Vikan

Útgáva

Vikan - 29.07.1965, Síða 47

Vikan - 29.07.1965, Síða 47
Það er varla betra fegrunarróS til en þurrburstun, og alls konar böð tilheyra vandlegri snyrtingu. A sumrin er ekkert eins mikilvægt og böð fyrir útlitið — nóg af sápu og vatni og góður bursti. Þær, sem ekki hafa sturtu geta fengið sér hressandi og fljótlegt morgunbað með því að láta renna vel heitt vatn í baðkerið að kvöldi og láta það standa yfir nóttina. Að morgni hefur vatnið herbergishita. Sé svo farið stutta stund í þetta bað og líkaminn burstaður rösklega um leið og þurrkaður með volgu frottéhandklæði á eftir, byrjar dagurinn vel og morgunkaffið smakkast dá- samlega. Þægilegt morgunbað er líka þurrburstun og sturtubað á eftir. Líkaminn er þá burstaður þurr með tveim meðalhörðum burstum eða strásvömpum þar til húðin er rauð og heit. Síðan er farið í sturtubað með nógri sápu, þurrkað með volgu frottéhandklæði og kölnarvatni nuddað yfir á eftir, eða talkúmdufti. Einu sinni í viku ætti svo að fara í langt kerbað með nægu baðsalti og snyrta þá andlit, neglur, olnboga og fætur vel og gefa sér góðan tíma. Burstið ykkur og baðið til fegurðarauka. SKERMAR Þessar skermgrindur eru aftur lcomnar mikið í tízku, enda sérlega lieppilegt nú á límum, þar sem stofur og ann- að er haft mikið opið og dyralaust. Möguleikarnir eru ótæmandi til að skapa tilbreytni og sérkenni með þeim. Þar sem óskað er eftir milligerð, sem hleypir ljósi í gegn má benda á skermana liér fyrir neðan. Sá t. v. er gerður úr mjóum bambusstöngum og tréperlur þræddar óreglu- lega á þær. Skermagrindin og allt, bæði perlur og stengur er málað grænt og gefur það kinverskan svip. T. h. er skermurinn fylltur af smá málmhringjum 9g kúlum, öllu gyiitu. Tvær litlu myndirnar sýna aðferðina. Mjóir virar eru festir þvert yfir með jöfnu millibili og á þá hengdir gard- inuhringir, litlar kúlur og annað, sem liver og einn getur grafið upp. Hin myndin sýnir gyllta hringi, sem strengd- ir eru langsum með hvitum skinnræmum. Myndin hér t. li. 'sýnir hvernig tau er fest í grindina og þar á applikeraðar alls konar myndir og munstur. Athuga þarf að tauið liggi slétt og beint. Velja má liti eftir her- bergjum og efni eftir vild auðvitað, t. d. plast, eigi skerm- urinn að standa í baðherbergi, en þar kemur hann oft að góðum notum í stað liengis fyrir sturtu og lcer, enda má leggja hann saman þegar ekki er verið að nota hann. Bastvefur og svipað efni eiga vel við sums staðar og svo má líka nota gömlu aðferðina og rykkja tauið á.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.