í ár.
Hvernig stóð á því að Wolff
gat leynt sínum glæpaferli all-
an þennan tíma án þess að vera
dreginn fyrir lög og dóm?
Jú, yfirmenn Bandamanna
voru svo hrifnir af framkomu
Wolff og álitu að hann væri
aldeilis prýðis náungi. Hann
hafði rætt um uppgjöf við
njósnaforingja bandamanna,
Allen Dulles í Geneve, án þess
að nazistarnir vissu nokkuð um
það. Þegar upp komst um þetta,
var Wolff settur í fangelsi fyrir
hershöfðingja í Gmunden. Þar
var framkoma hans svo fáguð
og aðlaðandi að hann fékk alla
á sitt band. Bandaríski yfir-
hershöfðinginn þar, Edwin
Howard, sem var yfirmaður
forðabúrsins þar á staðnum,
sagði 1945: „Nazistar geta varla
verið eins mikil svín og sagt
er, þegar þeir hafa yfirmenn
eins og Wolff." Bandaríkja-
menn voru svo hrifnir af Wolff,
að þeir leyfðu honum að búa
þar með hinni ungu eiginkonu
sinni, sáu honum fyrir áfengi,
tóbaki og ýmsum kræsingum
frá verzlun yfirmannanna, og
létu m.a. sækja skemmtisigl-
ingabát hans frá Ítalíu, svo að
hershöfðinginn gæti notið lífs-
ins á Gmundvatninu.
0F FEIT
Það er alls staðar mikið rætt um
giftingu þeirra Elizabeth Taylor og
Riehard Burton, og hvernig kunni að
fara.
Mönnum ber yfirleitt saman um
það, að Rikki sé húsbóndinn á heimil-
inu og að Lísa sé skíthrædd við hann.
Það hefur líka oft komið í ljós, að
hann lætur hana ekki komast upp með
moðreyk, ef því er að skipta.
Þjónn á veitingahúsi, þar sem þau
borða oft kvöldverð, segir frá því,
að þau hafi einu sinni sem oftar kom-
ið þangað, og Rikki hafi pantað sér
steik, en hún einhverja fiskóveru.
Svo kom þjónninn með matinn á
borðið og Rikki fór að háma í sig,
en sagði um leið eitthvað við Lísu,
sem þjónninn ekki heyrði. Og svo sá
hann að hún smakkaði ekki á fiskin-
um. Hann fór þvi til hennar og spurði
hvort eitthvað væri að matnum.
Hún svaraði hægt og skýrt: „Ekki
nokkur skapaður hlutur, en maður-
inn minn segir, að ég sé orðin of
feit.“
Það er öllum kunnugt, að nauta-
at er uppáhaldsskemmtun Spán-
verja, og að nautabanar verða oft
miklar hetjur og átrúnaðargoð
sunnan Pyreneafjallanna. En á
Kanaríeyjum líður Spánverjum
illa, því nautaat er bannað á
eyjunum. Þár verða menn að láta
sér nægja að horfa á það í sjón-
HANN VAR
PRÝÐIS NÁUNGI
MEIRA BLÖÐ
VXKAN 4. tbl.