Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 32
FERÐIR KREFJAST FYRIRHYGGJU Lesandi góður. Ætlunin var að nota þennan tvídálk til þess að telja upp allt efni FERÐAHANDBÖKARINNAR, en brátt kom í Ijós að til þess þyrfti miklu meira rými og hefði síðan öll tæplega dugað til. í stað svo langrar upptalningar birtum við því mynd af FERÐAHANDBÖKINNI og því sem henni fylgir og látum nægja að minna á, að FERÐAHANDBOKIN veitir yður aðstoð við undirbúning f erðaIags og á ferðalagi. VIK * UPfoar5 FERDALAGIfl FERÐAHANDBOKIN Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ÖHrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú eyðir dögunum í að leggja grundvöll að stóru verkefni serh þú ætlar þér nauman tíma til að leysa- Þú þarft á nokkrum fjármunum að halda í þessu sambandi, nokkuð meiri en þú gerðir upp- haflega ráð fyrir. Nautsmerklö (21. aprfl — 21. mai): Þú leggur kapp á einhvert sjálfsnám en ættir samt sem áður að fá einhvern til að líta til með þér. Þú eyðir nokkrum dögum hjá kunningjum þínum. Þú verður fremur lítið heimavið seinni part vikunnar. ^^^ Tvíburamerki8 (22. mai — 21. júní): ^MRk Það ctu einhverjar breytingar á einkalífi þínu vænt- mSU anlegar. Þú hefur svikizt undan merkjum og vinnu- ^flap^ félagi þinn lítur þig skáhöllu auga. Þú verður að halda vel á spöðunum ef þú ætlar að anna öllum verkefnum þínum. Krabbamerkið (22. júni — 23. júlí): OÞú hefur fremur lítið fyrir stafni heimafyrir en ert þeim mun duglegri að verða þér úti um verkefni annarsstaðar. Þér verður vel ágengt í einhverju baráttumáli sem á rætur að rekja til sameiginlegra hangsmuna. Ljónsmerkiö (24. júlí — 23. ágúst): OVinnuveitendur þínir eru ekki alveg nógu ánægð- ir með frammistöðu þína enda veiztu að þú gerir aðeins það sem ekki er hægt að komast hjá að gera. Þú verður fyrir smá vonbrigðum í sambandi við endurfundi. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú umg«ngst fjölskyldu þína allmikið og þó ekki þá nánustu s«m skyldi. Þú skemmtir þér nokkuð sérstaklega verður helgin notadrjúg til þess. Var- astu öll viðskipti sem varða stórar fjárhæðir. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú getur prísað þig sælan vegna heppni þinnar, að minnsta kosti geturðu það þegar þú lítur á kjör annarra. Þú umgengst mikið fjölskyldu þína og átt skemmtilegar stundir á heimili þínu. DrekamerkiS (24. október — 22. nóvcmber): Þú ert mjög tvíátta í ákveðnu máli en fyrir til- stilli góðra vina velurðu samt beztu lausnina. Ástar- málin eru í fremur rómantísku ástandi. Líkur eru á stuttu ferðalagi, sennilega í vikulokin. Bogmannsmerklð (23. nóvember — 21. desember): Það hefur gripið um sig órói hjá þér og þú ert með allskonar uppfinningar til að finna frið í beinun- um. Þér hefur orðið nokkuð vel ágengt með áróðri þínum á vinnustað og munu flestir vera þér þakk- látir. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): ©Þú ert að undirbúa skemmtilegt ferðalag til staða sem þú hefur ekki heimsótt áður. Ungur maður kemur þér til hjálpar í ákveðnu máli. Kunningjar þínir gera þig að aðalmanni til að leita sameigin- legra hagsmuna ykkar. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú ert nokkuð leiður á verkefnum þínum og skalt ekki veigra þér við að leita breytinga, ailt bendir til að rkttur tími sé til þess nú. Þú skemmtir þér vel í kunningjahóp eitthvert kvöldið. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Gættu þess að sýna ekki undirmönnum þínum lítils- virðingu. Temdu þér meiri lipurð í framkomu og reyndu að vera þægilegri í umgengni. Það reynir nokkuð á þessa hlið þina eins og stendur. Heilla- tala er 4. '¦YX'Í,';'''''*''*'''¦' '"v ';¦¦"'.-' - ¦¦ ' '¦'¦''¦ ''

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.