Vikan - 25.11.1965, Síða 17
ónsfrú, — hvað get ég gert fyrir yður? — Takk,
sagði hún, en það eru ekki smómunir sem ég
er komin til að tala um við yður. Sambandið
milli mannsins mfns og yðar er . ..
— Mannsins yðar?
— Reiffenstein barón er maðurinn minnl
— Geturðu hugsað þér annað eins, Lisl. Og
þessi ólukkufugl er búinn að ganga hér út og
inn og alltaf látið mig halda að hann væri
piparsveinn! Eg fann hvernig ég fölnaði og
fékk tár í augun, og barónsfrúin hefir Ifklega
tekið eftir þvf, ég kem ekki sem óvinur. Og
til allrar hamingju settist hún loksins niður, ég
var orðin taugaveikluð af að horfa á hana
standandi.
Mitzi tók sér áhrifamikla málhvfld. Lisl beið
f spenningi, hún vissi, vegna leikhúsreynslu sinn-
ar, að nú hlaut bráðum að Ifða að lokaatrið-
inu.
—. Nei, ég kem ekki sem óvinur, þvert á
móti, ég kem til að biðja yður bónar, segir
hún með titrandi rödd og grfpur um báðar
hendur mínar. Svo fer hún að gráta og segir
kjökrandi: — Gefið mér manninn minn aftur,
ég grátbið yður um að gefa mér manninn minn
aftur... Með aflvana hreifingu lætur Mitzi
hendurnar faila f kjötlu sér.
— Geturðu sett þig f mín spor, Lisl?
Nei, Lisl gat það ekki með nokkru móti.
— Það er ekki eðlilegt að þú getir skilið
þetta, segir Mitzi með virðugleik. — En ég hefi
töluverða lífsreynslu svo ég róaði hana og þá
fór hún að segja frá því hvernig baróninn
hafði dregið hana á tálar í mörg ár. En samt
sagðist hún elska hann ennþá og gæti ekki lif-
að án hans, og allt þar fram eftir götunum.
— Að hún skuli ekki skammast sín, sagði
Lisl, hneyksluð. Og barónsfrú f ofanálag að
haga sér svona!
— Þú talar eins og þú hefir vit til, vina mfn.
En það eru ekki smámunir fyrir konu að lenda
í slíku! Og ég sagði líka við hana: — Grátið
bara, frú, ég veit sjálf hvaða léttir það er að
gráta. Við skulum tala saman eins og konum
sæmir. Ég skil yður svo vel.
— Og svo þvældi ég um þetta fram og aft-
ur, þangað til við vorum báðar farnar að væla.
— En barnið? spurði Lisl.
— Bfddu bara, ég kem að því. Nú, við vor-
um búnar að sitja þarna og gráta um stund,
þegar ég fór að spyrja sjálfa mig, hvað hún
eiginlega vildi mér. Smátt og smátt kom það f
I jós: Baróninn hafði sólundað öllum eigum
þeirra, sínum eigin og hennar líka. Hann var
skuldunum vafinn og hver herragarðurinn eftir
annan hafði farið upp í skuldir. Ástandið var
hreinlega sagt hræðilegt. Og nú biður hún mig
að gefa hann eftir, svo að hann setji sig ekki
í nýjar skuldir mín vegna.
Framhald á bls. 35.