Vikan - 16.09.1965, Qupperneq 39
UtfGFRÚ YNDISFRÍÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó Á.
HVAft Eft ORKIN HANS
>»V tt slltef saml lelkttdnn 1 hinal Yní-
JsfriS okkar. Hfln hefur faUS Brldna hans
Nía elnhvers staSár f hlafllnn'otr heittr
BóSum verSIannnm handa Þelm, sem getur
fundlff .Brfclna. YorSlannln eru stflr kon-
tektkassl, íullor at hesta fconfekti, og
IrsmlelSándinn er aqSvlteS BœlgœtljgerS-
In Nflí.
NÖA1
Káfn
ITtelriiBI
Srfctn ú itU.
Siðast er dregtS var hlant verSbnnJnt
Jón Haukur Hólfdónarson,
HólmgarSi 54, Reykjavík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 37. tbl.
Vögguvísa fyrir
morðingjann
Framhald af bls. 19.
Innan úr svefnherberginu heyrð-
ist allt í einu skerandi grótur. Litla
stúlkan var vöknuð og lét til sín
heyra. Eftir andartak myndi Irene
Pyle koma upp stigann og síðan . . .
Hann mótti engan tíma missa.
Hann þrýsti syni sínum fanst upp að
sér og stökk. Það var erfitt að dæma
fiarleegðina í myrkrinu. Hann lenti
illa og klunnalega og fann veika
hnéð gefa eftir. Svo skall hann
framfyrir sig, en tókst að koma í
veg fyrir, að hann dytti ofan á
Andrew. Sársaukinn í hnénu var
svo mikill, að honum sortnaði fyrir
augum, en hann reif sig upp á fæt-
urna. Lissa var við hlið hans.
— Andy . . . Ertu með hann? Er
nokkuð að honum?
— Ekki agnarögn. Drengurinn
var vaknaður og farinn að gráta.
Andy lagði hann í fang Lissu. —
Hérna, taktu hann og stingdu af.
Flýttu þér og hlauptu.
— Hvað með þig?
— Ég get ekki hlaupið. Ég meiddi
mig á fætinum.
— Þá verð ég hérna Kka.
— Hættu þessu kjaftæði og
komdu þér af stað á stundinni. —
Þú verður að hlaupa með hann,
Lissa. Það er einasti möguleikinn
fyrir okkur bæði.
Ljós var kveikt uppi [ svefnher-
berginu og í sömu andrá heyrðu
þau Irene Pyle hrópa: — Joe! Hub!
Komið hingað upp og flýtið ykkur.
— Ég reyni að tefja fyrir þeim,
sagði Andy ákafur. — Það hlýtur
að ganga. Það er Andrew, sem
þeir hafa áhuga á, en ekki ég.
Lissa skildi ekki, að hann sagði
ósatt. — Ég kem aftur með hjálp,
sagði hún, og hvarf í myrkrið með
Andrew litla.
Hann heyrði reiðilegar raddir
uppi í svefnherberginu. Hvert um
sig ásakaði hitt um það, sem gerzt
hafði. Með þvi að halda dauða-
haldi í handriðið heppnaðist hon-
um að komast þessi fáu þrep upp
á veröndina. Svo tók hann upp
skambyssuna og haltraði í áttina
að eldhúsdyrunum.
Hub hallaði sér út um glugg-
ann. Andlt hans lýsti af sömu
blindu reiðinni og Andy hafði séð,
þegar hann misþyrmdi Crystal
Tower. Hann urraði: — Heyrðuð
þið í bíl? Niðri á ströndinni . . . ?
Svo dró hann höfuðið inn. Það varð
að koma í veg fyrir eftirför Hubs,
áður en hún hæfist.
Um leið og hann kom að dyrun-
um, opnuðust þær með hávaða og
Joe Pyle kom hlaupandi út á ver-
öndina með vasaljós í hendinni.
Vegna þess, hve hann var óvanur
myrkrinu, sá hann Andy ekki, fyrr
en hinn síðarnefndi stakk skam-
byssunni í kvið hans.
— Nú stöndum við grafkyrrir og
látum ekkert heyrast í okkur, urr-
aði Andy.
Joe Pyle hafði ekki mikinn bar-
áttuvilja. Vasaljósið féll úr hönd
hans, og hann teygði upp hand-
leggina.
— Snúið yður við og farið inn
aftur — en rólega — engin heimsku-
pör, hélt Andy áfram. Hann þrýsti
skambyssunni ( hrygglengjuna á
Pyle og ýtti honum á undan sér inn
( eldhúsið, og studdist jafnframt við
hann með föstu taki um öxl hans.
— Sástu nokkuð, Joe? spurði
Hub inni í barnum. — Ég tek bílinn
og reyni að . . .
— Það er óþarfi, Hub, sagði Andy
upphátt. — Ég er hér ennþá.
Eitt andartak var grafarþögn. Svo
sagði Hub og hló lágt: — Ja, hérna,
Næturgalinn ( sinni eigin háæru-
verðugu persónu.
Andy ýtti Joe Pyle eins og skildi
fyrir framan sig í gegnum dyrnar
inn á barinn. í Ijós kom, að það
var ónauðsynleg öryggisráðstöfun.
Hub stóð í miðju herberginu með
báðar hendur tómar, en það skein
! tennurnar í rándýrslegu brosi.
Irene Pyle hnipraði sig saman neð-
an við stigann með pela litlu stúlk-
unnar í höndunum.
— Passaðu þig, Hub . . . Hann er
með skambyssu, sagði Joe Pyle,
með rödd, sem titraði af skelfingu.
— Ég veit það. Ég lét hann hafa
hana sjálfur, sagði Hub og hló aft-
ur. Þú getur alveg rólegur snúið
þér við og tekið hana af honum,
Joe. Hún er óvirk.
— Ég hef átt svolítið við þessa
skambyssu, Pyle, og hún skýtur al-
veg nógu fast, sagði Andy. — Farið
þarna og setjizt hjá konu yðar.
— Þetta er bara lygi í honum,
sagði Hub illskulega. — Og ekki
einu sinni snjöll lygi. Sjáðu, hvað
svitinn rennur af honum! Hann er
skíthræddur! Taktu skambyssuna,
Joe!
Pyle vissi ekki, hvorum hann átti
að trúa. Skambyssan, sem þrýstist
inn í bakið á honum, var meira
sannfærandi en orð Hubs. —
Kannske er hann ekki að Ijúga.
Hann leit bænaraugum á konu sína.
— Hvað heldur þú, Irene?
— Gerðu ekkert, Joe. Það verður
þú, sem færð fyrstu kúluna, ef Hub
hefur á röngu að standa.
Hub starði fullur fyrirlitningar á
hjáiparfólk sift. — Ekki get ég skil-
ið, hvað ég hef nokkurn tíma séð í
ykkur tveimur. Þið hafið ekkert gert
annað en draga á eftir ykkur lapp-
irnar. Ef þið hefðuð losað ykkur
við ungann strax í upphafi, eins
og ég stakk upp á, hefðum við
losnað við allt þetta núna.
— Joe, þér getið þakkað Hub,
sagði Andy blíðlega. — Hann var
rétt í þessu að bjarga lífi yðar. Ég
þarf ekki að drepa yður. Farið yfir
til konu yðar. Hann hratt Pyle frá
sér og beindi allri sinni athygli að
Hub.
— Afgangurinn af málinu verður
milli okkar tveggja, Hub. Og það
hefur í rauninni aldrei verið annað
en einvígi okkar í milli.
Þetta virtist ekki hafa áhrif á Hub.
— Eftir eitt andartak tek ég þessa
byssu, Næturgali minn, og rek hana
ofan í litla gullhálsinn á þér. Það
er búið að vera með þig og þína
frægð. Þú hefur lengi lifað á heppn-
inni, en hún varir ekki að eilífu.
— Það er ekki heppnin, sem hef-
ur leitt mig hingað í kvöld, Hub.
Það eru mistökin, sem þér hafið
gert — yðar eigin heimska og óvar-
kárni.
Þetta voru orð, sem sveið und-
an. Hub roðnaði af reiði og særðu
stolti.
— Þaðpx lygi, Næturgali. Þú hef-
ur ekki heila til að sjá við mér.
— Andrew er þegar kominn á ör-
uggan stað, og þér náið aldrei í
hann framar, sagði Andy.
— Ég skal fá það upp úr þér,
hvar hann er, sagði Hub. Hann dró
leðurkylfuna upp úr vasanum. —
Nú verða það síðustu tónar Nætur-
galans . . .
Andy hafði viljandi dregið sam-
talið á langinn, til að gefa Lissu
tíma til að sleppa. En hann gat ekki
endalaust frestað því, sem gera
varð. — Leggið þessa kylfu frá yður,
skipaði hann.
Hub svaraði ekki. Hann gekk ró-
lega fyrir endann á barborðinu og í
áttina til Andys með kylfuna dingl-
andi niður úr hendinni, eins og
vanskapaðan þumalfingur. Vegna
fótarins gat Andy ekki hörfað, en
honum var heldur ekki flótti í hug.
Hann hafði lengi hlakkað til þessa
andartaks. Samt gaf hann óvini
sínum síðustu viðvörun: — Ef þér
komið einu skrefi nær, skýt ég,
Hub.
Hub hló hæðnislega: — Það er
ennþá til tónn í Næturgalanum.
Hann lyfti kylfunni.
Andy hleypti af þrisvar í röð. Kúl-
urnar hittu Hub af slíku afli, að
hann hlunkaðist aftur á bak niður
á gólfið, eins og einhver hefði
kippt teppi undan fótunum á hon-
um. Eitt andartak var eins og hann
hefði ekki orðið fyrir neinu áfalli.
Hann horfði hneykslaður og ofurlít-
ið undrandi upp til Andy.
— Þú með þína helvítis heppni,
hvíslaði hann. — Ég hefði mátt vita
að . . .
Svo valt hann á hliðina. Og þar
með var sögu Hubbards Wiley lok-
ið.
Andy beindi skambyssunni að
Irene og Joe Pyle, sem stóðu skelf-
ingu lostin og þrýstu sér upp að
veggnum. — Þið létuð son minn lifa,
sagði Andy. — Ég mun launa ykkur
í sama. Takið símann, Pyle, og
hringið á lögregluna.
Það var ekki nauðsynlegt. Áður
en Joe gat valið númerið, heyrði
Andy lögreglusírenurnar í fjarska.
Hljóðið nálgaðist óðfluga og dó á-
sakandi út fyrir utan húsið. — Svo
var barinn allt í einu fullur af ein-
kennisklæddum mönnum. Foringi
þeirra leit snöggt í svip yfir stað-
inn og stakk svo skambyssunni í
hulstrið,
— Það Iftur næstum út fyrir, að
við komum mátulega seint til að
vera ekki með í leiknum, sagði
hann. — Eruð þér Paxton?
— Já, það er ég.
— Við komum eins fljótt og við
gátum. Konan yðar tönglaðist á
því, að þér mynduð sjá um yður.
Hún situr hérna fyrir utan í bíln-
um mínum, ásamt syni ykkar. Lög-
reglumaðurinn leit rannsakandi á
Andy: — Eruð þér særður? Komið
hérna og styðjið yður við mig.
Það var sár kvöl að stíga í fót-
inn, en Andy bandaði frá sér. —
Þakka yður fyrir, ég þarfnast ekki
hjálpar.
Hægt og haltrandi, en á eigin
fótum og án annarra aðstoðar, gekk
hann til fundar við fjölskyldu sína.
ENDIR.
VIKAN 37. tbl. gg