Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 29
Búskcip okkar var svo háttað, að við
keyptum okkur mjólk, brauð, smiör, og
haframél í hræring, og átum svo málamat
í félagi. Miðdegismat fengum við hjá konu
nokkru ofar við Örsteðsveginn. Hún hafði
misst mann sinn og lifði á því að selja
nokkrum mönnum fæði. Það var einnig bezta
kona, en heldur dró úr matnum, eftir þv(
sem á stríðið leið og verðlagið hækkaði.
Það barst fljótt út, hvíltkar gnægðir góðs
matar við frændur ættum, og urðu ýmsir
kunningjanna til að koma og smakka. Meira
að segja tókum við Valtý Stefánsson í fæði
um tíma, en hann var þann vetur og hinn
næsta í Höfn að læra landmælingar. Voru
þeir alltaf upp frá því mestu vinir, Davíð
og Valtýr. Eitt sinn, skömmu eftir að við
fengum matinn, héldum við vinum okkar af
Garðinum — en þá umgengumst við mest
— heilmikla veizlu. Man ég varla eftir bet-
ur heppnuðu samkvæmi, og var þó hvorki
vín veitt né aðrir drykkir, að mig minnir.
Helga Valtýsdóttir segir stutt-
lega frá kynnum sínum af
skáldinu, og Hulda Stefáns-
dóttir greinir frá æskukynn-
um þeirra Davíðs og tildrög-
um hins kunna Dalakofa. Hún
segir meðal annars á þessa
leið:
Davíð kom í Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri haustið 1909 og varð gagn-
fræðingur vorið 1911. Hann var á
þessum skólaárum sínum kátur og
fjörugur unglingur, en skar sig ekki
úr hópnum að neinu leyti og vakti ekki a
sér sérstaka athygli. Á þessum árum fór
skáldskaparalda um skólann, og þóttust
margir geta gert snjallar vísur og kvæði.
Talsverðar sögur fóru af skáldunum. Einna
fremstur í þeim flokki var Tryggvi Svörfuð-
ur. Hann átti í fórum sínum margar útskrif-
aðar stílabækur með Ijóðum og var þegar
staðráðinn í að verða mikið skald. Eitt sinn
á dansleik læddi hann Ijóðabókum sínum
í handarkrika einnar skólasystur sinnar og
bað hana að gagnrýna Ijóðin. En mærin
var ekki nema 11 ára, svo að hun treysti
sér ekki til þess og bað hann að leita til
annarra, sem færari væru í Ijóðagerð.
Blaðið Skólapilturinn kom út í Gagnfræða-
skólanum hálfsmánaðarlega. Stundum efndi
blaðið til samkeppni um bezt gerðar vísur
og Ijóð um ákveðið efni. Einu sinni átti að
yrkja um meyjarbros, í annað skipti lofkvæði
um skólasysturnar. Ekki man ég í hvort skipt-
ið það var, sem Davíð settist út ( horn og
ætlaði að fara að yrkja, en þá kom einn
bekkjarbróðir hans þar að og sagði með
hálfgerðri Iítilsvirðingu: „Ert þú nú líka far-
inn að yrkja"? Davíð brá við þessa kveðju.
Hann var yngstur í bekknum og þoldi illa
skop þeirra eldri og reyndari. Nu fannst
honum öll vopn slegin úr höndum sér, svo
hann steinhætti við Ijóðagerðina í það skipt-
ið, og ég vissi ekki til að hann reyndi aftur,
meðan hann var í Gagnfræðaskólanum. En
svo undarlega vildi til, að mörg skáldin og
námshestarnir, sem þá voru í skóla, lögðu
skáldskapinn á hilluna, en ungi sveinninn
frá Fagraskógi sótti í sig veðrið og tók síðar
að yrkja af kappi.
Margir skólabræður Davíðs héldu áfram
2g VIKAN 49. tbl.
í speglasal í Kaupmannahöfn 1915 — 1916.
námi að loknu gagnfræðaprófi og settust í Menntaskólann í Reykjavík. Vafalaust hefur Davíð ætlað
sér lengri skólagöngu, og þá ekki síður foreldrar hans, en hann veiktist um þessar mundir, og það liðu
fimm ár, þar til hann settist aftur á skólabekk haustið 1916, en þá settist hann í fjórða bekk Reykja-
víkurskóla.
Haustið 1915 sigldi Davíð til Kaupmannahafnar ásamt frænda sínum Einari Guðmundssyni frá
Hraunum, sem fór þá til náms við Landbúnaðarháskólann. Mun Davíð hafa farið þessa ferð fyrst og
fremst sér til hressingar eftir veikindin undanfarin ár. Þeir Einar og Davíð bjuggu við H. C. Örstedvej, (
og þar bjó Valtýr bróðir minn líka. Eg kom til Kaupmannahafnar eftir áramótin 1916. Dr. Valtýr Guð-
mundsson, aldavinur föður míns, hafði boðið mér að dvelja hjá sér um tíma, og var það boð þegið.
Mig langaði til að sjá mig um og vita, hver áhrif það hefði að horfa til Eyjafjarðar úr fjarska. Val-
týr bróðir minn fór með mig á fund þeirra Davíðs og Einars skömmu eftir að ég kom til Hafnar. Hann (
sagði við Davíð: „Þú hefur ekkert fyrir stafni, farðu nú út með Huldu, og sýndu henni borgina". Við
fylgdumst út á Gammel Kongevej. „Þetta er nú Gamli Kóngavegur", sagði Davíð, og það held ég
hafi verið öll landafræðin, sem ég nam af honum.
Kristján Jónsson borgardómari á þarna þátt um kynni sín af Davíð,
og þá er röðin komin að Páli Tsólfssyni, sem segir á einum stað:
Davíð orti texta við lögin í dag skein sól og Nú læðist nótt um lönd og sæ. Hann hafði tón-
eyra, og er gott að gera lög við Ijóð hans. Tónlist hafði djúp áhrif á Davíð, um það sannfærð-
ist ég oft. Hann skildi hana ekki sem fræðimaður, en viðkvæmt hjarta hans laugaðist bylgjum
tónanna, svo að oft þóttist ég sjá á andliti hans endurspeglun þess, sem gerðist innra með hon-
um, begar hann hlustaði á góða tónlist; og hann talaði um hana á sinn hátt sem skáld, líkt
og Jón Stefánsson og Ásgrímur töluðu um hana sem málarar. Einu sinni
trúði Davíð mér fyrir því, að hann hefði samið lög. Ekki var mér Ijóst, hvort
hann sagði þetta í gami eða alvöru. Líklega hefur hann sagt þetta til að
stríða mér, en ég sagði honum, að ég hefði oft reynt að yrkja, en hefði
aldrei komið saman vísu, sem ekki væri tómur leirburður. Þá hló skáldið
hjartanlega, því að hann gat hlegið hjartanlegast af öllum: „Reyndu betur,
góði". „Já", segi ég, „það gæti orðið uppbyggilegt fyrir þjóðina, ef við
legðum f eina bröndótta, ég glímdi við kvæðið, en þú við tónlistina".
Davíð var sérlega barngóður, og börn hændust að honum og fundu hjá
honum öryggi. Einar, sonur minn, var lítill hnokki, þegar hann sá Davfð
eitt sinn hreifan af víni heima hjá okkur: „Aumingja skáldurinn", varð hon-
um að orði. Þessum orðum gleymdi Davíð ekki, en hló dátt að. Ég held ég
hafi engan þekkt, sem var jafn hýr á svipinn og Davíð. Augu hans geisluðu
af góðmennsku og vinarþeli á stundum. En þau hin sömu augu gátu líka
orðið hvöss og jafnvel ísköld í nálægð þeirra, sem honum voru lítt að skapi.
Hann var ekki vinur allra viðhlæjenda, en börnunum opnaði hann hug sinn
allan, og þau skildu hann áreiðanlega vel.
( Reykjavík átti Davíð marga vini, og hann gekk um á meðal þeirra, þeg-
ar hann dvaldi ( höfuðborginni. Ég sagði marga vini, en réttara væri að nefna
ýmsa þeirra kunningja, því að Davíð var vandur að vinum og tortrygginn
að eðlisfari, en tryggur sem tröll, þar sem vináttan tókst. Hann vqr oftast
fáskiptinn, jafnan innilokaður með hugsanir sfnar. Oft bar það við, áð hann
tók upp vasabókina og skrifaði í hana nokkur orð — víst til minnis. „Eitt
orð getur haldið fyrir mér vöku nóttum saman, aðeins eitt ofð", sagði hann.
Þetta þekkti ég líka vel frá mínu listsviði. „Úrvinnslan er það erfiðasta",
sagði hann, „annars er ég oft fljótur að gera frumdrög að kvæðum, jafn-
vel löngum kvæðum". Annars talaði Davíð aldrei við mig um það, hvað
hann væri að semja eða yrkja, og eyddi því, ef á það var minnzt.
„Hrafninn er fuglinn minn", sagði Davíð. „Hann er vitur, vitrastur fugla
og spáfugl". „En uglan", spurði ég? „Jú, hún er víst sprenglærð og með
gleraugu, en hrafninn er minn fugl". Satt er það, að hrafninn er vitur og
fyndinn fugl, og gaman er að sjá hann fljúga með sjávarbakkanum og
marghvolfa sér á fluginu. „Skrýtnustu fuglarnir finnast þó meðal mannanna.
Þeir hafa járnklær og spúa eitri", sagði hann. „Mér er verst við kjóann",
sagði ég. „Hann rænir sílunum frá kríunni, en getur ekki sjálfur veitt þau.
Sl(k sníkjudýr finnast Kka meðal listamanna". „Já, satt segir þú", kvað Davíð.
Séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri segir á þessa
leiö:
w
Eg ó minningu um heimsókn til Davíðs Stefánssonar, sem mér verður
ávallt hugstæð. Þannig stóð á, að verið var að undirbúa eina af kirkju-
vikunum á Akureyri. Til orða kom ( undirbúningsnefndinni að spyrja
Davíð, hvort hann ætti í fórum s(num sálm, sem hann gæti látið okkur
fá til söngs á samkomum vikunnar. Var mér falið að reka þetta erindi.
Það gladdi mig að fá tækifærið til þess að heimsækja Dav(ð. Hún hans
stendur á Ytri Brekkunni, við Bjarkarstíg. Húsið blasir við augum vegfarand-
ans í garðinum milli trjánna. Það er fögur og stílhrein bygging. Andinn,
sem þar ríkir, er „Þögull en máttugur". í hugsa manns fá húsin þá virðingu,
sem þeir eiga, sem þar búa. Ósjálfrátt geng ég hægt, þegar ég kem að hlið-
inu, og nota hvert augnablik til þess að virða fyrir mér heimkynni skálds-
ins, þó ég hafi oft séð það áður.
Davíð kemur sjálfur til dyra. Vingjarnlega býður hann mér inn ( skrif-
stofuna, býður mér sæti og sezt sjálfur við skrifborðið. Við hefjum samtalið.
Kvíðinn yfir því að eiga að knýja á dyr skáldsins, er horfinn. Davíð er hlýr
í viðmóti, og tekur mér opnum örmum. En engan sálminn segist hann hafa.
Mér líður vel á skrifstofunni hans. Þótt sá árangur sé ekki af komunni, sem
ég vænti, finnst mér, að ég geti ekki strax slitið mig frá samtalinu. Þá dett-
ur mér ( hug hinn gullfagri sálmur hans ( sálmabókinni, sem ortur er í til-
efni föstudagsins langa.
„Hvað kom Davíð til að yrkja þann sálm"? var spurning, sem oft hafði
vaknað í huga mfnum — og nú er hún vakin, er ég sit fyrir framan skáldið.
Ég varpa henni fram.
„Þú spyrð að þessu", segir Davíð og brosir.
Og stðan segir hann: „Það er aðeins einn maður, sem hefur spurt mig
að þessu áður, herra Ásgeir Ásgeirsson forseti".
Ég finn, að ég er kominn að efni, sem honum er hjartfólgið.
Það er þögn. Ætlar hann ekki að segja meira, eða fæ ég af hans eigin
vörum frásögnina um þá stóru stund? Ég bíð. Hann heldur áfram:
„Ég var þá f Noregi". Hann talar hægt og virðulega og með áherzlu-
þunga. „Það var á litlu hóteli skammt frá Osló. Þetta var um páskaleytið.
A föstudaginn langa vorum við, gestir hótelsins, stödd við dögurð að venju.
Meðal gestanna var móðir með barn, litla telpu, svo bæklaða, að hún gat
ekki gengið.
Við matborðið veitti ég því eftirtekt, að telpan þrábað móður sína um að
fara með sér ( kirkju. Mér fannst móðirin ekki gefa barninu þann gaum,
Framhald á bls. 41.
VIKAN 49. tbl. OQ