Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 49
mannanna afturí og spyrja þá. En hann heyrir ekki neitt i heyrnartækinu, sambandiS er rofiS. Hann snýr sér aS Mercier og gefur honum merki um að taka við. Aðstoðarflugmaðurinn sér blóð renna niður kinn foringj- ans. Mercier tekur stýrið i aðra höndina og grípur bensíngjöf- ina með hinni. Vélin lœtur ekki að stjórn, en æðir lóðrétt mót skýjum með drynjandi mótor- um. Á þessu augnabliki tekur ung- ur liðsforingi i annari vél mynd, sem er að likindum ein merki- legasta mynd sem tekin var í siðari heimsstyrjöldinni. En mennirnir í stjórnklefanum hafa ekki hugmynd um að vél þeirra hefir fengið sprengju miðskips, sem sprengdi flugvélina i tvennt. Mennirnir aftur i vita það. Allt í einu þagnar vélardynurinn, þögnin er alger. Svo minnkar hraðinn. Sjóndeildarhringurinn snýst fyrir augum þeirra. Stélið fellur til jarðar eins og steinn, aðeins á ská. Beaulieu og Champromis hendast yfir klefagólfið og skella á lokuðu skilrúminu milli fram- og aft- urskips. Merkisberinn Faudry þeyttist úr afturturninum og hentist á eftir þeim. Bertrand liðÞjálfi er sá eini sem ekki hreyfist úr turni sinum. Gegnum þokumökk- inn, —, hvaðan kom öll þessi þoka? — greina þeir dinglandi fætur hans. Hann hlýtur að hafa fengið í sig sprengjubrot og dá- ið. Þeir verða að gá að hvort hann er í raun og veru dáinn. — Nei, það er enginn tími til þess. Þeir verða að stökkva án tafar, það eru aðeins sekúndur þangað til vélarparturinn skell- ur á jörðina. Mennirnir þrír spyrna í skil- rúmið og hifa sig upp á lestar- lokurnar, — það var lán að þeir voru búnir að draga vélbyss- urnar inn, svo að þær voru ekki fyrir. Champromis stekkur út um vinstri lokuna og Faundry fylg- ir eftir. Beaulieu liggur á hnján- um við hægri lokuna, reisir sig upp og ætlar að spyrna frá, en það er eitthvað sem heldur hon- um föstum, ein ólin á fallhlíf- inni hlýtur að hafa fest sig á vél- byssunni. Beaulieu reynir að rífa sig lausan, í ofsalegrí hræðslu og kippir í eins og hann hefir kraft til, — hann losnar. Kalt loftið slær hann í and- litið, eins og hnefahögg, rífur af honum hjálm og gleraugu. Allt snýst fyrir augum hans. Handfangið! — Lyfta hægri handleggnum. — Rautt hand- fang. — Taka í það! Nei, andartak. Einmitt þegar hann ætlar að kippa í handfang- ið man hann eftir Jean Tourteau liðsforingja, sem var fallhlífar- Norska garnið f*eer Gynt (Pétur Gautur) '• . r*\ : »K,! ; . «-., 0,r. c— ¦ áCS '•¦»* SBm r~ ^¦¦f w* H|'/--/«4H WíFf':ÆÆs®m f:MM 1 - -'ji^Æ §1 '¦¦^'mMm *$¦, * 1 iit-'-'i- ¦ IIJIiliBU rrr ím-iTM ¦! —i FALLEG MYNZTUR ir Wí '""'%.'ss,:;«»* IhWM hermaður 1939—1940, og sem aldrei gleymdi að troða inn í félaga sína réttum handtökum við að losa fallhlifarnar: — Reynið að ná jafnvægi í loftinu áður en þið Iosið, og kippið ekki í fyrr en þið sjáið jörðina. . . . Beaulieu sér jörðina og kippir í. Hann tekur fast i og finnur snöggan sársauka milli fótanna. Allt í einu finnst honum að hann sé á leið upp aftur. Him- inninn er blár. Hann lítur nið- ur fyrir sig og sér grænan blctt. — Engi. — Þá minnist hann aftur orða Tourteaus: — Þú get- ur stýrt fallhlífinni með þvi að taka i ólarnar.... Engið nálgast. Karlar koma hlaupandi. .. . Þjóðverjar. . . . í stjórnklefa vélarinnar, sem enn er á lofti, heldur baráttan áfram upp á lif og dauða. Þegar Mercier finnur að stýrið verkar ekki, hugsar hann fyrst um Val, sprengjumanninn sem liggur á maganum í glæru nefi vélarinn- ar. Val er sá eini sem ekki er með fallhlífina á sér. Hann gat ekki haft hana á sér vegna þrengslanna. Val varð að skríða til baka og spenna fallhlífina á sig inni í stjórnklefanum. En stóllinn sem Mercier situr i er festur á skinnur og er fyrir. Hann þarf að ýta honum aftur svo að Val komist. Ennþá ganga mótorarnir, með 4000 hestafla krafti mót skýjum, svo að hann þarf ekki annað en að losa klemmurnar sem halda stólnum, þá rennir hans eigin þungi hon- um til baka. En á þvi augnabliki stanza mótorarnir. Vélin stingst á nef- ið og Mercier hendist um koll, rennur undir mælaborðið og inn i gegnum lokuna fram i nefið. Stóllinn rennur á eftir honum og teppir nú opið. Plexiglerið er götótt eftir sprengjubrot. Mercier snýr höfS- inu og sér Val fyrir ofan sig. Hann hafSi fengiS sár eftir sprengjubrot á hálsinum og and- litið var löðrandi í blóði. Gegnnm glerið sáu þcir jörð- ina nálgast óðfluga. HliS viS hliS reyna þeir að ýta stólnum frá opinu og sjá hönd Rollands majórs sem hjálpar til. Allt i einu fer stóllinn frá og þeir þeytast inn i stjórnklefann og lenda út i vegg. Flugvélarflakið er fariS að snúast í loftinu, vegna þyngdar mótoranna. Val spyrnir viS fótum, styður sig við klefavegginn mcð ann- arra hendinni og reynir að koma á sig fallhlífinni með hinni. Rolland og Mercier spenna ól- arnar fastar. En klefinn snýst stöðugt og þeim finnst hvert handtak taka eilífðartíma. Hvert sinn sem flakið snýst sjá þeir jörðina koma nær. Sprengjurnar fjórar eru enn þá í sprengjuklefanum. Um leið og Mercier sá að þeir voru að hrapa, ýtti hann á hnapp með APPELSÍN SÍTRÓN Ll M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili S0$esfo VIKAN 23. tbl. 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.