Vikan

Útgáva

Vikan - 16.09.1965, Síða 11

Vikan - 16.09.1965, Síða 11
 Meðal þess, sem fram fór á hátíðafundi á 12. landsmóti Ungmennafélaga íslands að Laugarvatni sunnudaginn 4. júlí sl. var sögu- leg sýning, sem vakti geysilega athygli hinna mörgu þúsunda, sem á horfðu, og þótti tak- ast ágæta vel. Er þetta leikrit í einum þætti, eftir séra Sigurð Einarsson skáld í Holti, er höfundur nefnir „Að Áshildarmýri“. Leiðir hann þar fram á sviðið löngu liðinn atburð, er bændur og lögréttumenn úr Árnesþingi komu saman að Áshildarmýri á Skeiðum og gerðu hina gagnmerku Áshildarmýrarsamþykkt. Atburðurinn er merkilegur fyrir þá sök, að hann er fyrsta tilraun fslendinga til þess að rísa sameinaðir upp gegn ofríki, óstjórn og lögleysum umboðsmanna hins erlenda kon- ungsvalds á íslandi, forleikur að þeirri bar- áttu sem öldum síðar færði íslenzku þjóð- inni fullveldi og frelsi. Ungmennafélag Hrunamannahrepps sá um sýninguna og stjórnaði henni Emil Ásgeirs- son í Gröf og tókst það með ágætum vel. Komu lögréttumenn og bændur ríðandi til fundar í búningum sinnar aldar og gaf það sýningunni furðulega sterkan og raunhæf- an svip. — Áhrifamesti þáttur sýningarinn- ar var þó ef til vill ekki Áshildármýrarfund- ur sjálfur, heldur forleikur og eftirleikur, sem mynduðu tilkomumikla umgerð um höfuðatburðinn. f forleiknum lætur skáldið í Holti Sögu koma fram í gervi Fjallkonunn- ar og mælir hún fram forleik í bundnu máli, mjög áhrifamikinn, en í leikslok kemur fram Verðandi, örlagadís hins ókomna og flytur eftirleik á bundnu máli, lyftir tjaldi hins ókomna frá, yfir auðu sviðinu, segir fyrir um endurheimt frelsis og sjálfstæðis og varp- ar blómum í spor þeirra, sem hér höfðu geng- ið um garða og drengilega hafið þá aldalöngu baráttu, sem lauk með fullnaðarsigri þjóðar- innar við lýðveldisstofnunina 1944. Sýningunni var forkunarvel tekið og höf- undur og leikstjóri hylltir í leikslok ásamt þeim Arndísi Sigurðardóttur og Áshildi Emilsdóttur, sem farið höfðu með hlutverk Sögu og Verðandi við upphaf og lok leiksins. II Ritstjóri Vikunnar hitti séra Sigurð Einars- son í Holti, að sýningunni lokinni og óskaði honum til hamingju með þetta verk hans. En með því, að gera má ráð fyrir, að öllum þorra manna sé ekki allskostar Ijóst, hve merkilegan atburð hér er um að ræða, fór ritstjóri Vikunnar þess á leit við skáldið, að það skýrði lesendum Vikunnar dálítið frá málavöxtum. Fer frásögn séra Sigurðar hér á eftir: „Það var einhverntíma í vetur, að Emil Ásgeirsson í Gröf í Hrunamannahreppi fór þess á leit við mig fyrir hönd framkvæmda- nefndar landsmótsins, að ég semdi leikþátt til sýningar undir berum himni um atburð- inn að Áshildarmýri 1496, og samþykkt þá, sem þar var gerð. Mér leizt ekki á þetta sem efni í leiksýningu, óttaðist, að ekki yrði unnt að fá í þetta nógu mikið líf og hreyfingu fyrir sýningarsvið. Samt dróst ég á að gera þetta —■ gera að minnsta kosti til- raun til þess. Mér fannst, að þeim væri þetta áhugamál — og að Emil treysti mér til þess. — Það reið baggamuninn. En ég vissi satt að segja skammarlega lít- ið um Áshildarmýrarsamþykkt þá. Og hafði auk þess önnur verk á prjónunum. En ég fór að lesa og viða að mér, las annála, Forn- bréfasafn, Árbækur Espólíns, Ríkisréttindi íslands eftir Einar Arnórsson og gamla dr. Forna. Og margt og margt fleira. Og fimmt- ánda öldin fór að verða mér dálítið nær- stæðari, stjórnarfar, landshagir, einstakir at- burðir. Ég fór að reyna að grafa upp ein- hverja vitneskju um þessa tólf menn, sem sett höfðu nöfn sín undir Áshildarmýrarsam- þykkt. Það tókst um suma, aðra ekki. En ég fór að gera mér mynd af þeim sem per- sónum, setti þá niður á sínar jarðir, sem ég vissi hvar búið höfðu, spilaði hinum niður á höfuðbólin í Árnessýslu, sem ég vissi ekk- ert um, eftir því sem nöfn þeirra og föður- nöfn bentu mér til hugsanlegra kynsmanna þeirra, sem þar höfðu áður setið. Reyndi svo að gefa þeim skaplyndi og málblæ, inn- an þess þrönga stakks, sem mér var skor- inn, út frá því, sem kunnugt var um hugs- anlega forfeður þeirra. Um aðra var þetta auðveldara eins og t.d. Pétur í Ondverðar- nesi, sem vissa er um, að var sonur Sveins spaka biskups í Skálholti. Sama máli gegndi um Halldór ríka Brynjólfsson lögréttumann í Tungufelli, sem vitað er um að varð maður kynsæll, og á fjölda afkomenda lifandi á íslandi, marga hina merkustu menn. Hann skrifar fyrstur undir Áshildarmýrarsam- þykkt, og má eflaust telja meðal forgöngu- manna þeirra samtaka, er bændur bundu þar með sér. í annálum og árbókum fann ég svo dæmi þeirrar valdníðslu, ofbeldisverka og margskonar lögleysu, sem ætla mátti, að átt hefðu sinn þátt í því, að Áshildarmýrar- fundur var kvaddur saman. En sjálf ber samþykktin með sér, hver manndómur og kjarni ennþá er lifandi með íslenzkum bænd- um 1496, enda einokunarverzlunin þá ekki búin að mergsjúga þjóðina gersamlega. Þetta varð skemmtilega eggjandi viðfangs- efni, þegar til kastanna kom og ég fór að reyna að koma einhverri mynd á það. Vitan- lega hefði það mátt takast betur. En ég er þakklátur vini mínum Emil í Gröf, sem ýtti mér út í þetta og fólkinu, sem flutti leik- þáttinn svo skörulega að Laugarvatni 4. júlí s.l. III Þegar litið er um öxl yfir sögu íslands, frá því er land byggðist er sem horft sé til baka yfir óraleið farins vegar. Upp úr móðu fjarlægðar og fyrnsku, sem grúfir yfir flat- neskjunni, eins og dalalæða, gnæfir einstaka tindur og fjöll, merkisatburðir, sem varða líf og örlög þjóðarinnar, marka tímamót, ákveða Framhald á bls. 45. VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.