Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 16
Klement horfði ákafur á andlit Ryans meðan hann talaði og síð- an með sama ákafa framan í Stein, þegar hann þýddi orð Ryans. Þeg- ar Stein hafði lokið móli sínu kink- aði Klement kolli. — Þér getið ennþá nóð háum aldri, major, sagði Ryan. Þegar lestin staðnæmdist aftur ppnaði Ryan dyrnar lítið eitt og horfði út í hólfrökkur sem aðeins var rofið með rauðleitum feluljós- um. — Stein, mig langar til að biðja yður um að ná í föður Costanzo. En talið þýzku. Stein lagði af stað og Fincham kom til Ryans. — Um leið og faðir Costanzo kemur, fer ég með Klement inn á stöðina til að sækia áætlunina, sagði Ryan. — Þér verðið hér og hafið auga með lestinni. Stein kom aftur með Costanzo og Ryan skipaði Klement að fara niður úr vagninum. Samtímis yfir- gáfu varðmennirnir staði sína uppi á vögnunum og klifruðu niður. En allir hlýddu fyrirskipunum og þýzku verðirnir og menn banda- manna voru sitt hvorum megin við lestina. Fangarnir í aftari vögnun- um spörkuðu í veggina og bölvuðu eins og venjulega. Þeir í fremri vögnunum, sem vissu hvernig allt var í pottinn búið, voru hljóðir. Þetta gat vakið grunsemdir. Menn gætu tekið að undrast mismuninn. Ryan fól Stein að sjá um að fang- arnir í fremri vögnunum tækju einn- ig að gera hávaða. Hávaðinn vakti athygli um alla stöðina. Ryan heyrði forvitnar spurningar bæði á þýzku og ítölsku. Allt í einu kom ítalskur liðsfor- ingi til þeirra. Hann sagði eitthvað við Klement í reiðilegum tón og pataði með höndunum. Klement hristi höfuðið. Hann talaði ekki ítölsku. Costanzo túlkaði fyrir þó. Orðið „ítalir" kom hvað eftir ann- að fyrir hjá þeim. Ryan skildist, að verið væri að spyrja, hvort nokkrir ítalir væru meðal fang- anna. — Gott, faðir, sagði Ryan. — Þér leikið hlutverk yðar vel, Klement. FRAMHALi EFTIR DAVID Wl Leikið bara svona vel áfram og þá fer allt vel. Segið mönnum yð- ar, að þeir geti tekið sér stundar- fjórðungs frímínútur og fengið sér eitthvað að drekka. Varðmennirnir sveifluðu byssun- um yfir axlirnar og skokkuðu af stað, undrandi yfir þessari nýju mildi Klements. Þegar þeir voru horfnir opnaði Ryan dyrnar að fyrsta fangavagninum. — Er nokkur hér sem talar ítölsku? spurði hann. Margir svöruðu iátandi. — Ég þarf að fá einn, sem talar ítölsku. Farið að vagni yfirforingj- ans og tilkynnið Fincham yfirlaut- inanti að þér eigið að fó þýzkan einkennisbúning og gefið yður síð- 16 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.