Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.11.1965, Side 56

Vikan - 25.11.1965, Side 56
er saumavélin með keðjusporinu Nýjung fyrir skemmstu. Nú er það keðjusporið, sem sízt má vanta. UTSOLUSTAÐIR: S.Í.S., AUSTURSTRÆTI, DRÁTTARVÉLAR, HAFNARSTRÆTI. VÉLADEILD S.Í.S., ÁRMÚLA 3. /--------------------N UNDRAPÚÐINN sem festir tanngóminn, dregur úr eymslum, ^ þarf ekki að ''\jYYYYjs* skipta daglega. SNUG er sérstaklega mjúkur plast- ic-púði, sein sýgur góminn fastan, þannig að þér getið talað, borðað og hlegið án taugaóstyrks. SNUG er ætlað bæði efri- og neðrigóm. Þér getið auðveldlega sjálf sett púð- ann á, hann situr fastur og hreins- ast um leið og tennurnar. — SNUG er skaðiaus tannholdi og gómnum. Endist lengi og þarf ekki að skipta daglega. Snug “• J Ó MÖLLER & CO.. Kirkjuhvoli, Sími 16845, v____________________y fA /1/^\fT^\ F^n SKARTGRIPIR u v/u^yi^y trúlofunarhrlngan HVERFISGÖTU 16 A sem þegnar mínir vilja láta af hendi rakna fyrir sakir góðvildar og líknsemi gagnvart þeim sem byrði örbirgðarinnar er of þung". Þetta var í fyrsta sinn I sögu þessarar þjóðar, að drottning lands- ins ávarpaði þegna sína beinlínis. Og beiðni hennar fékk góðar undir- tektir, gjafirnar streymdu til hall- arinnar: mjöi, niðursuðuvörur, hvers- konar matvæli, klæðnaður, sæng- urklæði, borðbúnaður, nærföt. Astr- id hafði umsjón með því að gjöfun- um væri réttlátlega skipt. í apríl 1935 var opnuð heims- sýning í Brussel, og flykktust þang- að fyrirmenn frá ýmsum löndum og fjöldi annarra gesta. Konungs- hjónin opnuðu sýninguna. Þetta vor var Belgíu heillavor. Sýningin varð þjóð og landi happadrjúg. Belgía var að rétta við. Þriðjudaginn 30. júlí, fyrir há- degi heimsótti drottningin spítala. Síðdegis sama dag úthlutaði hún verðlaunum í keppni nokkurri. Ung- ar stúlkur sungu við þetta tæki- færi minningarljóð um Albert kon- ung. Astrid, sem var þreytt og bar í brjósti sorg eftir tengdaföður sinn, viknaði við og fór að gráta. Þetta var í síðasta sinn sem hún kom fram opinberlega. Nokkrum dögum síðar var flagg- ið á konungshöllinni dregið niður. Þá vissu menn að konungshjónin voru farin í frí. Fyrst fóru þau til Trentin, og klifu tind, sem kallast Brenta, og er í Dolomisku ölpunum. Efst á þessum tindi fundu þau mar- maraplötu, sem á var letrað að Albert konungur hefði klifið þenn- an tind. Þar settust þau niður til að hvíla sig. Þaðan fóru þau til Luzern, og settust að í bústaðnum Hasbihorn, sem konungurinn hafði nýlega keypt, og umkringdur var afarstór- um garði, sem náði með aflíðandi halla allt niður að vatninu. Vini sínum einum, sem benti þeim á það hve hættulegt gæti verið fyrir þau að halda áfram að klífa fjöll, lofuðu þau að forðast framvegis hættulega tinda en láta sér nægja minni og háskalausari ferðir. Auk þess leið nú brátt að því að haldið skyldi heim til Brussel. Eft- ir fáa daga mundu Josephine-Char- lotte og Baudouin vera komin heim í höllina og foreldrar þeirra þá einnig stuttu síðar. Albert litli hafði orðið eftir í Belgíu og þau fréttu að hann væri byrjaður að sleppa sér. Þegar drottningin kvaddi dóttur sína, sagði hún við hana: „Það er gam- an fyrir þig að verða á undan okk- ur hinum að sjá Albert ganga". Drottningin sá son sinn aldrei ganga. Um morgunin 29. ág.ætluðu þau konungshjónin að klífa hinn síðasta tind áður en heim væri haldið. Þau höfðu mér sér útbún- að til þess í bílnum. Öllum er kunn- ugt hvað fyrir kom í þessari ferð. Astrid hafði landabréf í kjöltunni. Leopold ætlaði að líta á það, en gætti sín ekki og jafnskjótt rakst bíllinn á tré sem stóð við veginn, einmitt þar sem hann sveigðist á mótum veganna til Zurich og Luz- ern. Areksturinn var svo harður að drottningin kastaðist úr sætinu. Höfuðið rakst á trjástofninn og hún dó nærri samstundis. Höfuðkúpan hafði brotnað. Sorgarfregnin barst um öll lönd. Astrid varð ekki nema 29 ára. Hún var með afbrigðum vinsæl. jfc Sölumaöur dauðans Framhald af bls. 15. stiganum. Þetta er ekki fallega sagt, en ég er að reyna að segja sannleikann. Hakagawa kraup á dýnunni og benti Craig að krjúpa andspænis sér. Nú var tími til kominn fyrir Craig að tala að létta hræðilegum þrýstingnum af huganum. Craig kraup líka. — Hún var ófrísk, þegar ég gift- ist henni. Þessvegna giftist ég henni. Ég var einmana. Hún var líka góð þá, og hún kunni að haga sér, kunni að tala við fólk — allt það. En ekki ég. Ekki einu sinni, þegar þeir gerðu mig að liðsfor- ingja. Og þegar þetta var, langaði mig að kunna að haga mér eins og séntilmaður. Hún kenndi mér það. Guð má vita, hvar hún lærði það. Uppruni hennar var ekki miklu skárri en minn. Hann brosti. — Ég var munaðarleysingi, Hak. Ekkert. Að fara í sjóherinn var eins og að fara heim. Allt, sem ég hafði þekkt fram að því, voru húsmæður. Vesæl- ar, heimskar, gamlar tfkur. Strfðið var gott við mig. Ég komst áfram. Þegar því lauk, fór ég um stund til Tangier. Síðan var gamli for- stjórinn hjá Gunter að leita sér að aðstoðarmanni. Aðstoðarmaður- inn, sem hann var að leita að, var sjóræningi með smekk fyrir bók- haldi, og ég var sá fyrsti, sem hann fann. Svo mér hélt áfram að ganga vel. Ég græddi. Græddi mikið. Ég hefði getað haldið áfram á eigin spýtur, en Alice vildi ekki hætta á það. Hún vildi, að ég héldi áfram að vera hægri hönd Sir Geoffreys. Hann brosti aftur. — Ég er með rfg í hægri hendinni eftir að halda honum uppi. Skítt með það. Ég græddi meira, en ég þreytti hana ekki með smáatriðahjali. Hún myndi hafa orðið dauðhrædd um að Teklúbbur íhaldskvenna heyrði um það. — Omögulegt? spurði Haka- gawa. Framhald á bls. 59. VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.