Vikan

Issue

Vikan - 09.12.1965, Page 8

Vikan - 09.12.1965, Page 8
RLLT frá 1594 greina færeyskir annálar frá grindadrápi í Færeyjum, og grindin hefur verið þeim allt; hún hefur oftast skihð milli sultardauða og velsældar. Annálarn- ir sýna, að á ári hverju hafa veiðzt 5—500 grindhvalir að meðaltali, og árið 1936 urðu þeir 1500. Aftur á móti hefur veiðin ekki ger- brugðizt nema eitt ár, árið 1927, þegar ekki kom ein einasta grind. 0g enn veiðist grind í Færeyjum. Nýlega birti sænska blaðið Áret runt friðsæla mynd frá Færeyjum, mynd, sem einhver Lars Holm- berg hafði tekið. Hún sýndi græn hæðardrög og svarta sandfjöru, en í víkinni lágu dauð grindhvala- hræ og sjórinn var blóðrauður. Undir þessa mynd spandéraði blaðið heilli opnu og litprentun, en eyddi síðan tveimur þéttsetnum letursíðum aftar í blaðinu til að hneykslast á þeim barbarisma, sem Færeying- um héldist uppi, að drepa saklausa grindhvali og éta þá. Já, Svíarnir kröfðust þess af vinum sínum og nágrönnum, Dönum, að þeir aftækju grindadráp í Færeyjum með lögbanni. Fleiri hafa tekið í sama streng. Yfirleitt virðist grindadráp í Færeyjum vera ofarlega á baugi um þessar mundir. Og öllum þykir það jafn andstyggi- legt, að því er bezt verður séð, og líklega af því það er heitt blóð í hvalnum. Ég skil ekki í, að neinn hefði samúð með þorskinum, þótt einhverjum lánaðist að smala honum á land í tugþúsundatali, enda lekur lít- ið rautt úr honum, þótt hann sé ristur þvers og kruss; hann bara gapir og slettir til sporðinum og sálast svo Hvalasláfrunin er í fullum gcmgi. Ótal spjótstungur og þar af leiðandi blóðmissir gerir hvalina máttlitla. Þá er kræktur járnkrókur í hrygg þeirra og þeir dregnir á land, þar sem þeir eru skornir á háis og fá siðan náðarstunguna í banakringluna. . nu ERCBinpin nomin Texti og myndir: Anders Nyborg smám saman. En mannskepnan hefur einhverjar hug- myndir um að heitt blóð sé ógeðslegt, og þegar ég fékk fjölda litmynda til að velja úr á forsíðu þessa blaðs, gat ég ekki hugsað mér að velja alblóðuga mynd, jafnvel þótt hún væri vel tekin og raunsæ og sýndi í raun og veru ekkert hryllilegt, sannaði aðeins með rauðum litum hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð. En hvað um það. Að drepa til manneldis, af því fólk þarf á fæðu að halda, er ekki það sama og að drepa aðeins til að aflífa, og það er hollt að hafa í minni, þegar rætt er um grindadráp í Færeyjum. Því Færeyingar hafa um aldirnar lært þá list, sem ná- grönnum þeirra er ekki eins töm, að nytja hvalinn út í yztu æsar, svo hann er þeim guðsgjöf, matur í munn og skinn í klæði. Svo okkur sé kimnugt, hafa ekki áður verið tekn- ar myndir af grindavöðu og grindadrápi í Færeyjum. Og það er danski Ijósmyndarinn Anders Nyborg, sem íslendingum er mörgum að góðu kunnur, sem var svo heppinn að vera á staðnum í sumar, þegar kall- ið kom: Nú er grindin komin, gamli. Og hann brást hart við, ekki síður en Færeyingar, þótt á annan hátt Allir hjálpast að. Fyrsti drengurinn sem kemur að nýdregnum hval, ristir hann á kviðinn og tekur lifur og hjarta sem laun fyrr vinnu sína. Þetta er sérstakt hnoss- gæti. Þeir drengir sem koma of seint, fá aðeins tunguna, sem þeir skera út úr kjafti O hvalsins. g VIKAN 49, tbl,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.