Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.07.1965, Qupperneq 10

Vikan - 29.07.1965, Qupperneq 10
Svör ;í bls. 50 Handritin ern að koma Iieiin. en hversu itaðgóð er þekkingfin á sögnnnm? HVÁRT MAN NÚ NOKKUR LENGUR ÞESSA GARPA 1 „Sjá þeir þá, at skip fara sunnan nesit ok voru eigi færri en tíu. — En á því skipi, er fyrst fór, stóð maðr við siglu. Sá var í silkitreyju ok hafði gyldan hjálm — enn hárit bæði mikit og fagurt. Sá maðr hafði spjót gullrekit í henði. Hann spurði: Hverir eigu hér leik svá ójafnan". Upp á síðkastið hefur verið barizt helgri baráttu til þess að sannfæra Dani um það, að handritin úr Árnasafni ættu heima á íslandi og hvergi annarsstaðar. Þessi barátta hefur borið árangur og Danir hafa sýnt skilning og sveigjanleik, sem kann- ske er fágætur í samskiptum þjóða. Handritin koma heim. En hversu staðgóð er þekking okkar á íslendingasögunum? Jú, það er að vísu rétt, að sögurnar eru til á flestöllum heimilum, bundnar í gott band og með gyllta kili. En hefur nokkur skyggnzt bak við kilina í seinni tíð? Eru þessar fornfrægu sögu- persónur að verða okkur framandi og hafa þær látið í minni pokann fyrir Bonanza og öðrum hetjum úr sjónvarpinu. Við höfum grun um, að lestur á Tslendingasögunum standi í öfugu hlutfalli við alla þá gylltu kili, sem komið hefurverið upp í bóka- skápa á síðustu árunum. Það hefur ekki verið mikið um myndskreyttar útgáfur af Is- lendingasögunum og ekki er heldur hægt að segja að persón- ur og viðburðir sagnanna hafi verið viðfangsefni íslenzkra myndlistarmanna. Fyrir nærri fimm áratugum voru gefnar út teiknaðar myndir af frægum atburðum úr sögunum og munu þessar teikningar hafa átt að stuðla að frekari sölu á sígarett- um, því þær munu hafa verið látnar í pakkana. Það var þegar aldamótakynslóðin var og hét og nú væri fróðlegtað vita, hvort nokkur kannast við þessar myndir af frásögninni. Vikan birtir hér nokkrar þessara teikninga og stuttan texta úr sögunum með hverri teikningu. Af því eiga lesendur að sjá, úr hvaða sögu myndirnar eru. Svör eru aftar í blaðinu. „Þenna morgin stóð Atli hóndi snemma upp ok gekk af sæng sinni. Atli var svá búinn, at hann var í hvítum stakki stuttum ok þröngum; var maðurinn eigi skjótlegur á fæti; var hann bæði vesalmannlegur ok ljótur at sjá, sköllóttr og inneygr. — Hann sá at skip fór handan yfir fjörðinn, ok komit mjök at landi, ok kendi þar Steinþór bónda mág sinn, ok varð eigi gott við“. „Aðasteinn konungr sat í hásæti. Hann lagði ok sverðið um kné sér, ok er þeir sátu svá um hríð, þá dró konungr sverðið úr slíðrum ok tók gullhring af hendi sér, mikinn ok góðan, ok dró á blóðrefilinn, stóð upp ok gekk á gólfit, ok rétti yfir eldinn til Egils“. JQ VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.