Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 12
Smásaga efftir Helen Hugers Iún ætti að geta sofið vel. Hún var um það bil að opinbera trúlofun sína, með manni sem var enginn vejnulegur maður. Ralph átti níutíu og níu prósent í General Intelligence og níutíu og átta prósent í Mechanical Copmrehension. Og ef eiginleikar hans voru endurskoðaðir þá var hann staðfastur, alvar- legur og öruggur, alls ekki eyðslusamur, fljótfær eða viðkvæmur. í hvert sinn sem hún hitti hann, fékk hún staðfestingu á öllum þessum ágætu eiginleikum hans. Og núna í kvöld, eftir að hann hafði borið upp bónorðið og kvatt hana við dyrnar á íbúðinni, var það síð- asta sem hún sá, hinn óviðjafnanlegi vangasvipur hans. Hún raulaði með sjálfri sér, klæddi sig í náttföt- in og stökk upp í rúmið. Hún geispaði, slökkti ljósið og lagðist til svefns. Klukkuna vantaði fimm mín- útur í tólf. Klukkan eitt hristi hún koddann og sneri honum við til' að fá svolítinn svala og reyndi að birgja sig niður. Klukkan tvö fór hún að tala alvarlega við sjálfa sig, Þetta hlaut að vera rigningunni að kenna ... Og þó, það gat varla verið. Hún hafði aldrei orðið andvaka vegna rigningar.. . Jæja þá, hugsaði hún, þetta hlýtur að vera kvíði. Ég á erfiða viku framundan á skrifstofunni.. . Hún starði upp í loftið. Vinna við þessar sömu sálfræðilegu prófanir, sem hún hafði gert síðastliðin tvö ár? — Það gat ekki verið ástæðan. Hún andvarpaði hjálparvana ... Burt! hrópaði hún í huganum. Ég hefi sagt skilið við menn eins og þig! — Ég ætla að giftast Ralph og öllu því öryggi, sem honum fylgir. En óhlýðinn draugur, sem hét Mark, fór mjúkum höndum um hár hennar, og höndin var næm og var- færin, eins og höndin á hljóðfæraleikara og minningin kom henni til að tárast. Hún hafði orðið ástfangin af honum við fyrstu sýn, þegar hún var nítján ára, en sex mánuðum síðar tíndi hann saman pjönkur sín- ar og sagði bless. Hann fór til Majorca, en hún sneri sér aftur að sálfræðináminu, alveg agndofa. Svo var það Andy, grínisti skólans. Hún varð ástfangin af fyndni hans í fyrsta skipti sem hann bauð henni út. Hann giftist einhverri annarri, daginn sem hún tók lokaprófið. Hún var orðin ráðgefandi sáfræðingur þegar að hún varð ástfangin af Ted. Til allrar óhamingju var hennar verksvið sálfræðilegar prófanir til hagræðingar á viðskipta og iðnaðargrundvelli, en vandamál Teds var að honum var ekki mögulegt að velja á milli hennar og annarra stúlkna sem hann þekkti. — Jæja, hvíslaði hún út í myrkrið, — ég varð ástfangin af þér, og ástin er blind. En nú hafa augu mín opnazt.... Og til að prófa það, horðist hún reiðilega í augu við þessa drauga og manaði þá í burtu. Einn eftir annan fölnuðu þeir og hurfu úr hugskoti hennar og dimmt svefnherbergið umlauk hana eina. Morguninn eftir var glaða sólskin og hún var í bezta skapi. Þegar hún kom inn á litlu skrifstofuna sína voru engir skuggar þar. En það sat maður og beið hennar. Hann hét Michael Jameson og eins og aðrir viðskiptavinir hennar var hann ráðningastjóri hjá stóru iðnaðarfyrirtæki, og hún átti að vinna með honum í þrjá daga, sýna honum allar tegundir sálfræðilegra prófana og kenna honum að nota þær. — Svo að þér eruð sálfræðingurinn sem ég á að eyða næztu þrem dögum með, sagði hann með sýni- legri ánægju. — Ég hafði búizt við skuggalegum skeggjuðum karli með hornspangargleraugu ... Þetta var óvænt ánægja. Þetta sögðu þeir allir. — Þakka yður fyrir. Ég geri ráð fyrir að dr. Murdock hafi skýrt þessa aðferð fyrir yður. —¦ Já, sagði hann og krosslagði langa granna leggina. — Þér látið mig hafa þessar sálfræðilegu próf- anir og svo fer ég að nota þetta á starfsfólkið. Ég á að skilja sauði frá höfrum. Finna út úr því hvers- vegna bækurnar ekki stemma hjá ungfrú Jones. Er hún ástfangin? — Er hún svikari? — Eða kann hún bara ekki að leggja saman? Hún reyndi að dylja bros. — Og í árslok látið þér okkur vita árangurinn, hve vel þessar prófanir hafa spáð fyrir um hæfni starfsfólksins ... Hann brosti ekki lengur. — Er þetta nauðsynlegt? spurði hann. — Nauðsynlegt og ekkert erfitt. Við sendum yður eyðublöð, sem þér látið fólkið fylla út___ Hann hikaði andartak, en svo vra eins og hann tæki ákvörðun. — Sjáið þér til, sagði hann vandræða- lega, — ég get ekki gert það ... — Hvað meinið þér? — Ég meina, ég læt auðvitað fólkið hafa þessar skýrslur til útfyllingar, vegna þess að húsbóndinn vill það endilega. En ég skal trúa yður fyrir því að ég ætla ekki einu sinni að líta á útfylltu blöðin. Ég ætla að stinga þeim niður í neðstu skúffuna á skrifborðinu mínu og halda áfram að láta brjóstvitið ráða og taka það fólk sem ég finn að passar í starfið ... — En þetta er hlægilegt, sagði hún. — Þessar prófanir kosta peninga. Hann yppti öxlum. — Þetta eru duttlungar úr húsbóndanum, hann hefir ráð á að láta þá eftir sér. — Þetta eru ekki duttlungar. Þetta er árangur af margra ára vísindastarfi. — Ég veit það. Kaldar, vísindalegar, vélknúnar rannsóknir. Sjáið þér til, hann hallaði sér ákafur yfir borðið, — það er lifandi fólk, sem ég á að ráða til starfa, en ekki haugur af hagfræðiskýrslum. — Herra Jameson, sagði hún og reyndi að hugsa hvaða orð dr. Murdock myndi nota. — Enginn heldur því fram að þessar prófanir séu óskeikular, eða að ein prófun sanni svo mikið. En þær gefa yður örugg- lega betri mynd af hæfni hvers og eins, en tilfinningar yðar geta gert... Hann var undrandi á svipinn. — Hvernig má það vera? Hafa þessar prófanir augu? Hafa þær eyru? Eða hafa þær hjarta? — Það kemur ekki hjarta yðar við hvernig þér veljið sölumenn, verkstjóra eða bókhaldara. — Það held ég. Ég treysti á tilfinningar mínar gagnvart meðbræðrum mínuni og systrum. — Hann horfði forvitnislega á hana. — Gerið þér það ekki? — Nei! Maður hefir ekki ráð á því að treysta tilfinningunum, ekki þegar til þess kemur að velja .... Hún þagnaði skyndilega, en hélt svo áfram. — Já, að velja starfsfólk. Hann horfði ennþá á hana og hún fann hvernig hún roðnaði og leit á eyðublöðin í höndum sér. Hann sagði: — Drottinn minn, þér hljótið að vera ákaflega óhamingjusöm, að vinna á þennan hátt.. . — Ég er ekki óhamingjusöm! sagði hún hressilega. — Gif tar ... 1 — Nei. — Hversvegna ekki. Þér hljótið að vera minnsta kosti tuttugu og sjö ára... — Ég er tuttugu og sex, sagði hún reiðilega. — Og þótt yður komi það ekki við, Framhald á bls. 29. 12 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.