Vikan

Útgáva

Vikan - 28.01.1965, Síða 31

Vikan - 28.01.1965, Síða 31
Upplýsingamiðstöð C. D. Indicator á heimsþingi kvenna í London. D. D. INDICATOR HEFUR FARI > SIGURFÖR UM HEIMINN Þúsundir kvenna um allan heim nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikm- tæki, sem reiknar nákvæmlega út hina fáu frjóu daga í mánuði. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja notkun C. D. INDICATORS, jafnt ef barneigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. C. D. INDICATOR er hin sjálfsagða eign hverri konu, jafn ómissandi og nauðsynleg og armhandsúrið, sem sýnir henni tímann. Hinn heimsfrægi japanski vísindamaður, Dr. Ogino, sem kerfi þetta hefur verið nefnt eftir, skrifar: „Þetta litla tækí er að mínum dómi tæknilegt und- ur, sem nákvæmlega og við allar aðstæður sýnir hina frjóu og ófrjóu daga konunnar eftir kenningu Dr. Knaus og minni. Tækið er svo snilldarlega útbúið, að ég lýsi því yfir eftir beztu samvizku, að ég þekki ekkert hjálp- argagn eða tæki, sem léysir verkefni þetta jafn örugglega af hendi og C. D. INDICATOR". Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýsingar. Jói taldi þrisvar. Alltaf sama út- koman. Nú var illt í efni. Hann gat ekki lótið í ijós óhyggj- ur af geymunum, sem fóru í sjó- inn. Þó mundi einhvern fara að gruna hvað í þeim væri. Kannske voru þeir jafnvel búnir að finna þó og vissu hvað í öðrum þeirra var. Þó var það óvíst. Kannske mundi verksmiðjan taka þó til baka og setja ó þó gas og selja þó eitt- hvað annað. Gasið er fyllt ó geym- ana þangað til þrýstingurinn er kominn að ókveðnu marki. Ekki eftir vigt. Þannig gæti geymirinn farið um víða veröld ón þess að nokkur vissi hve dýrmætir hlutir væru í honum. Og þó... Geymirinn, sem tekinn var í sund- • ur. Með skrúfuðum botni, hlaut að leka gasi. Kannske yrði það rann- sakað og hið sanna kæmi í Ijós. Kannske yrði honum bara hent, sem ónýtum. Eða seldur í brota- jórn. Eða bara lótinn liggja á botni hafnarinnar . . . En ef upp kæmist, hvað í geym- inum væri, mundi verða rannsakað hverjir hefðu fengið gassendingu með Gullfossi í þetta sinn. Þó mundu böndin berast að honum. Hann ókvað að skrifa Thran og skýra mólið fyrir honum. Biðja hann um að grennslast varlega fyrir um það, hvað af þessum tveim geym- um yrði, og reyna að koma þeim undan ef hægt væri. Hann ókvað einnig að gera enga kvörtun til tryggingarinnar. Þó mundi kannske fóst frestur í mál- inu, eða jafnvel að geymarnir fengju að vera kyrrir á botninum, þangað til þeir gætu gert tilraun til að ná þeim upp. En á meðan var um að gera að losa sig við sönnunargögnin hér heima. Hann hjálpaði Jóa við að bera alla geymana inn í hús, og þar tók Jói til óspilltra málanna að opna þá, en Keli tók jafnóðum við bókunum og pakkaði þeim vandlega niður ( sterka pappa- kassa, sem hann hafði áður látið stela fyrir sig hjá fyrirtæki, sem hann hafði engin viðskipti við. S(ð- an létu þeir alla geymana á gaml- an vörubíl, sem Jói átti, og óku með þá að næturlagi suður á Stapa, þar sem þeir sturtuðu þeim í sjó- inn. Síðan fóru þeir til baka og sóttu kassana með handritunum, fóru með þá í hálfbyggt fjölbýlishús vest- ur á Seltjarnarnesi og stöfluðu þeim þar upp, vel og vandlega. Breiddu yfir þá presenningu. Fóru svo heim. Thran hugsaði málið vel og lengi. Loks kom hann að máli við froskmann, sem auglýsti þjónustu sína ( dagblaði. Hann bauð honum 1000 krónur danskar fyrir smá-köf- un ( höfninni. Hinn þóttist vita að eitthvað smygl væri á döfinni og heimtaði 2000 krónur. Thran gekk að þv( eftir nokkurt þras. Svo leigði hann sér lítinn hrað- bát og þeir komust klakklaust á staðinn klukkan um þrjú eina nótt- ina í rigningu og köldu veðri. Kaf- arinn fann geymana eftir dálitla leit. Batt við þá tvo loftbelgi, sem hann fyllti með lofti, til að létta þá. Batt líka taug við þá. Hinn endann í bátinn. Svo keyrðu þeir af stað. Ljóslaust og varlega. Eftir langa mæðu komust þeir að öðru, gömlu bátræksni, sem Thran hafði keypt sér. Bundu taugina við hann. Fóru svo burtu. Fyrir þetta fékk kafarinn umsamið kaup. Vissi aldrei hvað til stóð. Thran fór daginn eftir á gamla bátnum út að Refshalaeyju, þar sem hann kannaðist við krana- stjóra, sem tók upp fyrir hann gas- geymana tvo. Kranastjórinn hló mikið að honum. Hélt hann ætlaði að selja þá ! brotajárn. Borgaði sig ekki, sagði hann. En setti þá á bílinn, sem Thran var með. Þáði 100 krónur og tvo bjóra. Svo fór Thran heim með geymana. Hann þekkti þá ekki ( sundur. Sá engan mun á þeim. Reyndi ekki að opna þá. Beið í þrjá mánuði, þangað til hann sendi þá á sama hátt og hina heim til íslands. Þess vegna var það, að handrit- in komu í tvennu lagi hingað heim. Með þriggja mánaða millibili. All- ur heimurinn undraðist hvað orðið hefði af því, sem ekki var í fyrri sendingunni. Handritaránið varð heimsfrægt á sínum tíma, og ennþá hefur ekki komizt upp um ræningj- ana. Ekki fyrr en nú, að ég segi frá því. En af skiljanlegum ástæðum nota ég ekki rétt nöfn í sögunni. Ég veit réttu nöfnin. Ég var nefnilega mjög kunnugur málinu allan tímann . . . Já, vel á minnzt. Hvernig hand- ritin komust endanlega til skila? Jú, það kom sendiferðabíll heim til Einars Olafs Sveinssonar einn laugardagseftirmiðdag. Var með sex stóra pappakassa fulla af bók- um og blöðum. Setti þá inn í bíl- skúr hjá honum. Sagði að einhver hefði hringt á stöðina. Beðið um bíl vestur á Seltjarnarnes. Sagt bíl- stjóranum að taka þessa kassa, sem þar voru ! ákveðnu húsi. Fara með þá til Einars. Hann mundi borga reikninginn. „Tvo hundruð og sextán krónur," sagði hann og rétti Einari nótuna. Einar var að kíkja ( kassana. Hann opnaði einn þeirra og horfði ofan í hann lengi. Lengi. Hann klóraði sér í höfðinu, leit upp í loftið. Horfði niður á gólfið. Náði í blýantinn sinn úr vestisvas- anum. Lokaði augunum. Sagði síðan þessa gullvægu, meitluðu setningu: „Þat var ok ..." ýc Engar spurningar, takk Framhald af bls. 37. ekki lykilorðinu! Og svo hvarf hann inn í búð. Síðasta sinn, sem hún var með í leiknum að finna hulinn fjár- sjóð, var þegar hún var fjórtán ára. Hún mundi eftir því, að hún hafði meitt sig í hnénu og hitt smástrák, sem stóð á því fastar en fótunum, að hann væri fjársjóðurinn. Þetta ævintýri í kvöld var áreiðanlega ekki ár- angursríkara, en hún varð að viðurkenna, að hún hafði aldrei verið svona glöð og eftirvænt- ingarfull, síðan hún var í fjár- sjóðsleiknum á bernskuárunum. Og jafnvel þótt hún væri nú búin að flækja sig inn í eitthvað skuggalegt fyrirtæki, var þó margt sem var traustvekjandi við þennan mann, sem var end- urskoðandi og hafði mætur á sömu blómum og hún, plús georg- inum. Þess utan var hann ljóm- andi laglegur, það sá hún þegar hann kom eftir götunni. Þegar hann nálgaðist hana mundi hún allt í einu eftir fyrir- skipunum hans. — Nei, er þetta ekki Herb Chase! Hvenær komstu til . . . — Uss, haldið áfram, ekki að líta við, hvíslaði hann óðamála. Og þegar hún hlýddi, og fór að hlaupa við fót við hlið hans, andvarpaði hann og sagði: -—- Guði sé lof að þér eruð ekki kona Lots. Hún ætlaði að fara að skamm- ast út af því tillitslaus hann væri, þegar hann spurði hana hvort henni þætti ekki góður humar. — Ha? — Steiktur humar. Og kálfa- kjöt í madeirasósu? — Já, og jarðarberjaís. — Ég vil heldur súkkulaðiís. Hvað fleira? — Rækjusalat? Flýtið yður, það er áríðandi. — Jæja, hvítvín, hnetusmjör og rækjusalat. Allt í lagi, kvöld- þættir í sjónvarpinu, ef þér endi- lega viljið vita það. Og Leopold Stokowski, óperusýningar, gömul danslög. Hvers vegna er þetta svo áríðandi? — Skiptir ekki máli. Ég er líka hrifinn af öllu þessu. Og Charles Dickens, járnbrautinni á Long Island, tennis, og þykkum ullarpeysum. Hvað er það, sem þér hafið óbeit á? — Flónelsnáttfötum, glímu og brauðbúðingi. En þér? — Slúðursögum og Camembert osti. — Ég elska Camembert ost. — Þré eruð námfús. Biblíu- kvikmyndir, bikini og hrásilki- föt. — Það er skrítið, ég þoli ekki hrásilkiföt. Allt í einu sleppti hann hand- legg hennar og snerist á hæl. — O, — fari það í logandi. Hann ýtti henni upp að húsvegg og hvíslaði: — Hefurðu varalit? Án þess að taka eftir að hann þúaði hana allt í einu, tók hún varalitinn upp úr töskunni og um leið rétti hann henni spegil- inn, sem hann hafði haft í vas- anum. — Fljót, skrifaðu síma- númerið þitt. — En ég er með blað og blýant. — Notaðu samt sem áður spegilinn, en flýttu þér. Þetta er bara ef ske kynni... — Ef ske kynni að ske? í al- VIKAN 4. tbl. m

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.