Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 25.11.1965, Qupperneq 13

Vikan - 25.11.1965, Qupperneq 13
aldrei smakkað kjöt, aldrei klæðst nærfötum og haft hálmdýnu eina í fleti sínu. Bæði var hann gáfaður og slunginn, eins og lög Rannsóknarréttarins sýna ljóslega, því þau gerðu það að verkum, að enginn nýkristinn gat verið óhultur fyrir þessum brennuóða dýrlingi. Hann hóf rannsóknir sínar í Sevilla, þar sem nýkristnir voru bæði fjölmennir og áhrifamiklir. Þeir höfðu njósn af því sem í vændum var og gerðu samsæri um að verja sig með vopnum, ef þess gerðist þörf. En Torquemada komst að bruggi þeirra og lét taka þá alla höndum. Eftir að hafa hlotið sinn dóm fyrir hinum heilaga rétti voru þeir leiddir berfættir um götur borgarinnar, klæddir gulum kyrtlum og haldandi á kertum. Hermenn gættu þeirra stranglega, en fremstur í próessíunni fór munkur, er bar grænan kross, sem var tákn Rannsóknarréttarins. Hinir dæmdu voru látnir hlýða messu í dómkirkjunni og síðan leiddir út á engin utan við borgina, þar sem þeir voru bundnir við staura og brenndir til bana. Þetta var þó auðvitað aðeins byrjimin á ballinu. Torquemada lét það boð út ganga, að því aðeins gætu hinir nýkristnu átt von á miskunn, að þeir játuðu villu sína góðfúslega og kæmu upp um þá, sem þeir vissu seka. Veiddi hann á þennan hátt fjölda manns í net sitt. Þá lét hann skrá lagabálk mikinn, er lagður skyldi til grund- vallar starfi réttarins. Þar var meðal annars talið glæpsamlegt að klæðast hvítri skyrtu eða breiða hvítan dúk á borð á laugardegi, því það gat bent til gyðinglegs helgihalds á Sabbatsdeginum. Um einn munk í þjónustu stórinkvisitorsins er sagt, að hann hafi hvern laugardagsmorgun klifrað upp á húsþak til að sjá, hvort reyk legði upp úr strompum hinna nýkristnu. Ef svo var ekki, voru íbúar hlutaðeigandi húsa ákærðir á þeim grundvelli, að þeir vildu ekki vanhelga Sabbatinn með því að kveikja eld. Yfirheyrslur Rannsóknarréttarins hafa náð slíkri frægð, að löng- um er við þær jafnað síðan ef eitthvað álíka ber á góma. Ef fómar- lambið vildi ekki játa villu sína, voru í fyrstu sýnd pyndingatæki réttarins og verkunum þeirra lýst sem nákvæmlegast. Bæri það ekki árangur, tóku líkamlegar pyndingar við. Þær voru margvís- legar, því fáir sérfræðingar í þeim efnum hafa jafnazt á við hina kristilegu spænsku böðla. Ein aðferðin var sú, að hendur hins ákærða voru bundnar á bak aftur með reipi, sem lá yfir ás uppundir lofti. Síðan var togað í reip- ið, uns fanginn missti fótfestu og hékk á höndunum. Þá var snögg- Framhald á bls. 39. VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.