Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 2
I FULLRI ALVORU Sjaldan veldur einn þegar tveir deila Fyrir nokkru eru afstaðnar illvigar deilur um kjör ákveöins hóps ílugmanna á íslandi. Hér er eins og venjulega að aldrei veldur einn, þegar tveir deila, og skal ekki tekin afstaða með öðrum aðilanum. Til þess er ekki fyrir hendi nægileg þekk- ing á öllum hliðum og aukahlið- um þessa máls. En hvernig sem það er allt i pottinn búið, liggur í augum uppi, að umræddir flugmenn hafa verið hornir þungum sök' um og mörgum óréttlátum — ekki af sinum andstæðingum í þessu máli, heldur Pétrum og Pálum sem ef til vill hafa tak- markaða þekkingu á starfi flugmannanna en þeim mun meira af hleypidómum og fljót- færni, og myndu margir hafa orðið að leggjast undir hvass- brýnda egg hinnar ströngu meið- yrðalöggjafar ef flugmennirnir væru þær smásmugur að leggja sig eftir tittlingaskít. Og i sum- um tilfellum hafa orð fallið þannig, að ástæða væri fyrir vinnuveitendur að taka upp hanzkann og heldur óstinnt, því ofhól er háð. Og oft nístandi. Hér skal ekki farið út i sniá- ati-iði afturábak í þessari deilu, sem væntanlega fyrnist sem fyrst, þótt hún hafi beggja ineg- in staðið of djúpum rótum til að gleymast. En á það nægir að benda, hve sárafáir af ölluin þeim fjölda, sem byrjað hafa flugmannsferil, hafa náð mestu flugmannsréttindum. Það sann- ar betur en langar greinar i blöðum, hve strangar kröfur eru gerðar til þessara manna, og sýnir tvimælalaust, að flauta- þyrlar og flón verða á eftir á þeim menntavegi. En almenningur kippist við, þegar tveir fremstu baráttu- menn flugmanna láta sér detta i hug, að vinnuveitandi þeirra leggist svo lágt að hlera heima- símana hjá þeim! Þá hvarflar að mönnum, að annað tveggja komi til: Að flugmenn hafi of mikla fritima og verji þeim til að lesa reyfara og vísindaóra (Science Fiction), eða að þeir féi aldrei að hvíla sig og tauga- kerí'ið fari eftir því. Vonandi fréttum við aldrei oftar af hugmyndaskrípi á borð við þetta, og vonandi ber bónil- inn gæfu til að gefa kúnni sinni nóg fóður svo hún geti mjólkað honiun, en kýrin að gefa bónd- anum næga mjólk svo að hann geti alið hana vel. S.H-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.