Vikan - 16.09.1965, Qupperneq 13
Þó sagði Ines hlæiandi: — Lokaðu augunum andartak, Gigi, og segðu
mér hvort þú sérð heldur tvo fætur eða fjögur dekk . . . ?
— Tvo fætur, sagði ég auðvitað. En í raun og veru skrökvaði ég. í hug-
anum sá ég fjögur hjól, fjögur ný dekk, sem biðu eftir mér hinum megin
við hornið, eftir því sem ég bezt vissi, til að fara með mig hvert sem ég
óskaði.
Um þetta leyti hringdi ég á sunnudagsmorgni til hennar. Ég sagðist
koma og sæk|a hana, við gætum farið út að ströndinn'r. Ég sagði henni að
mig langaði til að vera einn með henni,- ég ætlaði að tala um trúlofun
okkar. Glaður og ánægður fór ég niður í bílskúrinn, undir húsinu mínu,
og ók fína bílnum. Það fyrsta sem ég gerði var að fara á bensínstöðina,
við hornið á via Candia. Þar fékk ég allt sem mig vanhagaði um og lét
því framrúðuna. Ég fór inn í bílinn, setti í fyrsta, skipti svo yfir í annan,
iíðan í þriðia, og að lokum ók ég alla viale Gilio Cesare í fjórða, það var
dásamlegt. Bíllinn gleypti bókstaflega götuna, vélin suðaði, eins og ást-
1'angin býfluga á blómstrandi engi . . . En þegar að ég ók inn á piazza
della Libertá sá ég langleiðis frá að Ines var ekki ein.
Ég varð reiður, vegna þess að ég hafði sagt henni að ég vildi vera einn
með henni, og ég varð ennþá erglegri, þegar að ég sá að þessi fylgifisk-
ur hennar var Tullio. Ég vissi þá þegar að Tullio, sem var vinur minn og
félagi í smásöluverzluninni, var að stíga í vænginn við Ines; og nærvera
hans þennan morgun var sönnun þess. Ég verð að viðurkenna að Tullio
er bæði stærri og myndarlegri en ég; hann var hávaxinn, breiðaxla, með
lítið höfuð og digran háls eins og nautgripur. En ég, aftur á móti, var
lítill og grannvaxinn, með áköf og greindarleg augu; og þegar allt kem-
ur til alls byggist ekki heimurinn á styrkleikanum einum. Ég tók líka eftir
því að Tullio var fínni núna, en nokkru sinni áður. Þegar ég kom til þeirra,
opnaði ég bílhurðina og sagði þurrlega: — Vertu bless, Tullio.
En Ines sagði glaðlega: — Tullio hringdi til mín, svo að ég sagði honum
að hann gæti komið með . . .
— Er það ekki í lagi? sagði Tullio frekjulega. — Aðalatriðið fyrir þig er
að aka bílnum . . .
Þessi vanhugsaða athugasemd gerði mig frávita af reiði, og ég svar-
aði hræsnisfullur: — Einmitt, aðalatriðið er bíllinn, annað skiptir ekki máli.
Komið þið þá . . .
Þau stigu upp í bílinn. Ines settist í aftursætið, en Tullio við hliðina á
mér. Fyrst í stað var ég ánægður með þessa tilhögun, en fljótlega sá ég
að það var engin ástæða til að gleðjast.
Tullio sneri sér strax að Ines og hún teygði sig í áttina til hans, og svo
upphófust ákafar samræður, eins og milli tveggja elskenda. Hvað töluðu
þau um? — Sitt af hverju, grín, ómerkileg dægurmál, gullhamrar og yfir
leitt ósköp ómerkilegt hjal.
En það sem reitti mig aðallega til reiði var hljómfallið. Það var ákaft og
ísmeygilegt og benti til að þau ættu sameiginleg áhugamál.
Við vorum komin út fyrir Róm og ókum eftir Aurelia. Meiningin var að
fara til Santa Marinella. Það var orðið framorðið og ég fór að aka hratt.
En það var ekki svo auðvelt að aka hratt. Svo langt sem augað eygði var
samfelld röð af bílum, stórum og litlum, útlendum og ítölskum, stórum
lúxusbílum úr sjávarþorpunum, með bjálfa við stýrið, sem óku eins og
þeir væru á mótorhjóli. Ég hægði á mér og ef til vill hefði ég gert það
áfram, hefðu ekki skötuhjúin, sem voru í bílnum mér mér, farið svo i
taugarnar á mér, með þessu masi sínu.
Ég veit ekki hvernig það atvikaðist, eða hverju það var að kenna, en
þessi sjúklega afbrýðisemi mín hafði áhrif á aksturinnn, ef til vill var til-
gangurinn að komast sem fyrst til Santa Marinella, og loka þannig fyrir
þetta heimskulega þvaður þeirra. Framhald á bls. 49.