Vikan

Issue

Vikan - 16.09.1965, Page 7

Vikan - 16.09.1965, Page 7
P.S. þýðir Post Scriptum — eft- irskrift. HANNIBAL OG ANNAÐ ATKVÆÐl. Kæra Vika! Ykkur dettur margt skemmti- legt í hug, eins og til dæmis það, að senda mann út af örkinni til að reyna þolinmæði manna, sbr. grein í síðustu Viku. En það er algjör skortur á háttvísi að segja: „Hannibal kveður atkvæðið“ — eftir hans kurteisa og þolinmóða viðtal — og þar mundi frú Andrea Oddsteinsdóttir vera sammála. Þetta er skrifað einungis með almenna kurteisi í huga. Vikulesandi. Þetta þykir okkur vont að heyra. Og Hannibal, sem hló svo mikið, þegar hann las þetta! En það er gaman að vita, að hann skuli eiga annað atkvæði á Rauf- arhöfn! SMEKKSATRIÐI. Góða Vika! Ég hef í tvo daga verið niður- brotinn maður vegna þess, að ég sá stúlku úti á götu í fyrradag. Hún var í einhvernveginn rauð- strípaðri kápu, fæturnir aðeins prik sem hurfu undir kápuna sem lufsaðist utan um ekkert. Andlitið vægt sagt ekki fallegt. Ég ætlaði að fara að loka augun- um eins og ég geri alltaf, þegar eitthvað særir fegurðarsmekk minn, en fannst þá, að ég kann- ast við gripinn og fór að horfa betur, og drottinn minn, þetta var þá fegurðardrottning íslands 1965! Ég fékk kökk í hálsinn og get ekki kingt honum síðan. Hvernig má þetta vera, af hverju gerið þið þjóðinni þá smán að velja ófríðar stúlkur fyrir fegurð- ardrottningar? Ætlið þið að láta þetta sjást í öðrum löndum? Kæra Vika, gerðu eitthvað til að hugga mig! Estetikus. f fyrsta lagi eitt: Vikan ber enga ábyrgð á fegurðarsam- keppninni og hefur aldrei gert. Hins vegar hefur blaðið einka- rétt á kynningu keppenda, eftir að stjórn fegurðarsamkeppninn- ar hefur valið þær, sem keppa til úrslita. Varðandi þessa sér- stöku stúlku er það að segja, að hver hefur sinn smekk, þú Estetikus eins og aðrir, en mað- ur kunnugur stúlkunni sagði okk- ur í vor, að „hennar sjarmi lægi á öðru sviði“. ÆÐRI TÓNLIST. Kæra Vika! Vilduð þið segja mér hvaða æðritónlistarunnandi sér um dag- skrána í útvarpinu. Maður opn- ar ekki útvarpið svo að ekki sé verið að spila long-playing plötu með Fílharmoníuhljómsveitinni frá Lundúnum eða kynna hana sem næsta dagskrárlið. Ég hlust- aði einu sinni á dagskrárkynn- ingu næstu viku og þá var 6 sinnum þættir með sinfoníum en 2 þættir með dægurlögum og ann- ar svo seint um kvöld að maður fær ekki hálfan svefn, því ég og fleiri sem vakna kl. 7 — 7,30 til að fara í vinnu og er maður illa upplagður og lítt vinnufær. Nútíðin. P.S. Hvernig er skriftin? Okkur er nær að halda, að það sé enginn einn, sem stjórnar dagskránni í útvarpinu, þótt dag- skrárstjóri (Andrés Björnsson) hafi yfirumsjón með höndum. Og við viljum alls ekki halda því fram, að hann sé æðri tónlistar- unnandi en f jöldinn. Hitt er svo annað mál, að sjaldan heyrast raddir, sem mæla með allri þeirri göfugu tónlist, sem heyrist í út- varpinu. Það væri gaman að heyra í fáeinum. RÍKISSTARFSMENN. Vikan, — góði Póstur! Við erum hér samankomnir nokkrir kunningjar og erum ekki á eitt sáttir með ýmis atriði eins og gerist og gengur. Ekki dettur okkur í hug að þú kveðir upp endanlegan dóm um öll deiluatriði okkar, en þar sem við vitum að þú hefur gefið mörgum góð og greið svör er þó eitt sem við biðjum þig að veita okkur upplýsingar um, en það er hverjir teljast ríkisstarfsmenn? Eru það ekki allir sem vinna við ríkisstofnanir? Eða, ef svo er ekki, hvar eru þá takmörkin? Með fyrirfram þakklæti. Virðingarfyllst. Fávísir. Allir þeir, sem þiggja laun úr hendi ríkisins, teljast ríkisstarfs- menn. DjrPFRYSTIMG er fljótlegasta, auðveldasta og bezta geymsluaðferðin — og það er hægt að djúpfrysta hvað sem er: kjöt, fisk, fugla, grænmeti, ber, mjólkurafurð- ir, brauð, kökur, tilbúna rétti o.fl., og gæðin haldast óskert mónuðum saman. Hugsið ykkur þægindin: Þér getið aflað matvælanna, þeg- ar þau eru fersk og góð og verðið lægst. Þér getið búið í haginn, með því að geyma bökuð brauð og kökur eða tilbúna rétti. Og þegar til á að taka er stutt að fara, þ.e.a.s. ef þér hafið djúp- frysti í húsinu. Og djúpfrysti ættuð þér að eiga, því hann sparar yður sannarlega fé, tíma og fyrir- höfn, og þér getið boðið heimilisfólkinu fjölbreytt góð- meti allt árið. Takið þvf ferska ákvörðun: — fáið yður frystikistu eða frystiskáp, og . . . Látið kalda skynsemina ráða — veljið ATLAS, vegna gæð- anna, vegna verðsins, vegna útlitsins. Við bjóðum yður 3 stærðir af ATLAS frystikistum og 2 stærðir af ATLAS frystiskápum. Munið ennfremur ATLAS kæliskápanna, sem fást í 5 stærðum, auk 2ja stærða af hinum glæsilegu viðarkæliskápum í herbergi og stofur. Komið og skoðið, skrifið eða út- fyllið úrklippuna, og við mun- um leggja okkur fram um góða afgreiðslu. Sendum um allt land. O KORHliR Sími 2-44-20 — Suðurgata 10 — Reykjavfk. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar, m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................................................. Heimilisfang: ........................................................... Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. V-37 VIKAN 37. tbl. -7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.