Vikan

Útgáva

Vikan - 16.09.1965, Síða 15

Vikan - 16.09.1965, Síða 15
mér betur en þennan tíma, sem við vorum þar. Það voru ekki jafn miklir erfiðleikar á að fá pláss á skipum og voru í fyrra skiptið. Við vor- um nú orðnir meðlimir í norska sjómannasam- bandinu og höfðum auk þess meðmæli frá Bra- lanta. Enda gafst okkur kostur á að velja um þrjú fraktskip. Eitt, sem átti að fara til Austur- landa og tvö, sem fara áttu til Astralíu. Það varð úr, að við völdum annað Ástralíufarið. Það skip hét Tai Yang og var 1000 lestir að stærð. Við héldum í hann og fórum fyrst til Ham- borgar og síðan niður til Lissabon. Þaðan var svo lagt af stað til Ástralíu. Hitinn fór að fær- ast í aukana, þegar við nálguðumst Miðjarðar- línuna, og hann var hreint óþolandi niðri í vél, en ég var smyrjari í þessari ferð. Það var margt skemmtilegt sem kom fyrir í ferðinni, en einna minnisstæðust er mér þó skírnin, sem allir fá, sem sigla í fyrsta skipti yfir miðjarðarlínuna. Þetta er ævaforn venja og heilmiklar seremon- íur við hana. Fullt af embættum er stofnað til að framkvæma athöfnina. Fyrst vorum við, sem skíra átti, kölluð fram á, þar sem við vorum sminkuð og klædd í strápils og settar á okkur hárkollur. Þegar allir höfðu klæðzt sínu skarti bæði embættismenn og fórnarlömb, var haldið aftur í brú, þar sem skipstjóri skenkti okkur staup af rommi. Síðan skáluðu allir fyrir sjáv- arguðinum Neptúnusi. Þegar því var lokið, var haldið fram að sundlauginni, þar sem athöfnin átti að fara fram. Fyrst flutti „konungurinn" ávarp, en gaf síð- an „lögreglustjóra" orðið. „The chief of police'! kvaðst hafa á skrá sinni 32 óuppdregna land- krabba, sem þörfnuðust skírnar og refsingar fyr- ir afbrot sín. Þá bað „konungur" hann lesa upp nöfn þeirra og ákærur. Númer eitt. Arne Akerhus, háseti. Talinn vera of lystugur. Refsingin: Hann skal borða epli með sýrópsdýfu, hengt upp í bandi. Sjálfur skal hann bundinn á bak aftur og augu hans byrgð. Síðan skal hann gangast undir venjulega læknis- skoðun, rakstur og kaffæringu. Von bráðar komu tveir lögregluþjónar með Arne, hendur hans voru reyrðar aftur á bak og bundið fyrir augun. Síðan var hann leiddur að eplinu, sem hékk í einni bómunni í augn- hæð. Það var mikið hlegið að tilburðunum hjá honum, þegar hann reyndi við eplið og varð allur útklístraður ( sýrópi. Er hann hafði náð einum bita af eplinu, var hann færður til „lækn- isins", sem bankaði hann lítillega með hnoð- hamri, hlustaði hann með blikkdós og smurði liði hans með venjulegri smurningsolíu. Því næst tók hann fram þrýstisprautu og gaf honum inn kókoskúlu, sem innihélt bæði pipar og salt, og var hann látinn renna henni niður með legi af gaffalbitum. Þá var hann fluttur til rakarans, sem sápaði hann með kalkkústi og rakaði hann með stórum trérakhníf. Að lokum tóku lögreglu- þjónarnir hann og hentu honum út í laugina, þar sem ég var staðsettur og kaffærði greyið. Sakborningur númer tvö var Elsa Bakkan, þerna, talin vera of söngelsk. Refsingin: Hún skal syngja Söng Sólveigar án undirleiks. Læknisklössun og kaffæring. Elsa skilaði laginu með miklum sóma. Læknirinn hlustaði hana, gaf henni pillu og smurði liði og brjóst, þannig að hann sprautaði smurningsolí- unni undir brjóstahaldarann á milli brjóstanna. Þetta sagði hann, að væri gert til að fyrir- byggja ilsig. Því næst var henni fleygt út f laug- ina til mín, þar sem hún spýtti út úr sér með- ulunum, sem hún hafði svikizt um að innbyrða. Þessari athöfn var haldið áfram með svipuðu sniði allt til síðasta manns. Einn var talinn drekka of mikið og var hann látinn drekka 10 ölflöskur á 10 mínútum. Einn þurfti að kyssa „drottning- una", en það var eitt af embættunum, annar varð að dansa við hana, einn átti að klifra upp í mastur og annar að mála hluta af dekkinu o.s.frv., o.s.frv. Þetta er alveg ógleymanleg at- höfn fyrir þá, sem fyrir henni verða og gerir talsvert líf í siglinguna. Enginn var undanskil- inn ekki einu sinni farþegarnir, sem voru með í ferðinni. Svo var það eitt atvik, sem var nokkuð snið- ugt. Ég átti algert frí einn daginn og sat uppi á hekki í forsælunni við að lesa reyfara. Ein stoð- in, sem hélt uppi sóldekknu myndaði skugga skammt frá mér og ákvað ég að nota skuggann af henni sem tímamæli. Ég áætlaði, að kominn yrði kaffitími, þegar skugginn félli á hlekk í dekkinu. Eftir drykklanga stund leit ég upp úr bókinni og sá þá mér til mikillar furðu, að skugginn hafði færzt í þveröfuga átt við það, sem hann raunverulega átti að gera. Auðvitað var ástæðan sú, að skiptin við miðjarðarlínuna voru í þann mund að gerast og sólin hagaði sér auðvitað eftir því. Nú fór að sjást gamall kunningi þeirra, sem sigla um suðurhöf, alba- trossinn, sem lifir nær eingöngu sunnan mið- jarðarlínu. Hitinn í vélarrúminu var hreint ólýs- anlegur og fór langt fram úr þeim hugmyndum, sem ég hafði gert mér um heimkynni kölska gamla. Ég held, að ég sé ekkert að lýsa ferðinni meira en gert hefur verið en snúi mér heldur að þeirri stund, er við komum til Ástralíu. Við kom- um í litla hafnarborg, sem heitir Bowen. Raggi hafði lengi verið með þær grillur í höfðinu að setjast að í Ástralíu og var búinn að fá mig á sitt band með það. En það var ekki nóg að segja við kafteininn, að við værum hættir, það er nefnilega ekki hægt að munstra af nema fullt leyfi sé fengið frá viðkomandi aðilum. Og í Ástralíu er allsendis ómögulegt að gera slíka hluti. En bíðum nú við. Þegar við fórum í land, kom til okkar maður, sem bauð okkur vinnu hjá sér við að hlaða stíflugarð. Okkur dauðlang- aði til að taka boðinu en þorðum þó tæplega að gefa jákvætt svar. Þegar við komum um borð um kvöldið, spjölluðum við um þetta við tvo félaga okkar og fengum þá í lið með okkur. Við gátum ómögulega farið niður landganginn með allt okkar hafurtask, slíkt hefði þótt held- ur grunsamlegt heldur gengum við tveir í land og svo létu félagar okkar farangurinn síga niður af hekkinu. Og þar með sögðum við skilið við Tai Yang að fullu og öllu. Það er ekki að orð- lengja með það, að við fórum með manninum, sem bauð okkur vinnuna og lögðum leið okkar upp í óbyggðir. Leiðin var fremur torsótt, til þess að koma bílunum áfram urðum við að höggva burtu tré og ryðja steinum úr vegi okk- ar. Þá var þarna allt fullt af eiturslöngum, sem voru vísar með að gera manni lítið leitt. Svo unnum við að stíflugerðinni í 6 til 7 vikur og skeði þar fátt, sem frásagnar er vert. En við höfðum sæmilegt upp úr þessu, eða eitthvað 500 pund samanlagt, ef mig minnir rétt. Við fórum úr stíflugerðinni með það fyrir augum að skemmta okkur reglulega vel, hvað við líka gerðum. En eitt kom þá fyrir, sem var hreint ekki neitt einsdæmi þarna úti. Við komum til Bowen með fulla vasa að seðlum og rákumst þar af tilviljun ú ungan pilt á einum skemmti- staðnum. Hann sagðist vera búinn að vera lengi þarna og vera hálf heilsulaus en vinna í sögun- armyllu, þegar hann gæti. Hann varð ákaflega hrifinn, þegar við sögðum honum, að við hefð- um ætlað til Kanada í upphafi og sagðist vera þaðan. Við Raggi vorum, þegar þetta gerðist, búnir að fá góða vinnu í silfurnámum eitthvað 600 eða 700 mílur inni í landinu og vorum svc Framhald á bls. 4 Þessi mynd er fró Manila ó Filippseyjum, þar sem Gísli sat 6 vikur í fangelsi. Með honum er á myndinni norskur skipsfélagi hans og tvær innfæddar vinkonur þeirra. Það var mikið um eiturslöngur í Ástraliu og vin- sælt sport að skjóta þær. Ferðafélagarnir Gísli og Ragnar um borð í olíu- skipinu Bralanta. . danskur skipsfélagi þeirra. VIKAN 37. tbl. jg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.