Vikan

Útgáva

Vikan - 28.01.1965, Síða 28

Vikan - 28.01.1965, Síða 28
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 33. hluti Allt í einu hvarf hann. Angelique rak upp lítið hróp. Svo varð henni ljóst, að maðurinn hafði aðeins gengið niður þrjú eða fjögur skref, sem lágu frá bryggjunni niður að árbakkanum. Án þess að hugsa sig um, gekk hún einnig niður þrepin og rak sig næstum á ókunna manninn, sem hallaði sér upp að bryggjunni. — Ég get ekki skilið, hvernig í ósköpunum nokkur getur verið hrif- inn af þessum f.ianda. Rétt í sama bili kom lítil stúlka Þjótandi inn og bað fljótmælt á spænsku um súkkulaði hennar hátignar. Angelique þekkti, að Þetta var Philippa. Sagt var að stúlkan væri laundóttir Philips IV Spánar- konungs og María Theresa hefði fundið hana yfirgefna i göngum konungshallarinnar og alið hana upp. Angelique stóð upp og yfirgaf Donu Théresitu. Dvergurinn vísaði henni út um lítið hlið, sem opnaðist út á bryggjuna. — Þú hefur ekki spurt mig, hvernig mér gangi, sagði Angelique við hann. Henni fannst allt i einu að dvergurinn hefði breyzt i grasker, því hún sá ekkert annað en stóra appelsínugula silkihattinn. Barcarole var að horfa niður fyrir sig. Angelique settist niður á dyraþrepið til þess að vera á hæð við litla manninn og horfði inn í augu hans. — Svaraðu mér! — Ég veit, hvernig þér hefur gengið. Þú hefur yfirgefið Calembre- daine og gengið í hóp með fína fólkinu. — Þetta hljómar eins og þú sért að ásaka mig! Herurðu ekki heyrt um orrustuna á Saint-Germain markaðinum? Calembredaine er horfinn. Hvað mig snertir, heppnaðist mér að flýja frá Chatelet. Rodogone ræður núna i Nesle turninum. — Þú átt ekki lengur heima í undirheimunum. — Ekki þú heldur. — Ó, jú, vist! Ég á alltaf heima þar. Það er mitt konungdæmi, sagði Barcarole einkennilega hátíðlega. — Hver sagði þér allt þetta um mig? — Trjábotn. — Hefurðu séð hann aftur? — Ég fór til að borga honum skatt. Hann er okkar Stóri-Coesre núna. Ég býst við að þú vitir það? — Nei, ég vissi það ekki. — Ég fór þangað með pyngju fulla af hlöðvisdölum. Hú! Hú! Stúlka mín! Ég var ríkasti töffinn á allri samkomunni! Angelique tók um hönd dvergsins, einkennilega sívala, feita, litla hönd, eins og barnshönd. — Barcarole, ætla þeir að gera mér mein? — Ég held að það sé engin kona í París, sem húðin hangir jafn laust á. — Það verður ekki hjá því komizt. Það getur verið, að ég deyi, en ég sný aldrei aftur. Þú getur sagt Trjábotni það. Dvergur drottningarinnar tók fyrir augun með dapurlegri hreyfingu: —■ Ó, það er hræðilegt að hugsa sér, að svona falleg stúlka skuli verða skorin á háls! Þegar hún var að fara út, þreif hann i pilsið hennar og sagði: — Okkar á milli sagt, það væri betra að þú segðir Trjábotni það sjálf. Frá desembermánuði og áfram helgaði Angelique veitingastofunni alla sina krafta. Fjöldi viðskiptavinanna fór sivaxandi. Fréttin um velheppnaða veizlu blómasölukvennanna hafði breiðzt út eins og eldur í sinu. Le Coq Hardy var að sérhæfa sig í veizluhaldi. Verzlunarfólk, sem þótti gaman að skemmta sér við mat og drykk í góðum félags- skap og til að auka dýrð verndardýrðlinga sinna, kom til að halda veizlur sínar undir nýferniseruðu þaki Le Coq Hardy, þar sem ævin- lega var hægt að njóta beztu fáanlegra krása. Smám saman tóku hópar skemmtigjarnra borgara, listamanna og heimspekinga, að heimsækja Le Coq Hardy. Þetta voru menn, sem kröfðust réttar fyrir allar líkamlegar nautnir og afneituðu guði. Það var ekki auðvelt að losna við eyðileggingu þeirra, en Það sem meira máli skipti, var að þeir voru sérstaklega vandlátir í íæðuvali og þótt Angelique væri stundum skelfd vegna hugsanagangs þeirra og fram- komu, treysti hún á, að þeir væru svo mikil auglýsing fyrir stað hennar, að ekki liði á löngu áður en hástéttirnar færu að koma þangað líka. Með svitastorknar brár, rjóðar kinnar af eldshitanum, hrjúfa fingur og fitustorkna, vann Angelique störf sín án þess að hugsa um nokkuð nema nútíðina. Henni var ekki mikið fyrir þvi, þótt hún Þyrfti að hlæja, svara snöggt fyrir sig eða slá á frekjulega hönd. Og hún hafði gaman af því að hræra í sósum, búa til kræsilega rétti á fötin og þvo upp diskana. Hún minntist þess, að þegar hún var lítil stúlka heima i Monteloup, hafði henni þótt mjög gaman aí að snúast í eldhúsinu, en það var öllu fremur í Toulouse, sem henni hafði lærzt ánægjan við eldhússtörf- in og vandlæti í fæðuvali, og fæðumeðferð, undir stjórn Joffrey de Peyrac en veizlur hans, í höll hinna glöðu vísinda, voru frægar um allt konungdæmið. Þegar vetraði, varð Florimond alvarlega veikur. Það rann stöðugt úr nefinu á honum og gröftur vall úr eyrunum. Tuttugu sinnum á dag, gaf Angelique sér tíma til að þjóta upp stigana sjö, upp í litla herbergið, þar sem sóttheitur litli líkaminn barðist sína einmana baráttu við dauðann. Hún titraði i hvert skipti, sem hún nálgaðist rúmið, og varpaði öndinni léttar, þegar hún sá, að sonur henn- ar andaði ennþá. Hún strauk blíðlega um hátt, heitt ennið, sem svitinn streymdi af. — Litli vinur minn! Gimsteinninn minn!.... Lofaðu mér að halda litla drengnum mínum! Ég bið þig einskis annars, kæri guð. Ég skal fara I kirkju aftur, ég skal láta lesa messur. En leyfðu mér að halda litla drengnum minum.... Á þriðja veikindadegi Florimonds, skipaði Matrie Bourjus, fúll í bragði svo fyrir að Angelique flytti inn í stóra svefnherbergið á fyrstu hæð, sem hann hafði ekki sofið í síðan kona hans dó. Var hægt að hjúkra veiku barni nægilega vel í herbergi, sem ekki var stærra en fata- skápur, þar sem sex manns og einn api voru saman komin á hverri nóttu? Svona höguðu engir sér nema sígaunarnir og hjartalausar betli- kerlingar. Florimond náði sér aftur en Angelique varð kyrr í stóra svefnher- berginu á fyrstu hæð, með börnin sín tvö, en Linot og Flipot fengu sitt eigið risherbergi. Rosine hélt áfram að sofa hjá Barbe. — Og þar að auki, sagði Maitre Bourjus, og reiðin roðaði kinnar hans, — væri mér kærkomið að þú hættir að móðga mig með því að láta Þerinan herjans þjónsræfil koma með eldivið inn í húsagarðinn minn á hverjum degi, fyrir framan augun á nágrönnunum. Ef þú þarft að hlýja þér, geturðu náð i eldivið úr mínum eldiviðarstafla. Svo Angelique kom þeim boðum til de Soissons hertogafrúar með þjóninum, að hún þyrfti ekki lengur á gjöfum hennar að halda og þakkaði henni fyrir hjálpina. Hún gaf þjóninum þjórfé, þegar hann kom í síðasta sinn. Þjónninn, sem aldrei hafði náð sér eftir undrunina fyrsta daginn, kinkaði kolli. — Ég hef neyðzt til að gera allskonar hluti á ævi minni, það er staöreynd, en ég hef aldrei séð kvenmann á borð við þig. — Það hefði verið allt í lagi, hreytti Angelique út úr sér til baka, — ef ég hefði ekki neyðzt til að horfa upp á þig líka. Upp á síðkastið hafði hún verið að dreifa matnum og fötunum, sem Madame de Soissons hafði sent henni, milli betlara og flækinga, sem í sívaxandi mæli voru farnir að safnast saman við Le Coq Hardy. Meðal þeirra sá hún mörg kunnugleg andlit, illúðleg og ógnandi. Með fram- komu sinni skoraði hún þögul á þennan hóp að viðurkenna rétt hennar til frelsisins. En þeir urðu þvi meir óþolandi, sem dagarnir urðu fleiri, og heimsóknum þeirra ógnuðu hennar nýju atvinnu og atvinnustað. Jafnvel viðskiptavinir Le Coq Hardy mótmæltu ,þessari innrás, sögðu að nágrenni krárinnar væri meira flækingabæli en í kringum kirkju- dyrnar. Lyktin af þeim og ógeðið að þurfa að horfa upp á rennandi bólur þeirra og sár, var ekki beinlínis lystaukandi. Maitre Bourjus fékk smá æðiskast og að þessu sinni var reiði hans réttlát. — Þú lokkar þá til Þín, eins og rottur og mýs draga að sér ketti. Hættu að gefa þeim ölmusu og losaðu mig við Þessa plágu, eða ég neyðist til að láta þig fara. Hún mótmælti áköf: — Hversvegna heldur þú, að þín veitingastofa sé meira hrjáð af betlurum og flækingum en aðrar? Hefurðu ekki heyrt, að það er hall- æri í öllu landinu? Það er sagt, að sveltandi bændur þyrpist inn í borg- irnar eins og herflokkar og hinir heimilislausu séu orðnir fjölmennari en þeir, sem eiga eitthvert athvarf.... En hún var hrædd. Þrir hræðilegir mánuðir liðu. Kuldinn og hallærið jókst. Betlararnir urðu ógnandi. Angelique ákvað að fara til fundar við Trjábotn. Hún hefði átt að gera það fyrir langa löngu, samkvæmt ráði Barcarole, en það lá við að það liði yfir hana við þá hugsun eina saman, að stíga aftur inn í hús Stóra Coesre. En einu sinni varð hún að yfirvinna ótta sinn, yfirstíga enn einn erffiðleikann á göngu sinni, vinna nýja orrustu. Á dimmri og frost- kaldri nóttu lagði hún af stað til Faubourg Saint-Denis. Hún var leidd fyrir Trjábotn. Hann leyndist djúpt inni í húsinu sínu, á einskonar hásæti í reyknum og sótinu frá olíulömpunum. Kop- arkerið var á gólfinu. fyrir framan hann. Hún kastaði þungri pyngju í það og annarri gjöf til, steiktum sauðarbóg og stórum brauðhleif; þetta var sjaldséð góðgæti um þessar mundir. — Þú kemur ekki vonum fyrr, muldraði Trjábotn. — Ég hef átt von á þér, Marquise, langa lengi. Veiztu, að þú leikur hættulegan leik? — Ég veit það, og það er þér að þakka, að ég er ennþá lifandi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.