Vikan

Útgáva

Vikan - 09.12.1965, Síða 5

Vikan - 09.12.1965, Síða 5
Ég vil halda því fram að eina leiðin sem sé fær væri að þjappa bændabýlunum saman á staði sem eru bezt til þess fallnir að landbúnaður sé stundaður. Þar sem þá væri hægt að fullnægja betur kröfum vélvæðingar í landbúnaði og meðfædds félags- lyndis landsbúa. Einnig væri með minna tapi hægt að efla sam- göngur með betri vegum eða ein- teinungi. Því þó að aluminíum- verksmiðja kæmi við Hafnarf jörð er ég persónulega ekki viss um að við hefðum efni á þeim miklu fólksflutningum til Suð-Vestur- lands sem af því stafaði. Svo þakka ég fyrir hið góða lesefni Vikunnar sem ber höfuð og herðar yfir önnur vikublöð og vona með ykkur, að hægt verði hið bráðasta að fella niður tollinn af góðum pappír, jafn- framt því sem ég vona að „í fullri alvöru“ haldi áfram að skrifa um vandamál þjóðarinn- ar. Gáfnaljós. Ég fæ ekki betur séð, en bæði gáfnaljósin Iogi með svipaðri birtu; geislamir falla kannski ekki alveg saman, en mjög nærri því. — Það væri einn af kostun- um við að sveitafólk legði nið- ur of kostnaðarsaman búskap og flyttist í þéttbýlið — og vonandi þá heldur ekki í þau þorp úti á landi sem ekkert vit er í að halda gangandi eins og málin standa nú — að yfirborgana farg- anið myndi minnka og þar með sú fjárhagslega ofþensla, sem af því hlýzt. Sömuleiðis myndi of- framleiðsla mjólkurafurða lagast af sjálfu sér og smjörfjallið góða étast upp. Þegar eftirspurnin eft- ir landbúnaðarafurðum verður meiri en framboðið, hlýtur að liggja í sjálfu sér, að búnaður verður arðvænlegur og getur staðið undir sér sjálfur, og þá hafa menn alltaf einhver ráð með stofnkostnaðinn. Við sjáum þess dæmi í iðnaði, verzlun og sjávar- útvegi, og hvers vegna þá ekki í landbúnaði? Það er engin hætta á, að fólksflóttinn úr sveitunum yrði svo ör, að kaupa þyrfti landbúnaðarvörur erlendis frá, allra sízt mjólkurafurðir, svo sjávarútvegur og iðnaður þarf ekki að leggja gjaldeyri í það, vegna þess að ef lögmálið um framboð og eftirspurn er látið ráða í lýðfrjálsu og haftalausu þjóðfélagi, heldur það jafnvægi af sjálfu sér. Mjólkurbú eru þeg- ar orðin nógu mörg í bili og eng- ar horfur á að þau leggist niður, þótt hætt verði að beita kröft- um við að halda jafnvægi í byggð landsins, vegna þess að í kring- um þau er hinn æskilegi þéttbýl- iskjarni, sem fólkið flýr ekki. Og þar skína saman okkar gáfnaljós: Við viljum báðir láta þjappa bændabýlunum saman á þá staði, sem bezt eru fyrir landbúnað fallnir, og það myndi verða út- koman, þegar uppflosningar færu aftur að búa, af því það væri farið að borga sig. S.H.H. f FLOTTUM BÍL. Kæri Póstur! Þú sem hjálpar öllum. Nú lang- ar mig til að biðja þig að hjálpa mér. Þannig er mál með vexti að ég var í sumar með strák, en í haust fór hann út á land að vinna. Eftir að hann var farinn byrjaði ég að vera með vini hans, og er ennþá með honum. Ég er ekkert hrifin af honum, það eina er að hann á svo flottan bíl, en aftur á móti er ég hrifin að stráknum sem ég var með í sum- ar. Um daginn komst ég að því að ég er ófrísk og ég veit ekki eftir hvorn. Hvað á ég að gera, á ég að segja þeim frá því, ég pr viss um að þeir eru báðir hrifnir að mér, sá fyrri skrifar mér alltaf, og hann veit ekkert um að ég sé með hinum. P.S. Hvernig er skriftin? Ein í rusli. Ef þú hefur lagt lag þitt við bíl- eigandann af því einu að hann á flottan bíl, er ekki hægt að hjálpa bér. Þá áttu ekki betra skilið en vera ólétt út í loftið og mátulegast væri á þig að þú eign- aðist mótorhjól í fyllingu tímans. ■— Geturðu ekki fengið einhvern þriðja sem á ennþá fínni bíl til að feðra króann? Skriftin gæti verið betri. SVAR TIL UPPGEFINNAR. Vertu öldungis róleg. Það er ekk- ert hættulegt á leiðinni. NILFISK verndar gólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚPHREINSAR jafnvel þykkstu teppi full- komlega, þ.e. nær upp sandi, steinkornum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er ó þeim, sarga undirvefnað- inn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. hreinsar hátt og lágt - því henni fylgja fleiri og betri sog- stykki, sem nó til ryksins, hvar sem það sezt, fró gólfi til lofts, og auka- lega fóst bónkústur, hárþurrka, málningarsprauta, fatabursti o.m.fl. þægilegri - því hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang, hentuga áhaldahillu, létta, lipra og sterka slöngu, gúmmístuðara og gúmmíhjólavagn, sem „eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. í stigum. hreinlegri - því tæmingin er 100% hreinleg og auðveld, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinleg- ustu rykgeyma, sem þekkjast ( ryksugum, málm- fötu eða pappfrspoka. traustari — því vandaðra teeki fæst ekki — það vita þær, sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem fengu hana fyrir mörgum áratugum og nota hana enn, geta ennþá fengið alla varahluti á stundinni, því þá höfum við og önnumst við- gerðir á eigin verkstæði. Gömlu NILFISK ryk- sugurnar voru góðar, en þær nýju eru ennþá betri. NILFISK HEIMSINS BEZTA RYKSUGA! Vegleg jólagjöf - nytsöm og varanleg. Sendum um allt land. F S í MI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Undirrit. óskar að fá sendan NILFISK myndalista með upplýsingum um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................................................... Heimili:.................................................................. Til: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavlk. V-49 VIKAN 49. tbl. £

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.